Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 8

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 8
8 F R É T T I R Athygli ehf. gefur þetta viða- mikla upplýsingarit út í annað skipti, en í nokkur ár hafði fyrir- tækið annast útgáfu þess fyrir Fiskifélag Íslands, sem átti út- gáfuréttinn. Athygli keypti síðan útgáfuna af Fiskifélaginu og hefur alfarið séð um hana í tvö ár. Ritstjórn bókanna hefur verið í höndum Emblu E. Oddsdóttur, sem starfar á skrifstofu Athygli á Akureyri. Bækurnar hafa einnig verið brotnar um á Akureyri og hefur Hrönn Sigurðardóttir séð um þann verkþátt. Inga Ágústs- dóttir hefur haft umsjón með sölu auglýsinga. Betri skipaskrá en nokkru sinni áður Embla segir að í svo viðamiklu upplýsingariti leggi margir hend- ur á plóg. Hún nefnir að upplýs- ingar um skip og báta hafi aldrei verið jafn ítarlegar og nú. Jón Sigurðsson hefur annast ritstjórn Skipaskrárinnar og segir Embla að hann hafi unnið frábært starf. „Með því að fela Jóni þennan þátt verksins getum við nú veitt les- endum betri og gleggri upplýs- ingar um skipastól landsmanna en nokkru sinni áður og ég full- yrði að þetta er besta og ítarleg- asta skipaskrá til þessa. Í bókinni eru upplýsingar um öll skip og báta og við birtum m.a. myndir af öllum þilfarsskipum og far- þegaskipum og ferjum, samtals eru myndirnar á annað þúsund talsins. Með mikilli yfirlegu hefur okkur tekist að ná saman öllum þessum myndum og þar njótum við liðsinnis ótal ljósmyndara, sjómanna og útgerðarmanna um allt land. Þessum aðilum vil ég sérstaklega þakka fyrir ómetan- lega hjálp sem og öllum öðrum sem hafa gert útgáfuna mögulega. Án velvildar og hjálpar fjölda fólks um land allt væri útgáfa sem þessi ómöguleg. Og ekki má gleyma þætti auglýsenda, sem greinilega vita af margra ára og áratuga reynslu að auglýsingar í bókunum skila þeim tilætluðum árangri,“ segir Embla. Enn meiri upplýsingar Hún nefnir einnig að hafnaskrá í bókinni sé ítarlegri en áður og hana prýði fjöldi nýrra mynda af höfnum landsins sem Mats Wibe Lund, ljósmyndari, tók á liðnu sumri. „Einnig vil ég nefna að í kafla um öryggismál sjómanna eru meiri og ítarlegri upplýsingar en áður. Til dæmis birtum við núna viðbótarupplýsingar um for- varnir, eldvarnir, fallhættu og ný- liðafræðslu,“ nefnir Embla. Bókunum fylgir geisladiskur með nýjustu uppfærslu af Skipa- skránni. Þá er vert að geta þess að á net- inu er Athygli með vef þar sem unnt er að nálgast alla nýjustu upplýsingar um skipastól lands- manna. Vefslóðin er www.skipa- skra.is Vefurinn hefur fengið nýtt útlit og gefur stóraukna leitar- möguleika frá því sem áður var. Skipaskráin og Sjómanna- almanakið verða til sölu í öllum helstu bókabúðum auk þess sem bækurnar verða seldar í Ellingsen, Áttavitaþjónustunni-Raför og fleiri stöðum. Þá verða bækurnar til sölu hjá Athygli í Reykjavík (515 5200), Athygli á Akureyri (461 5151) og Athygli á Egils- stöðum (471 2800). Inga Ágústs- dóttir (515 5206/898 8022)og Soffía Óladóttir (515 5207/896 1412) taka einnig við pöntunum. Samanlagt verð beggja bóka er 3.990 kr. - vsk. innifalinn. Skipaskráin og Sjómannaalmanakið 2003 að koma út: Viðamesta upplýsinga- ritið til þessa Sjötugasti og áttundi árgangur Sjómannaalmanaksins og Skipaskrárinn- ar er þessa dagana að koma út. Þessi rótgrónu upplýsingarit íslenskra sjófarenda og áhugamanna um hérlendan sjávarútveg hafa aldrei verið jafn viðamikil. Síðurnar eru samtals um 1400 sem skiptast í tvær bæk- ur, annars vegar „Skipaskráin - íslensk skip og hafnaskrá“ og hins vegar „Sjómannaalmanakið“. Embla Eir Oddsdóttir, ritstjóri Sjómannaalm- anaksins, (t.h.) og Hrönn Sigurðardóttir, sem annaðist umbrot Sjómannaalmanaksins og Skipaskrárinnar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.