Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 31
DV Lffíð
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 31
Umhverfislrömuður
í f ramboði
Steinn Kárason sækist eftir fimmta
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í
komandi borgarstjórnarkosningum.
Steinn hefur hingað til ekki verið
þekktastur fyrir afskipti sín af póli-
tík. Nú gæti orðið breyting þar á.
„Ég er að fara í prófkjör hjá Sjálf-
stæðisflokknum og sækist eftir
fimmta sæti," segir Steinn Kárason
umhverfisfrömuður með meiru.
Hann er á leið í prófkjör hjá Sjálf-
stæðisflokknum í Reykjavík. „Rétt í
kringum tvítugt byrjaði ég að hafa
afskipti af bæjarstjórnarmálum í
Hveragerði. Það má því segja að ég
hafi verið óbreyttur fótgönguliði í
all langan tíma."
Hámenntaður umhverfis-
sinni
Steinn er hámenntaður í um-
hverflsfræðum. „Fyrir einhverjum
sex til átta árum ákvað ég að söðla
um. Þá fór ég í nám í rekstar- og
markaðsfræði í Tækniskölann.
Þaðan á Bifröst í viðskiptafræði og
þaðan hélt ég til Danmerkur í
meistaranám í umhverfisstjórnun
og alþjóðaviðskiptum við Álaborg-
arskóla. Námið barst út um víðan
völl. Ég var í Copenhagen Business
School og fór þaðan til Suður-Afr-
íku að lesa umhverfisfræði. Þar fékk
ég diplóma í umhverfisfræðum,"
segir Steinn en hann segir það hafa
verið sérstaklega dýrmæta reynslu
að fara til Suður-Afríku. „Þá sér
maður Iffið í nýju Ijósi og verður
þakklátur fyrir það sem maður hef-
ur," segir Steinn. Hann fór frá Afr-
íku og vann fyrir fjárfestingarbank-
ann í Finnlandi.
Prédikaði umhverfisboðskap
Steinn kom heim til fslands fyrir
þremur árum síðan og segir að þá
hafi hann ekki getað setið hjá lengur.
Það væri kominn tími á aðgerðir. „Ég
hef verið að skrifa garðyrkjubækur og
haft þannig áhrif á samfélagið. Svo
var ég með útvarpsþátt í Ríkisútvarp-
inu um umhverfismál. Straumar og
stefnur í umhverfisstjórnun og um-
hverfismálum hét hann," segir
Steinn en í þættinum var hann með
úttekt á ákveðnum málaflokkum og
fékk viðmælendur í hvern þátt til að
ræða efhið. „Ég viðaði að mér upp-
lýsingum. Setti viðfangsefnið þannig
fram að viðmælendur gætu myndað
sérskoðanir."
í dag situr Steinn í nefnd sem
heitir Umhverfisvarnarráð en þar er
hann fulltrúi menntamálaráðherra.
Umhverfisvernd er svarið
Blaðamanni þykir lítið hafa farið
fyrir umhverfissinnum innan Sjálf-
stæðisflokksins undanfarin ár.
Ertu ekki í röngum flokki? Áttu
ekki að vera í Vinstri-grænum?
„Nei, nei, það eru náttúruunn-
endur f Sjálfstæðisfiokknum. Hin§
vegar hefur þekkingarskortur
staðið málefnalegri umræðu um
umhverfismál fyrir þrifum. Um-
hverfismál eru liður í heildarstjóm-
un og stefnumótun. Hvort sem það
á við fyrirtæki eða sveitarfélög. Það
er gríðarlegur ávinningur fólginn í
umhverfisstjórnun. Umhverfismál
snerta samfélagið í stóru og smáu.
Hvort sem maður talar um skipu-
lagsmál eða efnahagsmál. Við verð-
um að líta á þetta sem heild."
Einu sinni garðyrkjumaður...
Steinn Kárason var í Garðyrkju-
skóla ríkisins á sínum tíma þar sem
hann nam ylrækt. Eftir það lærði
hann skrúðgarðyrkju í sama skóla
og varð sér út um meistaragráðu á
því sviði. í dag er hann fram-
kvæmdastjóri Brimnesskóga.
Muntu ekkert sakna garðyrkj-
unnar efþú ferð íborgarstjórn?
„Einu sinni garðyrkjumaður,
ávallt garðyrkjumaður," segir
Steinn og hlær. „Ég er að vinna að
þessu hugsjónamáli mínu að end-
urheimta þessa skóga í Brimnes-
skógum og á nú von á því að ég
muni halda því áfram," segir Sveinn
og horfir vongóður fram á veg.
soli&dv.is
Nylon-stúlkurnar láta gott af sér leiða
Seldu yfir 830 vmabönd
„Það var búið að selja 830 vina-
bönd síðast þegar ég vissi," segir
Einar Bárðarson umboðsmaður
Nylon-flokksins. „Það eru margir,
gott að eiga svona marga vini."
Nylon-stúlkurnar fóru af stað í
sumar með söfnun fyrir Styrktar-
félag krabbameinssjúkra barna.
Söfnunin fór þannig fram að seld
voru appelsínugul vinabönd í
verslunum Select og rann allt söfn-
unarféð óskipt til Styrktarfélagsins.
Nú hafa þær selt 830 bönd sem
mætti teljast gott í ljósi þess að
böndin voru einungis seld á Select-
bensínstöðvunum. „Þau á Select
hjálpuðu okkur mikið með því að
taka ekkert fyrir söluna," segir
Einar. Á morgun munu stúlkurnar
svo afhenda söfnunarféð sem er
um hálf milljón króna.
Annars er það að frétta af stúlk-
unum að þær eru nýkomnar úr
hljóðveri þar sem þær tóku upp
efni á væntanlegan geisladisk sinn.
Á dögunum sendu þær frá sér nýtt
lag sem heitir Góðir hlutir og er
eftir Ölmu í Nylon og ástmarin
hennar Óskar Pál. Einar segir að
geisladiskurinn sé væntanlegur í
verslanir þann þriðja nóvember.
soli@dv.is
Ellert B. Schram er 66 ára í dag. „Maður-
inn kann að meta listir og nýtur þess að
læra sem eillfðarstúdent. Menntaður er
hann í sérgrein svo sem læknir,
Jögmaður eða viðskipta-
^fræðingur. Hann birtist
fólki sem kaldur og
Llokaður karakter en sú
Ihlið er einungis hluti af
: persónuleika hans,"
( segir í stjörnuspá hans.
Ellert B. Schram
Hugaðu mjög vel að því sem
fram fer í kringum þig þessa dagana
en þú ert um þessar mundir að ganga
í gegnum reynslu sem gagnast þér án
efa þegar fram Kða stundir.
fískamtt (19. febr.-20.múrs)
(dag ertu minnt/ur á að
þegar þú framkvæmir þá ertu að
þjálfa sjálfstjórn þína.
HíÚtWmn (21.mars-19.apiH)
Þegar stjarna hrútsins er
ákveðin I að komast til botns í ein-
hverju nær hún ávallt árangri. Þú ert
jafnvel öfgafull/ur á þessum árstlma.
NaUtÍð (20. a/3rt7-20.maO
Þér er ráðlagt að losna við
þörf þína til að verja sjónarmið þ(n því
orka þ(n eflist á sama tíma og þú
ákveður að leggja áherslu á innra jafn-
vægi þítt í stað þess aö vera sífellt (
varnarstöðu, kæra naut.
Tvíburarnirff/.moWí.ytí/!/)
Framkvæmdu kraftaverkin
sjálf/ur með því að leggja þig fram við
að aðstoða aðra. Þú býrð yfir eiginleik-
um sem þú ættir að nota til að hlúa að
ástvinum þínum og gefa þeím styrk
en þó án þess að þú missir mátt á
nokkurn hátt.
Krabbinnp2jiin/-JZjii/i!)_______
Hér koma miklaröfgar. Þú ætt-
ir að horfast í augu við styrk þinn og
ekki síður veikleika og reyna að læra að
á stundum ganga þarfir annarra fyrir
þínum eigin en þar með efllr þú karma
þitt með góðverkum einum sem stuðla
að velmegun.
\]QÚb(2ljúli-2Ugist)
Hugrekki og sjálfsöryggi ein-
kennir þig en einnig kemurfram kvíði
sem hindrar að þú náir að fylgja löng-
unum þínum eftir.
Meyjarua. 1^-22 «pt.;
Ekki láta jarðneskverðmæti
villa þér sýn. Hugur meyju girnist
margt um þessar mundir og þú ert
sannarlega fær um að lífga óskir þínar
við ef þú einblínir á að skapa þér auð-
legð með (góð)verkum þlnum.
Voq\t\ (23. sept.-23.okt.)
Hæfileiki þinn til að anda
hægt og djúpt er til staðar eh þú átt
það til að gleyma að nýta þér hann. Ef
þú tileinkar þér djúpa öndun framkall-
ar þú sjálfkrafa góða meðvitaða slök-
un sem hentar stjörnu vogar vægast
sagt mjög vel:
Sporðdrekinn (24.okt.-21.aatj
Ekki gleyma að leggja áherslu
á að eiga samskipti við fólk sem er
næmt á Kðan þfna f jákvæðum skiln-
ingi.
Bogmaðurinn 122. nóv.-u.«
Stjama bogmanns er fær um
að efla með sér kjark þegar hún fram-
kvæmir hluti sem virðast jafnvel ekki
merkilegirog leiðinlegir jafnvel en
skipta vissulega máli.
£
Steingeitinf22to.-;9.yiw.j
Ekki gleyma þér (því stóra og
hávaðasama þegar svarið býr í
smæstu atriðum líðandi stundar.
SPÁMADUR.IS