Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 12

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 12
S A G A S J Á VA R Ú T V E G S I N S Í inngangskafla bókarinnar kemur fram að miðað sé við að ís- lenskri sjávarútvegssögu verði skipt í þrjú bindi. Í því fyrsta, sem Bókaútgáfan Hólar hefur ný- verið gefið út, er fjallað um sögu árabáta- og þilskipaútgerðar, frá landnámi og fram til öndverðar 20. aldar. Annað bindi mun ná frá upphafi vélaaldar skömmu eft- ir aldamótin 1900 og til loka síð- ari heimsstyrjaldar og hið þriðja frá 1946 og fram undir okkar daga. Tvíþætt verkefni „Þetta verkefni er í raun tvíþætt, annars vegar ritun sögu íslensks sjávarútvegs og hins vegar saga fiskveiða við Norður-Atlantshaf. Við veltum því lengi fyrir okkur hvernig best væri að standa að ritun hinnar alþjóðlegu sögu þannig að allar hlutaðeigandi þjóðir myndu fá næga athygli. Sú leið sem komumst niður á var að rituð yrði heildarsaga fiskveiða við Norður-Atlantshaf á ensku, en jafnframt yrði skrifuð sjávarút- vegssaga hvers lands á viðkom- andi tungumáli.“ - Á hvaða stigi er þessi sam- ræmda söguritun fiskveiða við Norður-Atlantshaf? „Í desember hittumst við á rit- stjórnarfundi og þar vænti ég að unnt verði að ganga frá samningi um útgáfu á fyrsta bindi heildar- sögunnar við útgefanda í Bret- landi og vonandi gæti það þá komið út á næsta ári. Við hugsum okkur að sjálf fiskveiðisagan rúmist í tveimur bindum og síð- Jón Þ. Þór, sagnfræðingur, hefur setið að skriftum undanfarin ár: Fyrsta heildstæða verkið um íslenskan sjávarútveg - og einnig er unnið að ritun fiskveiðisögu Norður-Atlantshafs Dr. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur, hefur sent frá sér fyrsta bindi verksins „Sjósókn og sjávarfang“, sem er yfirgripsmikið heildarverk um sögu ís- lensks sjávarútvegs. Aldrei áður hefur í slíka söguritun verið ráðist og því er hér um tímamótaverk að ræða. Reyndar má segja sem svo að rit- un íslenskrar sjávarútvegssögu sé aðeins hluti af stærra máli því jafn- framt er verið að skrifa fiskveiðisögu Norður-Atlantshafs og þar koma að sjálfsögðu margar þjóðir við sögu. Jón Þ. Þór leggur því mikla verki til sögu um íslenskar fiskveiðar. Skinnklæddir sjómenn við eina af gömlu ver- búðunum í Þorláks- höfn. Mynd: Þjóðminjasafn Íslands. 12

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.