Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 14

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 14
14 S A G A S J Á VA R Ú T V E G S I N S sem fyrst og fremst er sjávarút- vegssaga, og það sama má segja um sögu Ísafjarðar. Þessi vinna hjálpaði mér mikið til þess að takast á við þetta verk, en aðal- vandinn var að finna þá leið sem best væri að vinna eftir. Niður- staða mín var að lýsa útgerðinni og þróun hennar alveg frá land- námi. Sjávarútvegurinn á Íslandi er ekki bara atvinnu- eða hagsaga, saga hans er ekki síður menning- arsaga. Oft er ekki auðvelt að greina á milli sjávarútvegs og landbúnaðar. Íslenskt samfélag fyrri alda hvílir á þessum tveimur atvinnugreinum og mér hefur aldrei fundist rétt þegar menn eru að segja að önnur atvinnugreinin sé mikilvægari en hin. Og mér finnst líka misvísandi þegar menn eru að tala um íslenskt samfélag fyrri alda sem bænda- samfélag. Vissulega voru menn bændur, en þeir stunduðu sjóinn ekkert síður en landbúnað og voru þannig útvegsbændur. Ég leitast við að leggja áherslu á þýðingu þilskipaútgerðarinnar fyrir efnahagslega endurreisn þjóðarinnar og hún varð síðan enn frekar grundvöllur fyrir þróun sjávarútvegs á 20. öld. Það má orða það svo að skútuútgerðar- mennirnir hafi orðið fyrstu ís- lensku kapítalistarnir og sumir þeirra fóru síðan út í togaraút- gerð.“ Hákarlinn vanmetinn í sögunni Ein er sú fiskitegund sem er mjög vanmetin í sögunni, en skipti gríðarlega miklu máli í efnahags- legri þróun og uppbyggingu þjóðarinnar. Þetta er hákarlinn, sem við Íslendingar höfum veitt í aldir. „Elstu heimildir um há- karlaveiðar eru frá fjórtándu öld og þá var talað um hákarl í búri Hólastaðar. Á 17. og sérstaklega 18. öld var farið að veiða hákarl, fyrst og fremst vegna lifrarinnar. Á 19. öld færðist það í vöxt að evrópskar borgir voru lýstar upp að næturlagi og til þess var notast við hákarlalýsi. Borgirnar stækk- uðu og eftirspurnin jókst. Há- karlaveiðimenn fengu því alltaf hærra og hærra verð fyrir lýsið og afkoman var prýðileg. Þessi út- vegur stóð alveg framundir 1870, en árið 1861 kom fyrsti steinolíu- farmurinn frá Ameríku til Dan- merkur og steinolían kom smátt og smátt í stað hákarlalýsisins.“ Byrjaði árið 1995 Jón Þ. Þór segist hafa byrjað á ís- lensku sjávarútvegssögunni árið 1995. „Síðan hef ég verið að vinna að þessu fyrsta bindi, um leið og ég hef skrifað kafla í hina alþjóðlegu sögu. Sömuleiðis hef ég unnið að því að skrifa annað bindi sjávarútvegssögunnar, sem er langt komin og ég geri fastlega ráð fyrir að komi út á næsta ári. „Það sem var erfiðast í þessari vinnu var að finna „strúktúr“ eða línu sem ætti að vinna eftir. Þegar ég var síðan komin að niðurstöðu um hvernig best væri að byggja verkið upp, þá má segja að það sem á eftir kom hafi verið fyrst og fremst verið vinna og yfirlega.“ Sjávarútvegsráðuneytið hefur greitt kostnað við ritun sjávarút- vegssögunnar og segir Jón Þ. Þór að Þorsteinn Pálsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, hafi sýnt málinu mikinn áhuga. „Þorsteinn tók hugmynd um ritun sögunnar afskaplega vel og hann hafði frumkvæði að því að setja upp svokallað Rannsóknasetur í sjáv- arútvegssögu, sem mér var falið að vinna við. Ég fékk aðstöðu á Hafrannsóknastofnun og þar hef ég haft aðsetur við þessa vinnu þar til í sumar að ég flutti mig yfir í Reykjavíkurakademíuna. Árni M. Mathiesson, núverandi sjávarútvegsráðherra, hefur líka stutt vel og dyggilega við ritun sjávarútvegssögunnar og fyrir stuðning og velvild ráðherra er ég afar þakklátur.“ - Þetta hlýtur að hafa verið skemmtileg vinna? „Já, þetta hefur verið gríðarlega skemmtilegt verkefni og í kring- um það hefur alla tíð verið léttur andi,“ segir Jón og svarar þeirri spurningu játandi að hann skrifi söguna með það í huga að ungir sem aldnir hafi gaman af því að lesa hana. „Það er skoðun mín að við verðum að skrifa þannig að allir geti lesið og haft gagn og gaman af og það hef ég haft að leiðarljósi við ritun bókarinnar.“ Lýsisbræðsla á Oddeyri á Akureyri undir lok skútualdar. Mynd: Hapag-Lloyd AG. Hamborg/Minjasafnið á Akureyri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.