Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 Fréttír DV Benedikt er undrabarn í kraftaíþróttinni. Hann þykir góður drengur og afar dug- legur á æfingum. Gallar Benedikts þykja einkum felast í að hann helgar sig íþróttinni afsvo miklum heilindum að ann- að skiptir hann litlu máli. „Ég veit að hann Bene- dikt er rosalega heill strákur og afar trúr sportinu. Hann er dug- legur að æfa og tekur það mjög alvarlega. Það er llka svo gaman að fylgjast með honum því maður sér alltaf barnslega gleði sklna I gegn þegar hann æfir. Þaö verður spennandi að sjá hvort hann nái ekki að vinna keppnina I Finnlandi." Andrés Guðmundsson kraftakappi. „Benedikt lyfti 426 kg I réttstöðu. Þetta er mesta þyngd sem lyft hefur ver- ið I mannkynssögunni og það hlýtur að teljast mik- ill kostur. Nú er hann að fara að keppa I Finnlandi og jafnvel lík- legtað hann geri enn beturþar. Þetta er heilbrigður strákur sem lifir fyrir iþróttina." Hjalti„Úrsus"Arnason kraftajötunn. „Benedikt er traustur æf- ingafélagi. Hann er góð- ur félagi og vinur, I raun er allt gott um hann að segja. Hann er mikill húmoristi og gaman að vera með. Hans helsta galla er erfitt að finna en við skulum bara segja að hann sé með afar sér- stakt tímaskyn." Stefán Sölvi Pétursson, æfíngafélagi og vinur. Benedikt Magnússon er fæddur4.júní 1983. SíðastliOinn föstudag tóksthonum að lyfta 426 kílóum I réttstöðu en það er mesta þyngd sem vitað er til að lyft hafi veriö í mannkynsögunni. Hann erþvi bjartasta von Kraftlyftingasambandsins og sagt er að honum muni takast að koma Is- lendingum aftur á kortið í sportinu. Bene- dikt fer til Finnalands 4. nóvember á Evr- ópumót og eru vonir bundnar við að þar muni hann slá heimsmet í réttstöðulyftu. Ásgeir Davíðsson, eigandi Goldfinger, og lögmaður hans Brynjar Níelsson gagn- rýna harðlega húsleit sem fram fór á staðnum fyrir skömmu. Friðrik Smári Björg- vinsson yfirlögregluþjónn segir vinnubrögð við hana eðlilega. „Mér þykir það sérkennilegt að húsleitarheimild sé veitt á grund- velli sögusagna," segir Brynjar Níelsson, lögmaður Ásgeirs. Lög- reglan í Kópavogi gerði húsleit á Goldfinger við Smiðjuveg, á grundvelli þess að þar hefði mönnum verið byrlað ólyfjan og að inni á staðnum væri stundaður einkadans í lokuðu rými. „Einkadans getur líka vart talist grundvöllur til húsleitarheimildar," segir Brynjar. „Ég framfylgi ná- kvæmlega lögreglusamþykkt Kópa- vogs," segir Ásgeir. Sveinn Sigurkarlsson héraðs- dómari kvað upp úrskurðinn um húsleitarheimildina. Engar kærur lagðar fram ummæli. Stöð 2 hefur sagt frá manni síðustu daga, sem telur sig hafa ver- ið byrlað ólyfjan inni á staðnum og kreditkort hans hafi verið straujað eftir það. „Sú staða skapast oft hjá mönn- um að þeir vilja fá eitthvað ólöglegt inni á staðnum. Biðja um meiri og meiri dans og kannast svo ekkert við upphæðirnar," segirÁsgeir. „Það voru ekki lagðar fram nein- ar kærur þegar farið var fram á heimildina," segir Brynjar. Hann gagnrýnir að enginn rökstuddur grunur hafi legið að baki úrskurðin- um, en í honum kemur fram að lög- reglan hafi fengið ábendingar um að mönnum hafi verið byrlað ólyfjan. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlög- regluþjónn í Kópavogi, segir að tvær kærur liggi fyrir, þess efhis að mönn- um hafi verið byrlað ólyijan. Hann vildi þó ekki gefa upp hvort þær beindust að Goldfinger. Vegið að staðnum Brynjar segir að heimildin hafi verið veitt á mánudegi en lögreglan hafi farið í húsleit á föstudagskvöldi, á háannatíma. „Það er augljóslega verið að vega að staðnum," segir hann og vísar í það að húsleit eigi að fara fram þannig að sem minnst tjón yrði. „Bótakrafa er í skoð- un, " segir Brynjar. Friðrik Smári vísar ásökun um Brynjars á bug: „Þetta þótti hentugur tími til hús- leitar," segir hann. Skipun að ofan „Ég talaði við Friðrik og hann sagði að þetta hefði kom- ið að ofan. Maður veit ekki hvað það þýðir," segir Ásgeir. Þegar Friðrik var inntur eftir því kannaðist hann ekki við þau Hótaði að fara í fjölmiðla „Það hefur komið fram að mað- urinn sóttist eftir því að fá helming- inn borgaðan. Þegar hann fékk það ekki hótaði hann mér að fara með þetta í fjölmiðla," segir Ásgeir. „Það er líka með ólfkindum að nafnlaus maður geti komið fram í fjölmiðlum og sakað mig um þjófnað. Svo er ég nafngreindur, ekki hann," segir Ás- geir og á við fréttir Stöðvar 2. Eyðsla mannsins eðlileg „Ef ég hefði vorkennt karlgreyinu og gefið honum afslátt hefði hann komið aftur," segir Ásgeir og á við að kona mannsins geti verið þakklát fyrir það. „Hver stendur með mann- inum sínum í svona? Hann hlýtur að hafa barið konuna sína verulega til hlýðni." Ásgeir segir þá staðreynd að kort mannsins hafi verið straujað með nokkurra mínútna millibili eðlilega: „Eflaust hefur hann vantað sígarettur," \ segirhann ogbendirá j. 750 króna færsluna hér á myndunum. gudmundur@dv.is Brynjar Níelsson Segir vegið að Goldfinger. ii5 9W 4t lUA 750 ----«■»* 1» _______ Kvittanir Maður eyddi 160þúsund krónum á Goldfinger ogteluraðsérhafi verið byrlað óiyfjan. -----RRT----------- (Mtrakrift krtM* smmc t>% fnnhjte. IKVHl ftaitik &f. imiMMtur 14 Un: 3* liBU haestro 'J4t VtMlOt.: KR. 30.000 mtsm 14821«? mn-smm m m hnivtr. ia»178 Hnéíiátr: S&W „Ég talaði við Friðrik og hann sagði að þetta hefði komið að ofan. Maður veit ekki hvað þaðþýðir." 6*1tik Ehf. S*!i**raa- 14 790 SfediÁiríft iartháf* iw mmt 0*81-3407837 m m : f*ralrfT. IfBSlC HíUiWw: «1482 Haestro Stí. ' 19> íiiii' .t U-vi KR.' u 15,000 Cf#í»t *iav witm mim mn-immt 09« 00» W* firslw*. imtts «2«13 Netumferð var mjög hægvirk hjá mörgum netverjum um helgina Sundurslitinn sæstrengur í Skotlandi „Rof varð á Farice-sæstrengnum í Skotlandi upp úr miðnætti í fyrr- inótt með þeim afleiðingum að net- umferð til Evrópu varð hægari en ella," segir Gísli Þorsteinsson hjá Og Vodafone, en fyrirtækið notar Farice til nettengingar viðskiptavina sinna. „Öll netumferð er flutt um Bandaríkin á meðan Farice er úti og af þeim sökum geta orðið tafir á net- umferð," segir Gísli en tekur fram að búið sé að staðsetja bilunina, en hún varð við bæinn Boddam í Skotlandi. Gísli segir Og Vodafone vera með tvöfalda 155 megabæta tengingu við útlönd í gegnum Farice-strenginn, en á meðan hann sé bilaður sé teng- ingin minnkuð um helming. Netumferð frá og til íslands fer að mestu leyti um Farice. Umferð þeirra netveitna sem notast við Farice eins og til dæmis Og Vodafo- ne og Símans er veitt um Cantat-3 strenginn á meðan. Töluverðu mun- ar á gagnaflutningsgetu tengingar- innar og því taka netverjar eftir og þá sérstaklega þegar gögn eru sótt til Evrópu þar sem umferðinni er veitt um Bandaríkin. Farice-strengurinn hefur verið nokkuð til vandræða vegna rofa á ljósleiðara. í lok júní varð rof á strengnum á járnbrautarlestarbrú í Edinborg og því erfitt að komast að biluninni. Strengurinn komst í lag tveimur dögum síðar. Tæpum mán- uði síðar rofnaði strengurinn aftur og þá tók viðgerð hálfan annan dag. Nú er ekki vitað hversu lengi strengurinn verður ónothæfur, en við- gerð fór enn fram í gærkvöldi þegar blað- ið fór í prentun. Gísli Þorsteins- son hjá Og Voda- fone Segir viðgerð standa yfir. Farice-sæstrengur inn Slitnaði I sundur og olli töfum á net- sambandi fslendinga í banka og Idol „Þetta spilast nokkuð vel saman, hefur gengið hingað til," segir Jóhannes Ásbjörnsson Idol- kynnir um hvernig það fari sam- an að vera kynnir í ein- um vin- sælasta sjón- varpsþætti landsins og að starfa hjá markaðsdeild Landsbank- ans. Þriðja sería hins íslenska Idols hefur nú hafið göngu sína og verður þátturinn vinsælli með hverju árinu. „Mesta tökutörnin er búin núna," segir Jói. „Héðan í frá verður þetta nokkuð bundið við föstudagskvöld." Jói er sáttur með gang mála í Idolinu, sérstaklega dómnefnd- ina sem er nokkuð breytt frá síð- ustu árum. „Þetta er mjög skemmtileg blanda af ólíkum einstaklingum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.