Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 5

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 5
Guðbrandur í Ægisviðtali Guðbrandur Sigurðsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri hins nýja sjávarútvegssviðs Eimskipafé- lagsins jafnframt því sem hann gegnir áfram starfi framkvæmdastjóra ÚA á Akureyri. Það er að vonum í mörg horn að líta hjá Guðbrandi, enda er þessa dag- ana unnið af krafti við að móta hið nýja sjávarútvegssvið, en undir hatti þess er rekstur ÚA, HB á Akranesi og Skagstrendings á Skagaströnd. Guðbrandur er í ítarlegu Ægisviðtali Stórvirki um íslenskan sjávarútveg Dr. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur, hefur sent frá sér fyrsta bindi verksins „Sjó- sókn og sjávarfang“, sem er heildarverk um sögu íslensks sjávarútvegs. Aldrei áður hefur í slíka söguritun verið ráðist og því er hér um tímamóta- verk að ræða. Verkið er í reynd hluti af stærra máli því jafnframt er verið að skrifa fiskveiðisögu Norður-Atlantshafs og leggur Jón Þ. Þór því verki lið. Hvað er surimi? „Surimi - er það eitthvað fyrir íslenskan fiskiðnað?“ er spurning sem Harpa Hlynsdóttir, mastersnemi í matvælafræði á Rf, og Margrét Geirs- dóttir, matvælafræðingur á Rf, leitast við að svara í fróðlegri grein. Surimi er afurð úr hökkuðu fiskholdi sem hefur verið þvegið með vatni og eftir situr próteinmassi. Próteinmassinn er frystur með frystivarnar- efnum og kallast þá surimi. Allt um þetta í fróðlegri grein Hörpu og Margrétar. Allt um vita Siglingastofnun hefur gefið út glæsilegt rit um vita á Íslandi, þar sem rakin er saga þeirra frá öndverðu til vorra daga. Bókin er afar fróðleg og veitir greinargóðar upplýsingar um þennan þátt í siglingasögu Íslendinga. Ægir gluggaði í bókina. Nýtt skip í flota Stálskipa Þór HF-4 er nýr frystitogari í flota Stálskipa hf. í Hafnarfirði. Reyndar er skipið ekki alveg nýtt því það var smíðað árið 1998 í Danmörku og er systurskip Sléttbaks EA á Akureyri. Skipið er nú í sínum öðrum túr undir merkjum Stálskipa og reynist vel. Sláandi niðurstöður Í síðasta tölublaði Ægis birtust fyrstu niðurstöður athyglisverðrar rannsóknar Lovísu Ólafs- dóttur, iðjuþjálfa hjá Solarplexus ehf. í Reykjavík, á heilsu og svefnvenjum sjómanna. Í sam- tali við Ægi segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, að þessar niðurstöður séu sláandi. Krabbategundir við Ísland Nýtanlegar krabbategundir við Ísland eru þrjár - trjónukrabbi, gaddakrabbi og tröllakrabbi. Í fróðlegri samantekt Sólmundar T. Ein- arssonar, fiskifræðings á Hafrannsóknastofnuninni, kynnumst við þessum krabbategundum. Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm.) Auglýsingar: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5206 GSM 898-8022 Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Prentun: Gutenberg ehf. Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2002 kostar 6600 kr. Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5207 Forsíðumyndina tók Jóhann Ólafur Halldórsson af Guðbrandi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra sjávarút- vegssviðs Eimskipafélagsins og ÚA. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 26 16 32 45 37 12 38

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.