Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 Fréttir TFV Fékk30daga fyrir 300 grömm Hörður Már Lútherson, 26 ára breiðhyltingur, var í gær dæmdur í 30 daga fang- elsi fyrir að hafa í vörslum sínum 255 grömm af hassi, 15 grömm af marijúana og 38 grömm af am- fetamíni. Efnin fund- ustvið húsleitlög- reglu í leiguíbúð Harðar við Jörfabakka. Hörður játaði að eiga efnin en kvað þau öll til eigin nota. Auk Harðar var kærasta hans, Alexandra Rut, dæmd en ákvörðun refsingar var frestað. Nýr saksóknari Bjöm Bjamason skip- aði í gær Sigurð Tómas Magnússon, fyrrverandi formann dómstólaráðs oghéraðsdómara, sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Mun Sig- urður meta hvort gefa út skuli nýjar ákærur í stað þeirra sem vísað var frá í Hæstarétti fyrr í mánuð- inum. Bogi Nilsson ríkis- saksóknari hafði áður lýst sig vanhæfan til að fjalla um málið vegna tengsla sinna við KPMG. Sigurður hyggst verða búinn að taka ákvörðun um fram- hald málsins í febrúar á næsta ári. Eru dómar vegna nauðgunar- brota ofvœgir k Davfö Gunnarsson hagfræöinemi viö Háskóla Islands. Já, alveg klárlega, mér finnst þeir ofvægir. Manneskja sem lendir I því að vera nauðgað nær sér oft ekki andlega á þvl áfalli alla ævi og þeirsem bera ábyrgð á því eiga að fá slna refsingu. Ef nauðgarinn brýtur afsér aftur eftir að hafa tekið út sinn fyrsta dóm, þá á að loka þann einstakling inni svo hann haldi ekki áfram að nauðga útlþjóðfélaginu. Svo er spurning hvort það sé lausn á vandanum að loka fólk inni, þyrfti ekki að skoða önnur úr- ræði þarsem þetta er andlega sjúkt fólk?" Hann segir / Hún segir „Já, þeireruof vægir, ég tel að þeir eigi að vera mun þyngri. Mér fínnst að dómarar ættu að nýta betur refsirammann til að dæma þyngri dóma í nauögunarmátum. Það eru heimildir I lögum til að dæma þyngri dóma og það er gert þegar dæmt er I fíkniefnamál- um.Afhverju nýta dómarar sér ekki betur þessar heimildir I lögum til að þyngja refsingu I nauðgunarmálum? Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaöur Kvenréttindaféhgs Is- lands. Dómurinn yfir Ólafi Eggerti Ólafssyni á fimmtudaginn kom foreldrum tveggja stúlkna, sem hann misnotaði, í opna skjöldu. Þeir höfðu ekki hugmynd um að heilt dómsmál, frá kæru fram að sakfellingu, hefði verið rekið um misnotkun fullorðins manns á dætrum þeirra. Foreldrarnir vissu ekki einu sinni, fyrr en á fimmtudag- inn, að dætur þeirra hefðu lent í klóm Ólafs. Gloppa í kerfinu gerir það að verkum að enginn sagði foreldrum fórnarlambanna neitt. Foreldrar fenpu ekkert aO vita af misnotkun a börnum beirra Héraðsdómur Reykja víkur Ölafur Eggert var dæmdur hér á fimmtu- dag I tveggja ára fang- elsi fyrir misnotkun sina á þremur vinkonum. „Ég er ákaflega sár yfir því að enginn skuli hafa sagt mér neitt,“ seg- ir móðir einnar stúlkunnar sem fyrir þremur árum síðan varð fyrir óhuggnanlegum kynferðisbrotum hins 37 ára Ólafs Eggerts Ólafs- sonar. Brotin voru framin þegar dóttir konunnar var fimmtán ára gömul en vegna þess að hún var nýorðin átján ára þegar Ólafur var loks kærður var enginn sem lét fjölskylduna vita. Móðirin heyrði því fyrst af hræðilegum gjörðum Ölafs gegn dóttur sinni á fimmtu- daginn var. Daginn sem dómur féll í málinu. Ólafur Eggert Ólafsson fékk á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykja- víkur tveggja ára fangelsisdóm fýrir að hafa misnotað yfirburði sína til að tæla þrjár vinkonur til gróffa kyn- ferðislegra athafna gegn greiðslu. Dómurinn yfir honum er hrollvekj- andi lesning. ftrekað greiddi Ólaf- ur stúlkunum peninga og eiturlyf, til að hafa við sig samfarir. í sum-| um tilfellum lét hann þær hafal samfarir við hvor aðra. Ólafur tók' myndir af öllu saman og vistaði í tölvu sinni. Kynntust í gegnum barnapössun Stúlkumar þrjár áttu á þessum tíma við erfiðleika að stríða. Vom byrjaðar að neyta áfengis og eitur- lyfja og segir faðir einnar þeirra að á þessu tímabili hafi þær í raun verið orðnar „stjómlausar". Þær vom í 10. bekk og kynntust Ólafi í gegnum barnapössun sem ein þeirra sinnti fyrir hann. Smám sam- an náði Ólafur að sannfæra stúlkurn- ar um að sitja fyrir á klámfengum myndum sem hann sagði að Playboy í Hollandi hefði áhuga á að birta. Það sem í kjölfarið kom hefur nú orðið til þess að hann hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi og gert að greiða stúlkunum skaðabætur. „Mér finnst ótrúlegt að lögreglanf barna- verndayfirvöld eða nokkur einasta stofn- un í þessu svokallaða kerfi okkar hafi ekki séð ástæðu til að tala við okkur, foreld- rana!" Myndavélin Ólafurtók stafrænar myndir afstúlk■ unum viö kynferöislegar athafnirog vistaði í tölv- unmsmni. ■ ■ Hrefna Friöriksdóttir Log- fræöingur Barnaverndarstofu segir yfirvöldum ekki hafa verið heimilt að greina foreldrum stúlknanna frá málavöxtum. Þögn- in rofin Þremur ámm eftir að samskiptum stúlknanna við Ólaf lauk vissu aðeins örfáir hvaða óhugnaður hefði farið ffarn í íbúð Ólafs Eggerts Ólafssonar. Skömmin sem stúlkurnar gengu með var ólýs- anleg og afleiðingar gjörða Ólafs miklar. Þriðjudaginn 5. október 2004 var þögnin um þetta skuggalega tímabil í lífi vinkvennanna rofið. Ein þeirra safnaði upp nógu miklu hugrekki til að fara niður á lögreglustöð og kæra Ólaf. Eftir að máhð hafði verið rann- sakað um nokkurt skeið, húsleit gerð hjá Ólafi og gögn haldlögð, var hann loks ákærður og svo sakfelldur nú á fimmtudaginn. Heyrðu af málinu á fimmtu- dag En það var fyrst á fimmtudaginn sem þögnin var rofin fyrir íjölskyld- um tveggja stúlknanna sem urðu fyr- ir mðingsskap Ólafs Eggerts Ólafs- sonar. Fjölskylda stúlkunnar sem lagði fr am kæruna í fyrra hefur verið með á nótunum frá upphafi, enda verið þátttakendur í miklu átaki sem hún var búin að vera í. Foreldrar hinna stúlknanna var hins vegar ekki greint frá neinu. Þær vissu ekki fyrr en á fimmtudaginn að kæra hefði verið lögð fram í fyrra vegna mis- notkunar á dætrum þeirra þegar þær voru aðeins fimmtán ára gamlar, fyr- ir þremur árum síðan. Skömm dætra þeirra var enn svo mikil að þær treystu sér ekki til að segja foreldrum sínum frá því sem hafði gerst. Og fyrst að þær gerðu það ekki, hver átti þá að gera það? Foreldrarnir reiðir Foreldrar stúlknanna sem Ólafur Eggert var á fimmtudaginn dæmdur fyrir að misnota eru reiðir. Ekki bara vegna þess sem Ólafur gerði dætrum þeirra. Þeir eru líka reiðir því að heilt dómsmál var rekið um misnotkun- ina og ofbeldið án vitneskju þeirra. „Það er ótrúlegt að maður skuli héyra fyrst af þessu máli frá DV,“ segír einn faðirinn. Dóttir hans þorði ekki að segja honum né móðir sinni frá málinu. En þó faðirinn sætti sig við að dóttir s£n hafi ekki treyst sér til þess átti hann von á öðru frá yfir- völdum. „Mér finnst ótrúlegt að lög- reglan, barnaverndaryfirvöld eða nokkur stofnun í þessu svokallaða kerfi okkar hafi ekki séð ástæðu til að tala við okkur, foreldrana!," segir hann. Hann segir það engu breyta þótt dóttir hans hafi verið lögráða þegar kæran var lögð fram. „Hún var bara fimmtán þegar þetta gerðist og nýorðin átján þegar þetta er loksins kært,“ segir faðirinn reiður. Kerfið Þegar farið er á stúfana og við- brögð kerfisins við reiði foreldranna könnuð eru svörin öll á sömu leið. „Ég skil afstöðu þeirra," segir Hrefna Friðriksdóttir lögfræðingur Barna- vemdarstofu. „En þetta er spuming um heimildir," bætir hún við. Að hennar sögn ber yfirvöldum að virða það þegar einstaklingur er orðin átján ára og lögráður. Það breyti engu þó brotin sem um ræðir séu framin þeg- ar einstaklingarnir séu böm. Fyrst kæran í málinu kom fram þegar fóm- arlömbin vom orðin átján var yfir- völdum ekki heimilt að tilkynna for- eldrum. Frá sorg til bata Kæran á hendur Ólafi Eggerti var lögð fram aðeins örfáum mánuðum eftir að stúlkurnar urðu átján ára gamlar. Hún var lögð fram í kjölfar bata sem ein stúlka hafð náð í sam- starfi við fjölskyldu sína. Sú er nú komin langt á leið með að vinna sig út þeim þjáningum sem Ólafur Egg- ert olli henni. Það er hins vegar ekki fyrr en nú, þremur ámm eftir mis- notkun hans, að tvær fjölskyldur til viðbótar hefja göngu sína frá sorg- inni í átt til batans. andri@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.