Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 11

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 11
11 F I S K E L D I um áform Reyðarlax kemur fram það álit að álag vegna losunar næringarefna, sem allt að 6.000 tonna laxeldi hafi í för með sér, bendi til þess að áhrif á vistkerfi Reyðarfjarðar verði ekki verulegt og óafturkræft. Skipulagsstofnun vitnar til um- sagnar Hafrannsóknastofnunar- innar þar sem fram kemur að vegna fjarlægðar Reyðarfjarðar frá næstu laxveiðiám verði að teljast líklegt að fremur lítið af eldisfiski leiti í þær ef lax sleppi úr kvíun- um. Reynslan hafi sýnt að eldis- lax leiti fyrst og fremst í ár í næsta nágrenni við sleppistað en það sé þó háð því magni af fiski sem sleppur og öðrum aðstæðum sem séu fyrir hendi þegar hann sleppur. Í athugasemd Landssambands veiðifélaga kemur fram að engar athuganir liggi fyrir sem sýni hvert lax leitar sem sleppur úr haldi við Austfirði og bent er á að farleiðir stroklaxa við Ísland séu lítið rannsakaðar. Gæta ber fyllstu varúðar - að mati Skipulagsstofnunar Í úrskurði Skipulagsstofnunar kemur fram það mat að óvissa sé um þá hættu sem íslenskum laxa- stofnum kunni að stafa af norskættuðum laxi sem geti sloppið úr fyrirhuguðu eldi í Reyðarfirði og gangi upp í lax- veiðiár. Stofnunin tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í umsögnum og athugasemdum um að blöndun norskættaðs eldis- lax við íslenska laxastofna sé óæskileg þar sem hætta sé m.a. talin stafa af því að hrygning eld- islax í laxveiðiám leiði til þess að aðlögun stofnsins að umhverfisað- stæðum árinnar minnki eða tap- ist, mikilvæg gen geti tapast og valdi niðursveiflu í stofninum. Gæta beri fyllstu varúðar vegna þessa, meðal annars með því að takmarka þann fjölda laxa sem verði í eldi á hverjum tíma meðan aflað verði reynslu af öllum eldis- búnaði í Reyðarfirði og aflað frek- ari vitneskju um líklegar farleiðir laxa, er kunna að sleppa, frá eldis- svæðinu. Skipulagsstofnun tekur það sjónarmið veiðimálastjóra að framleiðslumagn á Austfjörðum verði haft minna eftir því sem óvissa er meiri um afdrif flæk- ingslaxa úr eldi svo komið verði til móts við varúðarregluna. Miðað er við að farið verði af stað með um 1,3 milljónir fiska í hverri kvíaþyrpingu og er stefnt að 6.000 tonna framleiðslu af eldisfiski á ári. Smálaxar verða aldir í sjókví- um og er gert ráð fyrir að slátrun hefjist á stærsta fiskinum eftir 12 mánuði í sjó og eigi að vera lokið eftir 24 mánuði

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.