Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 Fréttír DV Önnur tilraun á Reykhólum Kosið verður í Reyk- hólahreppi að nýju 5. nóv- ember um sameiningu við Dalabyggð og Saurbæjar- hrepp. Síðastnefndu sveit- arfélögin samþykktu sam- einingu sveitarfélaganna þriggja í kosningum 8. október en sjö af hverjum tíu íbúum Reykhóla- hrepps sögðu nei. Að því er segir á reykholar.is er fjárhagstaða Reykhóla- hrepps best sveitarfélag- anna þriggja og aldurs- dreifing hagstæðust. Á hinn bóginn myndi fram- lag úr jöfnunarsjóði sam- tals hækka úr 76 milljón- um í 85 ef af sameiningu yrði og mögulegt yrði að sækja um fé úr sérstökum sameiningarsjóði. Sameining hespuð af Ef vilji bæjarráðs Ólafs- fjarðar nær fram að ganga verður kosið um samein- ingu við Siglufjörð eftir þrjá mánuði, 21. janúar 2006. Bæjarráðið vill að strax verði hafinn undir- búningur að sameining- unni og skipað í sam- starfsnefnd bæjanna tveggja. Siglufjörður og Ólafsfjörður voru einu sveitarfélögin þar sem meirihluti íbúanna kaus alsherjar sameiningu við Eyjafjörð í kosningum fyr- ir stuttu. Fyrirhuguð Héð- insfjarðargöng munu stytta leiðina milli bæj- anna tveggja svo um mun- ar. Landsíminn „Stemningin í bænum er bara þokkaleg," segir Ólafur Kára- son, húsasmiður á Siglufiröi. „Þaö sem brennur á bæjarbú- um þessa dagana eru samein- ingarviðræðurnar viö ólafs- fjörð. Fólk er samt bratt og bjart. Þetta leggst vel í bæjarbúa og þá í stjórn- sýslunni. Svo styttist I fram- kvæmdir við jarðgöngin sem er jákvætt. Þaö mætti samt vera meira um að vera þó eng- inn skortur sé á skemmtunum. I húsasmíðabransanum erþað að frétta að við erum að klára líkamsræktarstöð við íþrótta- miðstöð. Það erýmislegt á döf- inni." Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og frú Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar á morgun. Frá Bessastöðum til Hafnar- íjarðar eru aðeins tæpir þrír kílómetrar. I Bæjarstjórinn Lúðvík Geirs- son tekur á móti forsetahjón- unum við bæjarmörk Hafn- arfjarðar. Hérmeð Björgólfi Guðmundssyni. Stysta fertalag íorsetans Ira upphafi Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, fara í opinbera heimsókn til Hafnaríjarðar á morgun. Mun þetta vera stysta ferðalag sem forseti íslands hefur farið í en frá Bessa- stöðum til bæjarmarka Hafnarfjarðar eru aðeins tæpir þrír kíló- metrar. Það breytir því ekki að mikið verður í lagt; dagskrá þétt- skipuð og litið við á flestum þeim stöðum í Hafnarfírði sem ein- hvers mega sín. Alls mun heimsóknin standa í hálfan sólarhring og rúmlega það. Klukkan m'u í fyrramálið munu þeir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði og Guðmundur Sophusson, sýslumaður á staðnum, taka á mótí forsetahjónunum við bæjarmörk Garðabæjar og Haiharfjarðar þar sem heitir Garðavegur. Þar munu einnig böm úr leikskólanum Norðurbergi standa með íslenska fánann. Skoða íbúð Móttökuathöfnin á Garðavegi mun taka fimmtán mínútur en að henni lokinni verður ekið að dvalarheimilinu Hrafnistu þar sem Sveinn H. Skúlason framkvæmdastjóri og vistmenn taka á mótí forsetahjónunum. Verður boðið upp á morgunverð í matsai Hrafnistu og málverkasýning Guðfinnu Magn- úsdóttur skoðuð en Guðfinna er vist- maður á dvalarheimilinu. Þá syngur Kór Hrafnism eitt lag. Frá Hrafnistu verðu ekið í lang- ferðabifreið um Vallasvæðið og upp- bygging þar kynnt. Skoða forsetahjón- in meðal annars eina full frágengna íbúð en hún stendur við Eskivelli 9. Nýbúar heimsóttir Þá verður leikskólinn í Stekkjarási skoðaður. gengið verður um tvær af átta deildum skólans, myndir skoðað- ar og bömin syngja íyr- ir gestina. Þaðan liggur leiðin svo í Lækjaiskóla þar sem nýbúadeildin verða meðal annars sér- staklega heimsótt. í Lækjarskóla snæða forsetahjónin hádeg- Sýslumaðurinn Guð- mundur Sophusson verður einnig f fylgdar- liði forsetahjónanna. Verður boðið upp á morgunverð í matsal Hrafnistu og mál- verkasýning Guðfinnu Magnúsdóttur skoð- uð en Guðfinna er vistmaður á dvalar- heimilinu. Þá syngir Kór Hrafnistu eitt lag. ismat með nemendum og gefst þeim kostur á að spyrja forsetahjónin spuminga. Kór skólans syngur eitt lag og leikið verður á fiðlu áður en nýtt íþróttahús skólans verður heimsótt. Pílur og pútt Þegar hér verður komið sögu er klukkan langt gengin í eitt. Liggur leið forsetahjónanna þá í Hraunsel, félags- heimili eldri borgara í Hafiiarfirði. Þar verður gengið í samkomusal þar sem eldri borgarar spila bridds og kór eldri borgara syngur eitt lag. Þá verður gengið í kjallara þar sem er aðstaða fyrir pflukast og pútt. Frá eldri borgurum halda þau Ólaf- ur Ragnar og Dorrit í Flensborg- arskóla þar sem heilsað verður upp á kennara og nemendur. Þar verða kaffiveitingar á kennarastofú. Leikfangasafn og þýsk hljómsveit Þegar klukkan verður langt gengin í fjögur er röðin komin að Byggðasafni Hafn- arfjarðar við Vesturgötu sem hefur að geyma ágrip af sögu Hrafnista í Hafnarfirði Fyrsti viðkomu- staður forsetahjónanna iopinberu heim- sókninni til Hafnarfjarðar. Hafnarfjarðar, hemámsárin auk þess sem þar er skemmtilegt leikfangasafii. Þaðan verður farið í Bjarkarhúsið þar sem starfsemi fimleikafélagsins verður kynnt og að því loknu setur forsetí ís- lands Hansadaga í verslunarmiðstöð- inni Firði. Þar verða kynnar þau Steinn Ármann Magnússon og Helga Braga Jónsdóttir, bæði landsþekkt fyrir leik sinn jafnt á sviði sem í kvikmyndum. Englakórinn syngur nokkur lög og þýska hljómsveitin Freiheit einnig. Verslunarmiðstöðin Fjörður Þar mun forseti Islands setja Hansadaga. Myndin er tekin í bakaríinu. Aftur heim Um kvöldmatarleytíð vígir forseti íslands nýjan göngu- og hjólreiðastí'g við Fjarðargötu og í framhald- inu verður skrúðganga Hafnfirðinga að íþrótta- húsinu við Strandgötu þar sem slegið verður * * upp veislu. Stendur hún til klukkan 21:30 en þá fara forsetahjónin aftur heim til Bessastaða sömu j ^ leið og þau komu. Forsetahjónin Ólafur Ragnarog Dorrit.Nú er það Hafnarfjörður. Fræðsluráð Hafnarfjarðar bregst við Myndinni af pabba Vilja gera betur en við Thelmu „Okkur fannst þurfa að kanna enn betur hvort kennarar í leik- og grunn- skólum séu að bregðast rétt við. Hvort verið sé að hlusta rétt á böm- in,“ segir Hafrún Dóra Júlíusdóttir formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar en fræðsluráðið hefur óskað eftir til- lögum frá sérfræðingum hvemig best sé að greina vandamál er varða mis- beitingu á bömum. Fræðsluráðið bendir einnig á að ekki sé nóg að gert í Kennaraháskóla íslands til að búa framtíðarkennara undir það að koma auga á og greina vandamál er varða misbeitingu á börnum. Vinnan sem fræðsluráðið hyggst ráðast í kemur í kjölfar umræðna sem sköpuðust í kringum lífs- reynslusögu Thelmu Ásdísardóttur. Thelma var nemandi í Öldutúns- skóla í Hafnarfirði allan þann tíma sem hún varð fyrir hrottalegu and- Hafrún Dóra Júlí- Thelma Ásdísar- usdóttir Formaður dóttir Fræðsluráðið fræðsluráðs Hafnar- hefur brugðist við fjarðar. sögu hennar. legu, líkamlegu og kynferðislegu of- beldi án þess að skólayfirvöld kæmu auga á hvað hún væri að ganga í gegnum. Og hvað þá að koma í veg fyrir það. Hafrún Dóra segir að hafnfirskt samfélag hafi bmgðist Thelmu og fjölskyldu hennar. „Það var ekki bara einn aðili. Það var ekki bara skólinn, Gula húsið Hafrún Dóra segir að samfélag- ið allt hafi klikkað. heldur nágrannarnir, samfélagið allt, sem klikkaði," segir Hafrún. Að því er Hafrún segir hefur mik- ið breyst í Hafnarfirði. Að hennar matí er verið að gera góða hluti í þessum málum: „Við stöndum mun betur nú en við gerðum fyrir 25 - 30 ámm. En í þessum málaflokki er samt alltaf hægt að gera betur." Rokk á Höfn Á fyrsta vetrardag verður mik- ill rokkdagur hjá starfsmönnum Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Ætla starfsmennirnir að taka maka sína með sér á rokkveisluna Rokk í 50 ár á Hótel Höfri með öllu tilheyrandi, mat, drykk og dansi. Að því er segir á horna- fjordur.is em átta ár frá því slík starfsmannahátíð var haldin síð- ast. Það var þegar Höfn var eitt hundrað ára. Bæði þá og nú er haldin keppni um afmælislag Hafnar, Fyrir átta ámm bar lag Heiðars Sigurðssonar Kæra Höfn sigur úr býtum. Hann er einmitt tónlistarstjóri Rokk í 50 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.