Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 Lífið DV Hlutirnir hafa gengið hratt fyrir sig hjá þeim Smára Gröndal og Trausta Ágústsyni. Fyrir aðeins um ári síðan hófu þeir vinnu við að koma á fót fyrirtæki sínu Ozio Collection. í dag eru þeir búnir að opna tvær verslan- ir í Reyfe^avík og fjórar verslanir verða opnaðar í Panmörku i nóvember. Hugmyndin og hönnunin er íslensk og ýfirhönnuðurinn er ung íslensk kona, Heba HaHgrímsdóttir. Falleg hönnun Skórnir (fg Ozio eru islensk hönnun. M r El i i J Ozio Collection er fyrirtæki sem hannar og framleiðir skó í heimsklassa. Ozio er íslenskt merki sem framleitt er í nokkrum löndum. Tvær verslanir eru í Reykja- vík, önnur í Smáralind og hin á Laugavegi. Þar er mikið úrval af fallegum skóm á göðu verði. „Við vildum bjóða íslendingum upp á góða skó og flotta hönnun á verði sem aílír ráða við," segir Heba Hallgrfmsdóttir, aðalhönnuður Ozio Collection. Ungur og metnaðargjarn íslenskur hönnuður Heba Hallgrímsdóttir hefur margra ára reynslu í tískubransanum hérna á íslandi og hefur einnig starfað hjá tískuframleiðendum í London. Heba starfar fyrir Ozio í London og sér um öll innkaup og uppbyggingunni á línunni. „Okkur langaði til að brua ákveðið bil á skó- markaðinum heima, bæði hvað varðar verð og gæði. Það er fátt eins skemmtilegt og að kaupa sér fallega skó og ekki er það verra að þeir kosti ekki mikið," segir Heba. íslensk hjón reka verslanir Ozio í Dan- mörku í nóvember mun Ozio Collection opna fjórar verslanir í Danmörku. Ein verður staðsett á góð- um stað á Strikinu, tvær f verslunarmiðstöðvum í Kaupmannahöfh og ein í Kolding. Hjónin Sig- rún G. Þormar og Gunnar A. Rögnvaldsson hafa tekið að sér að byggja upp Ozio Collection í Danmörku. Þau hafa búið þar í yfir tuttugu ár og hafa reynslu af tískumarkaðnum og uppbygg- tagu vörumerkja. Hlutirnir hafa gengið hratt fyrir sig Það er ekki nema ár liðið síðan þetta unga kraftmikla fólk tók höndum saman um stofnun fyrirtækisins svo Mutirnir hafa gengið hratt fyrir sig. Það leikur enginn vafi á því að Ozio Collect- ion muni ná langt í hðrðum heimi tískunnar. Fyrir töffarana Það ferekki öllum að ganga Istlgvélum semþessumenþaðerliklegt § að margir stökkvi hæð slna af gleði við að fá þessi Isafnið. 'SJ '*•"*••*. •**' I Sienna hatar athyglina Það er ekki tekið út með sældinni að vera rík, fræg og falleg eins og leik- konan Sienna Miller greindi blöðum frá fyrir skömmu. Hún segir að allt frá því að unnusti hennar Jude Law hélt framhjá henni hafi hún verið helsta skotmark Ijósmyndara og gróusagna. „London er að verða verri og verri. Það sem helsti tími minn fer í er að reyna að stinga menn með myndavélar og risavaxnar aðdráttalinsur af. Eins og ástandið er núna finnst mér hreint ekki þess virði að vera leikkona," segir Sienna sem segist njóta starfs síns en þetta geti ekki gengið svona lengur. Keira segist ekki geta leikið Leikkonan unga Keira Knightley segist ekki þola að sjá sig á hvíta tjaldinu þar sem henni finnst hún leika svo illa. Hún segistvera sinn harðasti gagn- rýnandi og hún viti ekkert kvalafyllra en að horfa á myndir sem hún leikur í. „Mér finnst mjög erfitt að horfa á mig leika því mérfinnst ég alltaf hafa átt að gera atriðið allt öðruvísi. Maður hugsar oghugsaren j getur ekkert gerttil að laga það sem maður vill," segir Keira. Pete reynir að sigrast á fíkninni Pete Doherty hefur sérfræðing til að skipta um umbúðir í kringum ígræðsl- una á kviðnum á sér. Rokkarinn hefur áður greint frá því að ígræðslan sé til að hjálpa honum að forðast heróin en Pete hefur lengi glímt við fíkniefna- notkun. Aðstoðarmaðurinn segir mjög mikilvægt að skipta oft um umbúðir einkum vegna þess að Pete sé ekki beint þrifalegur. Þetta er ekki ífyrsta skipti sem Pete reynir að sigrast á fíkn- inni en eins og flestir vita er unnusta hans Kate Moss um þessar mundir í meðferð í Bandarikjunum. -»> c** rft

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.