Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Side 16
J 6 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Bláu augun þín Grímuklæddur maður réðst inn í banka í aust- urríska bænum Obermill- stadt. Hann veifaði byssu og krafðist þess að gjaldkerinn afhenti alla peningana úr skúffunni. Konan bak við glerið hlýddi ræningjanum en náði um leið að líta djúpt í augu hans. Hún áttaði sig fljótt á að í þessi bláu augu hafði hún horft áður, því þetta var fyrrverandi kærasti hennar. Hún lét lögreglu vita nafn hans og innan skamms var hann handtek- inn heima hjá sér, með aila peningana. Bjórar í Bret- landi Til stendur að koma aftur upp bjórastofni í Bretlandi, 500 árum eftir að þeim var útrýmt þaðan af veiðimönn- um. Sex dýrum verður sleppt í Gloucester-skíri á næstunni eftir að hafa verið undanfama mánuði í sótt- kví, en þeir koma frá Bæjaralandi í Þýskalandi. Bjórinn er grænmetisæta og næststærstur nagdýra. Bændur á svæðinu vonast til að bjórinn aðstoði við að halda ám héraðsins hrein- um þar sem þeir nota trjá- greinar og tilfallandi gróður við stíflugerð sína. Hleranirá netinu Einkaaðilar og tækni- þjónustur herja nú baráttu gegn nýjum reglum banda- rísku fjarskiptanefndarinn- ar, FCC, fýrir rétti. Reglunum er ætlað að gera löggæslumönn- um auðveldara um vik að hlera samtöl sem fara ff am um netið. Netveitur telja ákvæði nýju reglnanná krefjast nýs tæknibúnaðar sem yrði bæði dýr og flókinn í upp- setningu. Dómsmálaráðu- neyti Bandaríkjanna telur reglumar þó nauðsynlegar til að veijast mögulegri hryðjuverkaógn og eitur- lyfjasmygli. Harry hæddur Harry prins var skipað að gyrða niður um sig á dögunum ef marka má fréttir Ananova-fréttastof- unnar. Liðþjáifi þeirrar sveitar sem Harry er nú í þjálfun hjá skipaði Harry að sýna á sér afturendann. Rauður á svipinn leysti Harry buxnastrenginn og var kominn með buxurnar á hælana, en nærbuxumar enn um það helgasta, • þegar liðþjálfinn skip- j aði honum glottandi að hífa þær upp aftur. Óstaðfestar sögur herma að nafn kæmstu prinsins, Chelsy Davy, sé tattóverað á óæðri enda hans. Harry var' sagður hafa tekið þessu vel. Síðan Bandaríkin réðust inn i írak hefur 2001 Bandarikjamaður fallið. Talan blikn- ar þó i samanburði við fjölda þeirra íraka sem látið hafa lifið á sama tima. Þeir telja minnst hundrað þúsund og höfðu ekki skrifað undir ráðningarsamning með klásúlum um bætur til eftirlifandi ættingja skyldu þeir falla. Látnir írakar fá ekki umræðu eins og þá sem tröllríður fjölmiðlum vestanhafs og austan. NOT IN MV OAUSHIEr s NAMC Qodloy ii ’m,. [ Lamaður Tomas Young meö konu sinni Brie. Orðinn andstaeðingur strlösins eftir aðhafa lamast i irak. Ekki í nafni dóttur minnar Darrii Bodley heldur uppi mynd afdótt- ur sinni sem fórst 11. sept- ember2001. Afneitun Bush laug - 2000 létust. Bush Bandaríkjaforseti hefur komið sér í óþægilega stöðu. Eng- in gjöreyðingarvopn voru í Irak þegar ráðist var inn í landið. Ekki hafa fundist nein tengsl milli Iraka og al-Kaída eða Osama bin- Laden. Bandarískur almenningur er að komast að þeirri niður- stöðu að gefnar ástæður fyrir innrás í írak hafi verið tilbúningur einn. Þeirra á meðal er hermaður sem nú er bundinn við hjóla- stól, Tomas Young. Fjórða apríl á síðasta ári var Tom- as Young ásamt 24 öðrum hermönn- um í bíl sem ætlaður var einungis 18 mönnum. Hann þurfti því að liggja á gótfinu til að koma fleiri hermönnum fyrir. „Trukkurinn átti að vera með yfir- breiðslu og brynvöm allan hringinn. Hann hafði ekkert," segir Tomas. „Ég þurfti að liggja á gólfinu með M16- riffilinn minn við hlið mér og hefði aldrei getað beitt honum til að skjóta." Auðvelt skotmark Trukkurinn var í björgunarleið- angri í borgarhlutanum Sadr í Bagdad þegar írakskir uppreisnarmenn skutu á hann ofan af húsþökum. Tomas og þrír aðrir hermenn urðu fyrir skoti. Fyrri kúlan sem fór í Tomas fór undir herðablaðið og skar mænuna í stmd- ur. Hann lamaðist samstundis. „Þetta var eins og að skjóta fisk í tunnu. Ég missti riffilinn og fékk doða í finguma. Líkaminn hristist. Ég fékk áfall," segir Tomas. „Ég man að ég horfði á hendumar á mér og reyndi að skipa þeim að hreyfa sig en ekkert gerðist. Riffillinn lá við hliðina á mér og ég gat ekki varist. Ég reyndi að öskra en gat það ekki. Það kom ekkert nema hvísl." Seinni kúlan gróf sig í hnéð. Tom- as fann vart fyrir henni. Mótfallinn stríðinu Tomas Young er ekki einn um að hafa lamast eða misst útlim í stríðinu. Fleiri þúsund bandarískir hermenn hafa verið fluttir heim frá írak vegna áverka sem þeir hafa orðið fýrir. Stór hluti þeirra hefur snúist á sveif með friðarsamtökum til að vekja athygli á óréttmæti stríðsins í írak, þess sem aldrei virðist ætla að ljúka. Tomas hefur farið fram á að Bush hitti sig að máli. Hann berst baráttu sem fær meiri hljómgrunn meðal almennings í Bandaríkjunum en nokkru sinni fyrr. Hundruð þúsunda manna hafa tjáð skoðun sína opinberlega með mót- mælum víðs vegar um Bandaríkin. Staða Bush hefur veikst til muna og hefúr fylgi hans sjaldan mælst minna. Einungis 39% voru fylgjandi stefnu Bush samkvæmt könnun sem var birt fyrr í mánuðinum. Það er lægsta fýlgi síðan hann tók við embætti. Lamaður en vill fjölskyldu Helsti draumur hins 25 ára dáta er að stofna fjölskyldu með konunni sinni Brie. Tæknifrjóvgun er eina leiðin sem fær er. Tomas er bitur vegna stöðu sinnar. „Ég væri áreið- anlega bitur þótt stríðið væri rétt- mætt," viðurkennir hann. „Sú stað- reynd að ég er lafnaður í hjólastól vegna þess að við fórum í óréttmætt og ósiðlegt stríð gerir illt verra." Tala látinna hækkar enn Samkvæmt talningu CNN hafa 2.198 látist úr herdeildum banda- manna. 2001 Bandaríkjamaður, 98 Bretar, 26 ítalir, 13 Búlgarar, tveir Danir og fjöldi manna af öðrum þjóðemum. Yfir eitt hundrað þús- und írakar hafa látist, flestir óbreytt- ir borgarar. Heilu borgirnar hafa verið jafnaðar við jörðu og 17 þús- und írakar bíða örlaga sinna í yfir- fullum fangelsum. Réttmæti stríða hefur alltaf verið deiluefni. Ríkis- stjóm Bush reynist þó þrautin þyngri að sannfæra kjósendur sína um að þeir hafi gert rétt í að leiða þjóðina í stríð í Irak. Eftir því sem tíminn líður verða áköll friðarsinna háværari og fjölmennari. Hinir látnu írakar hafa ef til vill að síðustu fund- ið rödd til að tala sínu máli. haraldur@dv.is Ný reglugerð um dýravernd tekur gildi í höfuðborg Ítalíu Rómverjar banna gullfiskabúr Dýravemdunarsinnar fagna mjög nýrri reglugerð sem hefur tek- ið gildi í Róm. Hún bannar til dæm- is kringlótt gullfiskabúr þar sem þau er erfitt að þrífa og veita ekki nægt súrefni í vatnið. Langlífi gullfiskanna er þeim fýrir miklu því þar er nú bannað að gefa fiska sem verðlauna- gjafir, eins og hefur tíðkast. Formaður ítalskra dýravemdun- arsamtaka segir Róm ganga fram Bannafi að gefa Gullfiskar munu sjá betri tlma I betri heimkynnum I Rómaborg. fyrir skjöldu í viðurkenningu á að fiskar séu athyglisverðir einstakling- ar sem eigi jafnmikinn rétt á samúð og virðingu og hundar og kettir. Reglugerðin kemur í kjölfar nýrra dýraverndunarlaga sem kveða á um harðar refsingar þeim til handa sem yfirgefa hunda sína eða ketti. Hún kveður einnig á um að hundaeig- endur eigi að viðra hunda sína reglulega og megi alls ekki stýfa skott þeirra fýrir fegurðar sakir. Skottstýfing hefur einnig verið bönnuð hérlendis í nokkur ár. í borginni Torino er tekið hvað harðast á hundaeigendum, en þar er leyfilegt að sekta eigendur hunda um allt að 35 þúsund krónur fari þeir ekki í það minnsta þrisvar á dag út með hunda sína. „Við verðum að gera það sem við getum fýrir dýrin okkar sem í skipt- um fyrir eilitla ástúð fýlla líf okkar," Vondir vifi ketti 150.000 kettir eru yfirgefn- ir ár hvert á Itallu. segir Monica Cirinna, lögfræðingur sem kom að gerð reglugerðarinnar. Dýravemdunarsinnar telja að allt að 150 þúsund hundar og 200 þús- und kettir séu yfirgefnir á hverju ári á Ítalíu. Harðar refsingar [ Italir mega eiga von á sektum fari þeir ekki með hundana I gönguferðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.