Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 26
il 26 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 Bílar DV AÍ Spurt og svarað Sjálfskipf ingin heggur í gírana SPURNING: Eigandi nýlegs Mazda MPV fjölnotabtls segist ekki ánægður með sjálfskiptinguna en hún heggur (gírana þegar vélin er köld.Sé ekið með lítilli inngjöf eftir að vélin hefur hitnað myndast högg þegar sjálfskiptingin skiptir niður úr 3.Í 2. gír. Hann segir að það einkennilega við þessátruflun sé að hún sé ekki alltaf heldur stundum. Hann spyr hvað geti valdið þessu og hvernig eigi að bregðast við. Þekkt tölvubilun í sjálfskiptingunni Það vill svo til að um er að ræða þekkta bilun í tölvustýringu þessara sjálf- skiptinga (Mazda.Til að lagfæra hana er nauðsynlegt að endurforrita tölvu skiptingarinnar (TCM = Transmission Control Module) og það er góð latína að draga það ekki því högg geta valdið skemmdum. Um þessa bilun hefur Mazda gefið út tæknilýsingu (US Bulletin) sem er nr.05-001/- 04 en hana má nálgast á netinu (mpvclub.com/tsb.php?id=144). Hægt að endurforritaTCM-tölvuna á netinu með PC-tölvu að því tilskyldu að mað- ur hafi til þess sérstakan tengibúnað frá Mazda (TCM Flash Kit. PN: MT02- K2-001). Eigi umboðsverkstæði Mazda þann tengibúnað getur það end- urforritað sjálfskiptingartölvuna.Sé sú þjónusta ekki fáanleg hérlendis má takaTCM-tölvuna úr bílnum og senda hana til Bandaríkjanna og fá hana endurforritaða til baka. Það ætti ekki að taka nema viku. Allar nauð- synlegar upplýsingar eru á mpvclub.com. Sjálfskiptingin of viljug SPURNING: Sjálfskiptingin í Primerunni minni finnst mér ekki nógu„slök" á Ijósum og við gatnamót. Eins og hún sé of viljug og ég verð að vera klár á brems- unni.Stundum set ég hana í N ef ég veit aðég þarf að b(ða lengi.Þarfég að láta stilla eða hvað á ég að gera? Of hraður lausagangur Líklegasta skýringin á þessu er sú að vélin gangi of hraðan lausagang. Sé þetta eldri árgerð af Primera er lausagangshraðinn stillanlegur, hann á að vera 650-750 sm. Sé þetta yngri Primera sem ekki er með stilliskrúfu fyrir lausaganginn geta óhreinindi, sem sest hafa á inngjafarspjaldið, valdið of hröðum lausagangi.annað hvort vegna stirðleika (ásnum eða vegna þess að spjaldið sest ekki. Tveir alternatorar? SPURNING: Ég er að pæla í kaupum á fornbíl, eðalvagni af gerðinni Lincoln árgerð 1967 sem ég fann á e-Bay og er hlaðinn alls konar búnaði. Eitt sem mér finnst furðulegt er að seljandinn fullyrðir að á vélinni séu tveir alternatorar. Er það til í dæminu eða er þetta einhver misskilningur? Sjaldgæft og eftirsótt Nei, þetta er enginn misskilning- ur og örugglega rétt hjá seljandan- um.Örfáir stórir Ford-bílar frá 7.áratugnum voru útbúnir með sérstakan 110-120 volta alternator sem knúði afturrúðuhitarann og eitthvað annað, sem ég man ekki lengur hvað var.Sá alternator var með algjörlega sjálf- stætt rafkerfi án nokkurra tengsla við 12-volta rafkerfi bílsins. Þetta dót er ákaflega sjaldgæft og án efa eftirsótt af einhverjum bílasöfnurum. Bank í kaldri vél SPURNING: Ég á Lexus is 200 ekinn 60.000 og er ný byrjaður að heyra bank (járn í járn) í vélinni þegar hún er köld svo fer það þegar hún hitnar. Bankið hefur verið að aukast dag frá degi og er ég kominn með töluverðar áhyggur. Hvað gæti verið að? Þarf að mæla stöðu smurolíu oftar Margir átta sig ekki á því að þegar bílum er ekið stuttar vegalengdir í þéttbýli og vélin nærekki fullum vinnsluhita geturjafnvel ný vél brennt smurolíu. Því er nauðsynlegt að mæla stöðu smurolíunnar oftar. Af lýs- ingu þinni að dæma gæti smurolían hafa tæmst af vélinni og hljóðið sem þú heyrir sé vegna úrbræðslu. I Vel bónaður bíll \Bón ver takkið og gerir bílinn glæsilegri. I F uuusjeppi Porsche er þekktast fyrir smíði hreinræktaðra sport- og keppnisbíla. Árangur sportbíls ræðst af samspili vél- arafls og aksturseiginleika. Lykilatriðið er veggrip. Um hálfrar aldar skeið hafa tæknimenn Porsche unnið að því að þróa tækni sem gerir kleift að tryggja hámarksveggrip bíls við ólíkar aðstæð- ur. Með fjórhjóladrifi með tölvustýrðri aflmiðlun og mismunardrifslæsingum, gripstýringu, spólvöm, þaulhugsaðri fjöðrun og gríðarlega öflugum brems- um hefur Porsche skapað aksturseigin- leika sem gera kleift að beita 500 hest- afla vél í 911-sportbflnum sem vegur innan við 1600 kg. Lykilatriðið er veg- gnp. Kostir sportbíls og lúxusjeppa sameinaðir Þessari sömu tækni beitir Porsche til þess að sameina kosti sportbfls og lúxusjeppa: Veggrip Cayenne-jeppans er með hreinum ólíkindum og gerir hann að einum öruggasta lúxusbfl á markaðnum. Sömu eiginleikar gera Porsche Cayenne jafhframt að tor- færutrölli. Tæknin er útpæit samspil drifbúnaðar sem miðlar átaki með tölvustýrðum mismunardrifslæsing- um, spólvöm og fjöðrun sem á sér lík- lega enga hliðstæðu í bfl. Með þessum búnaði er unnt að beita gífurlegu vélar- afli bflsins með hámarksveggripi í tor- fæmm. Geta Cayenne er undmnarefni - það er engu líkara en að þessi öflugi sportbíll sé á beltum í torfæmm þótt hann sé á venjulegum hraðbrautar- dekkjum. í Cayenne má beita driflæs- ingum bæði handvirkt og sjálfvirkt sem gerir ökumanni kleift að nýta vélaraflið til hins ítrasta. til að Sjálfvirkar jafnvægisslár Þá em jafnvægisslár fram- og aftur- fjöðmnar með vökvaknúnum úrslætti þannig að þær má aftengja til að auka slaglengd fjöðmnarinnar og auka þannig veggrip hjólanna. Jafnvægis- slámar er ekki hægt að aftengja nema í lága drifinu. Þegar skipt er yfir í háa drifið og bíllinn nær 50 km hraða tengj- ast jafnvægisslámar sjálfvirkt auka stöðugleika bflsins. Reyndir jeppamenn vita að titringur getur dregið úr gripi hjóla í torfæmm. Ein skýringin á því hve þessi stóri Porsche-lúxusjeppi er duglegur í tor- fæmm er mýktin. Silkimjúkur gangur vélarinnar og seigt, mjúkt og hnökra- laust átak drifbúnaðarins á sinn þátt í þessum eiginleikum. Alvörujeppi með lágt drif Lága drifið í Cayenne er með niður- færsluna 2,7:1 sem er um þriðjungi meira en algengt er í jeppum. Þá er Cayenne fyrsti lúxusjeppinn með 6 gíra Tiptronic-sjálfskiptingu með læsan- legri túrbínu. Með Tiptronic getur í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.