Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Qupperneq 33
Menning I>V MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 33 Á laugardagskvöldið var frumsýnt í Borgarleikhúsinu nýtt leikverk byggt á bók Halldórs Laxness um Sölku Völku. Bókin er betri! Að ráðast í að kynna fyrir nýjum áhorfendum hið mikla íslands epos söguna um hana S.ölku Völku er ábyrgðarfullt starf. En því fylgir einnig áræðni og ákveðin skylda því þó það samfélag sem þær mæðgur Sigurlína og Salka Valka eru sprottnar úr, heyri sögunni til, þá er það engu að síður svo, að það samfélag sem við lifum í í dag er byggt á þessum rótum. Afstaða til alþýðufólks sem barðist í bökkum við óréttlæti og sem á ákveðnum tímapunkti í sög- unni fann nýja baráttuaðferð í leit- inni að hamingju til handa þeim sem áður höfðu engu kynnst nema þrældómi, má segja að sé hið yfir- gripsmikla innihald þessa stórkost- lega skáldverks. Flögrað fram ög aftur í tíma Að leikgera ritverk er vandasamt verk, einkum þegar verkið á sér svo sterkar rætur meðal þjóðarinnar eins og hér er raunin. Þessi nýja leikgerð Hrafnhildar Hagalín var í sjálfu sér nokkuð spennandi, flögrað var fram og aftur í tíma en þó virtist á sumum stöðum eins og gert væri ráð fyrir að áhorfendur þekktu söguna í heild sinni til þess að átta.sig á því hvað væri að gerast. En heildinni má þó segja að hafi verið komið til skila þó þessi endur- upplifunarstíll hafi ráðið framvind- unni, var einhvers konar formæfing sem fylla varð verkið út í. Kvennaráð Hér var farið með kvenmanns- höndum um þessa sögu alla og er það í sjálfu sér gott og blessað og bara ein aðferð við að koma ákveð- inni frásögn til skila. Hitt er svo annað mál að draumsýnin, barátt- an fyrir betra lífi, andstæður yfir- stéttarinnar og hinnar lúbörðu al- þýðu verður nokkuð ógreinileg þar sem brugðið er á það ráð að velja fremur táknmál dansins og hasar nútíma hópatriða eins og verið sé að biðla til söngleikakynslóðarinn- ar, heldur en að hvíla í hinum magnaða frumtexta sem þarf ekki á neinum Riverdans að halda til þess að komast heill til skila. Salka Valka efir Halldór Laxness. Leikgerð: Harnhildur Hagalín. Leikstjóri: Edda Heiðrún Backman. Leik- mynd:Jón Axel Björnsson. Tón- list: Óskar og Ómar Guðjóns- synir. Ljós: Kári Gíslason. Bún- ingar: Stefanía Adolfsdóttir. Hreyfingar: Lára Stefánsdóttir. Frumsýning á Stora sviði Borg- arleikhússins þann 75. október Leiklist Ssika Vaíka i Borgarfeíkhúsmu Pao samfébg semviö lifum íídag er byggt d þessum rólum. Ilmur Kristjánsdóttir Átti á köflum eftir að klæða sig úr gerfí Línu langssokks. Það sem einkenndi leikinn fyrir utan samhæfingu í söng og dans var erfið raddbeiting sem líklega kostar kvalir í koki leikara þegar á líður. Sú leið var farin að nota mis- munandi raddbeitingu eftir því hvar menn voru staddir í sínum eiginn aldri. Halldóra Geirharðsdóttir átti mjög góða spretti og var samúðin með henni í hlutverki hinnar hröktu Sigurlínu móður Sölku Völku djúpstæð, þó fullmikið hafi verið lagt upp úr því að gera hana hlægilega. Lína mætt - langsokkur Ilmur Kristjánsdóttir sem lék Sölku Völku átti á köflum eftir að klæða sig úr gerfi Línu langssokks, einkum í byrjun en það rjátlaðist af henni. Ástarsaga þeirra Arnald- ar sem Sveinn Geirsson lék, kom svo brött inn og það að hann þyrfti að haska sér til útlanda varð bara eins og hann væri að fara í við- skiptaferð og von væri á honum með næstu skipum. Aðdraganda þessa sambands hefði átt að planta betur inn með þeim við- kvæmu myndum sem skáldið bregður upp af hugarórum hans eða draumsýnum um mömmu í fjarlægu landi sem hann hafði trú- að Sölku fyrir þá er þau voru lítil. En vegna þess að leikstjórinn velur að láta þau gagga eins og þau séu að leika í Stundinni okkar þegar þau hittast fyrst, fara þessi við- kvæmu fræ forgörðum, þau fræ sem í raun var kveikjan að ást þeirra. Leikmynd fyllir út í stórt svið Leikmyndin af fjallinu við Ós- eyri skipti litum en varð þó ekki annað en risastór slides-mynd til þess að fylla út í stórt svið. Lýsing frá hliðum með reykbombum sem orðin er víst skylda í íslensku leik- húsi var meira og minna eins allan tímann. Tónlistin á vafalítið eftir að falla mörgum í geð enda hljóðlega smart unnin en spurningin er, var þetta íslenskt eða írskt leikrit, eða er verið að reyna að sanna ein- hvern íra inn í hina íslensku börðu þjóðarsál? Auðvitað verður alltaf niður- staða af sýningu sem þessari,: Bók- in er betrfi en engu að síður er hér um góða skemmtun að ræða og vonandi kveikjan að því að yngri kynslóðir drífi sig nú á bókasafnið og kynnist svolítið sjálfri sér með því að lifa um skeið með kjarnyrtu fólki sem átti eitthvað sem virðist algerlega horfið nú til dags, nefni- lega hugsjónir. Elísabet Brekkan Guðrúnarhús Tvær ffæðikonur taka sig til, hóa í nokkra kunningja sína og setja saman kver með níu rit- gerðum um vinsælan barna- bókahöfund. Guðrúnarhús kalla þær safnið sem er fyrsta heillega úttektin á rithöfundarferli Guð- rúnar Helgadóttur -þaðerábók- um og sviði - undan er skilið framlag hennar í ræðum og greinarskrif- um. Það er rétt að j vöntun á fræði- legri I Guðrún Helgadóttir Loksins hafin I umræða um verk hennar 7 Eins og að horfa á kór syngja Kvikmyndir hafa lengi átt þátt í að kynria jaðartónlist fyrir fjöldan- um. Blackboard Jungle kom rokk- inu fram á sjónarsviðið, Easy Rider kynnti hugtakið „Heavy Metal'1' með Steppenwolf laginu Bom to Be Wild og The Harder They Come færði reggae tónlist inn á banda- rísk heimili. Nýjasta jaðartónlistin til að ná eyrum fjöldans með þessum hætti er kórtónlist. Hin franska Les Choristes var sýnd hér á franskri kvikmyndahátíð í janúar, tvær heimildamyndir vom nýlega gerð- ar um Berlevag karlakórinn sem nutu mikilla vinsælda í Noregi og Sa som i himmelen, sem fjallar um kór í smábæ f Norrland, var vin- sælasta mynd síðasta árs í Svíþjóð. Líklega er Les Choristes best af þessum myndum, kórinn sam- anstendur af munaðarleysingjum með litlar framtíðarvonir og því er mest í húfi þar. Ekkert áfengi á Ítalíu Hinn íslenski kór í myndinni Kórinn samanstendur af konum. Hjá öllum eykst sjálfsálitið við sönginn, en vandamálin sem þær eiga við að stríða em varla spurn- ing um líf og dauða. Tvær kvenn- ana em samkynhneigðar, en það er sem betur fer orðið svo sjálfsagt mál þessa dagana að varla er þess virði að minnast á, og er lítið gert úr því hér. Myndin byrjar skemmtilega á kynningu kvennanna, og virðast þær vera hinn ágætasti félagsskap- ur. En eftir að þær hafa verið kynntar til sögunnar gerist lítið. Þær fara til Ítalíu, en þar tekur myndin frekar á sig blæbrigði heimavideós en heimildamyndar, enda gerist lítið í förinni annað en það sem íslendingar vanalega gera á Ítalíu, vel er étið í fallegu um- hverfi. Strangar reglur em gegn því að drekka áfengi, en því miður hlýta allar konurnar því, að minnsta kosti í mynd. f lagi að sýna tilfinningar Mun betra hef- ði verið að ein- blína fremur á færri persónur, Kórinn ildamyni Hauksdc '~:—r sýna manni hvaða áhrif söngurinn hefur á þær, fremur en á kórinn í heild. Aðrar norrænar heimilda- myndir um kóra fjalla um karla- kóra, og er það kómískt í sjálfu sér að sjá karlmenn læra að takast á við tilfinningar sínar f gegnum sönginn. Fyrir konur er hinsvegar í lagi að sýna tilfinningar, bæði utan og innan listarinnar, og því vantar meiri dramatík í viðfangsefnið. Með því að gera mynd um kvenna- kór er því í raun farið hringinn og endað aftur á byrjunarreit. Helsta lýti myndarinnar er þó lengdin. Kórinn hefði getað orðið fín hálftíma sjónvarpsmynd, en krafan um að allar heimildamynd- ir séu í kvikmyndalengd gerir ein- faldlega flestar þeirra of langar. Að horfa á Kórinn er því eins og að horfa á kór, fólk verður svo að gera það upp við sig hvort þáð sé gam- an eða ekki. Valur Gunnarsson Kórinn Leikstjóri: Silja Hauksdóttir ★ ★☆☆☆ Kvikmyndir umfjöllun urn verk hennar fyrir börn var hrópandi. Guðrún er íslenskt dæmi um gjána milli greina í bókmenntaritun, barna- bókahöfundar eru undanskildir í alvarlegri umræðu og settir á sér pall í fræðilegum athugun- um. Þessi samantekt er því þörf áminning og kemur ekki til af góðu. Mesta nýnæmi í ritgerða- safninu er af þremur greinum: Dagný Kristjánsdóttir skrifar þar sumpart fræðilegan inngang sem bergmálar víða í ritinu, en Dagný er að vanda skýr í hugs- un og greinileg í framsetningu. Hún nælir sér í erlendar stoðir og setur viðfangsefni sín jafnan í stórt fræðilegt samhengi vestur- landa. Guðrúnarhús Ritstjórar: Dagný Kristjánsdótt- ir og Brynhildur Þórarinsdóttir Vaka Helgafell Leiðbeinandi verð: 3.490 ★★★☆☆ Bókmenntir Ármann Jakobsson bendir í persónulegri ritgerð sinni á for- dæmi Ann Cath Vestly sem átti hér á markaði fjóra merkilega bókaflokka íyrir börn á sjöunda og áttunda áratugnum. Bækur liennar um Óla Alexander, Áróru, Litla bróður og Stúf og fjölskylduna í skóginum voru gríðarlega vinsælar í lestri barna á þessu árabili, og það sem meira var: flestar þeirra höfðu fyrir útkomu á bók verið lesnar í útvarpi í þann tíma þegar hlust- un var bundin við eina útvarps- stöð og allir hlustuðu alltaf. Þó ritgerðin sé á persónulegum tónum er hún eins og flest firá Ármanni kemur frumleg og glögg í athugun sinni. Þriðja ritgerðin sem hér sætir tíðindum er umfjöllun Birnu Bjarnadóttur um þrfleikinn úr Hafnarfirði stríðsáranna. Bima er einn merkasti bókmennta- fræðingur sinnar kynslóðar og skoðar texta frá öðrum sjónar- hólum en flestir lagsbræður hennar. Greining hennar á sög- unum frá skynjun er ljóslifandi og sannfærandi. önnur tillegg vekj a mann ekki eins til umhugsunar, þó greining á myndabókum Guð- rúnar sé ítarleg og Litlu greyin kalli á nýjan lestur eftir þá um- fjöllun sem hér birtist. Það sem blasir við í þessu nýja og nauðsynlega safni er hvað margt þar er á svipuðum nótum. Það virðist vera vaxandi vandi í íslenskri bókmenntaum- fjöllun: einsleitni, svipaðar að- ferðir og keimlíkar niðurstöður og slíka umræðu er varla hægt að kalla frjóa. PállBaldvin Ba/dvinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.