Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 13

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 13
13 S A G A S J Á VA R Ú T V E G S I N S an verði fjallað um t.d. hafréttar- mál, hafrannsóknir og ríkisaf- skipti í sjávarútvegi í þriðja bind- inu.“ Fimmtán lönd koma við sögu - Hver skrifar endanlegan texta þessarar samræmdu fiskveiði- sögu? „Við höfum verið þrír; ég, Norðmaður og Kanadamaður, sem höfum skrifað inngangshluta bókarinnar þar sem við fjöllum um allt hafsvæðið og rekjum sögu fiskveiðanna í stórum dráttum. Við höfum skipt Norður-Atlants- hafi í fimm svæði. Í fyrsta lagi er það svæðið frá Biskajaflóa suður að Gíbraltar og um það skrifar Spánverji. Annað svæðið er Norð- ursjórinn og um hann skrifar Englendingur og sér til halds og trausts hefur hann Frakka sem skrifar um veiðar Frakka og Hol- lending sem kemur að þeim hluta sem lýtur að veiðum Hollendinga í Norðursjó. Norðmaður skrifar um norskt hafsvæði og Barentshaf og annar Norðmaður skrifar um veiðar Sama. Ég hef síðan yfirum- sjón með því svæði sem við köll- um Mið-Atlantshaf - Ísland og Færeyjar. Ég skrifa um íslensku söguna en Færeyingur um þá fær- eysku. Og loks skrifar Kanada- maður, búsettur í Halifiax, um hafsvæðin við Nýfundnaland, Kanada og Nýja England. Síðan verða sérkaflar um veiðar frum- byggja - indíána og eskimóa.“ Til marks um hversu viðamikil umrædd fiskveiðisaga er er rétt að halda til haga öllum þeim lönd- um sem koma við sögu: Kanada, Grænland, Ísland, Færeyjar, Nor- egur, Svíþjóð, Danmörk, Rúss- land, Bretland, Holland, Frakk- land, Belgía, Spánn, Þýskaland og Portúgal. - Er söguritun sem þessi ekki einsdæmi? „Jú, ég held að sé alveg óhætt að segja það. Ég þekki enga hlið- stæðu og satt best að segja held ég að þetta sé stærsta fjölþjóðlega verkefni í þessu veru til þessa og jafnvel í sagnfræði í heild.“ Sávarútveginn sem heild Eins og áður segir nær fyrsta bindi íslensku sjávarútvegssög- unnar yfir sögu árabáta- og þil- skipaútgerðar. „Í nóvember 1902 var fyrst sett vél um borð í fiski- bát hér á landi og við þau tíma- mót miða ég í fyrsta bindinu,“ segir Jón Þ. Þór. - Sumir kynnu að halda að nú þegar væri búið að skrifa þessa sögu, sbr. hið mikla rit Lúðvíks Kristjánssonar „Íslenskir sjávar- hættir“? „Nei, það er mikill misskiln- ingur. Lúðvík Kristjánsson var manna reiðastur þegar menn sögðu að hann væri búinn að skrifa sögu íslenskrar sjávarút- vegssögu. Það sem Lúðvík skrif- aði í „Íslenskum sjávarháttum“ var fyrst og fremst menningar- og þjóðháttasaga sjávarútvegsins, en ekki saga útgerðarinnar sem at- vinnugreinar. Ég fjalla um sjávar- útveginn í heild sinni og það mun ekki hafa verið gert áður.“ Í senn atvinnu- og menningarsaga - Það hefur væntanlega ekki reynst auðvelt verk? „Vissulega voru ýmsar hindran- ir sem þurfti að fara yfir. Ég hafði reyndar skrifað sögu Grindavíkur, Jón Þ. Þór, sagnfræðingur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.