Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Side 15
J>V Fréttir MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER2005 15 Bannarböni '- en leyfir hunda Eitt af fínustu hótelum Austurrík- is hefur gengið svo langt að banna börnum aðgang að hótelinu en leyf- ir samt enn hundum að koma þang- að með eigendum sínum. Eigandi hótelsins heldur því fram að börn hegði sér alltaf iUa og skapi meiri vandræði en góðu hófi gegnir. Hann segir að bókanir hafi stóraukist í kjölfar þessarar ákvörðunar. Hótel- eigandinn ætlar að leyfa hunda áfram enda segir hann þá vera mun hlýðnari en börn og skemmi ekki jafn mikið . „Gestir mínir eiga rétt á því að njóta lífsins í rólegu og af- slappandi umhverfi fjarri skarkala barnanna," sagði Roland Ballner hóteleigandi. Höggva skarð í innviði al-Kaida Handtóku dularqervis- meistara samtakanna Abu Ziyad hefur lengi séð um að breyta útlitinu á helstu hryðjuverka- mönnum al-Kaída. Það verður þó ekki mikið lengur því bandarískir hermenn í írak hafa handtekið þennan dulargervismeistarara al- Kaída. Bandaríski herinn fékk upplýs- ingar um það fyrir þremur vikum að nokkrir af æðstu mönnum al-Kaída héldu til í byggingu í höfuðborginni Bagdad. Hermennimir mddust inn í húsið og uppskám að launum þenn- an mikilvæga hlekk í al-Kaída-keðj- unni. Abu Ziyad, sem hét áður Walid Muhammed Farhan Juwar al-Zu- baydi, var þar til hann var handtek- inn einn af mikilvægustu mönnum samtakanna. Hann gat breytt útliti írakskra uppreisnarmanna og hryðjuverkamanna algjörlega ef svo vildi til að bandaríski herinn vissi hvemig þeir litu út. Hann lit- aði • hár, breytti klippingu manna, fjarlægði og bætti við andlitshámm og gat gert hryðjuverka- mennina óþekkjanlega. Osama Bin Laden Hver á að breyta út- '.'ti ðons og félaga hans eftir að dular- gervismeistari al-Kaída, Abu Ziyad, var handtekinn? Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels Flugskeyti við búgarðinn ísraelskir hermenn fundu á laug- ardaginn heimatilbúið og ótengt flugskeyti við búgarð Ariels Sharons, forsætisráðherra ísraels. Flugskeyt- inu á að hafa verið skotið frá Gaza- svæðinu fyrir sjö vikum síðan en sprakk ekki eins og ætíunin var. ísraelski herinn hefur á síðustu vikum lýst yfir áhyggjum sínum af því að hin heimatilbúnu palestínsku flugskeyti em nú búin til í þeim til- gangi að draga lengra en áður. Hing- að til hafa flugskeyti frá Gaza-svæð- inu aðeins hitt bæinn Sderot í syðsta hluta Negev-eyðimerk- urinnar en búgarður Sharons er aðeins norðar en sá bær. Þessi flugskeytí bera fimm kíló af sprengiefhi en hafa valdið Jitíum skaða hingað til þar sem þau em mjög ónákvæm. Hann notaði skeiðklukku við hverja rannsókn og skráði hjá sér hversu lengi fangarnir héldu út. Hundruð manna létu lífið í höndum Heims, í ólýsanlegum sársauka og hefur verið sagt að hann hafi verið mesti sadisti læknavísindanna, að Josef Mengele, „Engli dauðans" frá Auschwitz, frátöldum. ILLIR LÆKNAR NASISTA Dr. Heinrich Berning Framkvæmdi tilraunir á sovéskum föngum með því að svelta þá. Rannsakaði meðal annars í kjölfarið minnkandi kynhvöt, bólgur í neðra kviðarholi, svima og höfuðverk. Dr. Carl Clauberg Stýrði hluta tiu i Auschwitz-útrýmingar- I . a búðunum þar sem hann vann að því að full- komna aðferðir við geldingar og ofrjósemi. ’ Hann komst að því að röntgengeislar virk- Sfe., uðu vel. Dr. Arnold Dohmen Smitaði 11 gyðingabörn af lifrarbólgu og stakk göt á lifrina í þeim í Buchenwald-útrýmingarbúðunum. Dr. Josef Mengele „Engill dauðans" í Auschwitz-útrýming- arbúðunum hafði þá kenningu að mannfólk hefði ættartöflu líkt og hundar. Framkvæmdi uppskurði á föngum í rannsóknarskyni, sprautaði efnum í augasteina fanga og hafði sér- stakan áhuga á tvíburum. Dr. Karl Gebhardt Bjó sjálfur til sár á konum í Ra- vensbrúck-búðunum og spraut- aði súlfanílmiði í sárin með ban- vænum árangri. Dr. Sigmund Rascher Rannsakaði heilann í gyðingum hátt yfir sjávarmáli með því að kijúfa hauskúpu fórnarlambanna í tvennt á meðan þau voru með með- vitund. Dr. Carl Vaernet Gerði tilraunir til að lækna sam- kynhneigð með því að sprauta gervihormónum, sem framleidd voru á tilraunastofu hans, í nára fanga. Dr. Erich Wagner Valdi fólk meö húðflúr og bjó til húsgögn úr beinum og skinni manna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.