Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 16

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 16
16 M AT V Æ L A R A N N S Ó K N I R Slíkar surimiafurðir (surimi seafoods) eru framleiddar þannig að salti er bætt í próteinmassann og við hitun myndast sterkt gel. Öðrum efnum er einnig bætt saman við, þar á meðal litar- og bragðefnum. Það er mikilvægt að gera grein- armun á surimi og surimiafurð. Surimi er frystur próteinmassi með frystivarnarefnum og er not- að sem hráefni í framleiðslu á surimiafurð. Surimi hefur hingað til aðallega verið framleitt úr Ala- skaufsa eða öðrum hvítum fiski. Surimiafurðir, aðallega krabba- líki, hafa náð miklum vinsældum í Bandaríkjunum og Evrópu á undanförnum árum. Framleiðsla á surimi er þó langt frá því að vera ný af nálinni, því í Japan hefur þessi aðferð verið notuð í nokkur hundruð ár til að nýta sem best þann afla sem á land barst. Í hefð- bundinni surimigerð er afurð mótuð úr fersku surimi án fryst- ingar. Á mynd 1 er sýnt hvernig surimi og surimiafurð var fram- leidd áður fyrr. Í Japan er surimi upprunalega millistig við fram- leiðslu á „kamaboko“ sem í dag er dæmi um surimiafurð. Mikilvægt er að nota nýtt hráefni til fram- leiðslu á surimi og surimiafurð varð að mynda úr fersku, ófrystu surimi. Frysting skemmir próteinin og kemur í veg fyrir að gel myndist við hitun. Sú stað- reynd að einungis var hægt að nota glænýjan fisk og framleiða varð surimiafurð samdægurs gerði það að verkum að surimi var ein- ungis framleitt og selt í strand- héruðum Japans. Með aukinni vélvæðingu á fyrri hluta síðustu aldar og auknum rannsóknum síðar þróaðist síðan þessi japanski heimaiðnaður í það að verða stór- iðnaður á heimsvísu. Tvær ástæð- ur lágu einkum að baki þessari breytingu. Í fyrsta lagi hófst tog- aravæðing í Japan árið 1904 og með því varð öflun á fersku hrá- efni auðveldari. Í öðru lagi upp- götvuðu japanskir vísindamenn aðferð til þess að hægja á frost- skemmdum á surimi með því að nota frystivarnarefni, en helstu frystivarnarefnin eru sykur og sorbitol. Þetta varð til þess að iðnaðurinn gat komið sér upp birgðum af frosnu surimi, tryggt þannig framleiðslu allt árið um kring og flutningur á markað fjarri ströndinni varð mögulegur. Markaður Í dag eru tveir stærstu markaðirn- ir fyrir surimiafurðir í Japan og Suður-Kóreu. Á síðasta áratug hefur neyslan í Japan reyndar minnkað um 14% og um 15% í Suður-Kóreu. Þessi samdráttur er m.a. talinn stafa af þeirri efna- hagskreppu sem hófst í Asíu um 1997, en það er álit sérfróðra manna að eftir að ríkin hafa kom- ist út úr þessum efnahagsvanda muni surimimarkaðurinn í lönd- unum tveimur taka við sér að nýju. Ennfremur hefur slæmt efnahagsástand í Rússlandi bitnað á kóreskum surimiframleiðendum en þangað fluttu þeir áður fyrr mikið af krabbalíki. Vegna minnkandi sölu í Rússlandi brugðust surimiframleiðendur við með því að hækka verð á surimi heimafyrir en það varð aftur til að minnka neysluna. Í Japan eru helstu ástæðurnar fyrir minni surimineyslu aukin kjötneysla þar í landi og einnig hefur verð á surimiafurðum hækkað. Eftir að Bandaríkjamenn fóru að framleiða surimi á 8. áratug síðustu aldar jókst surimi mark- aðurinn þar í landi mjög mikið. Fyrir 1984 var framleiðslan mjög lítil en frá 1985 til 1990 tífaldað- ist markaðurinn í Bandaríkjun- um. Árið 1994 var hámarkinu náð en þá var framleiðslan 211 þúsund tonn en hefur síðan farið heldur minnkandi. Árið 1999 var framleiðslan rúm 180 þúsund tonn og hafði þá verið nánast óbreytt í nokkur ár. Lítil hefð hefur hins vegar verið í Evrópu fyrir neyslu á surimi. Frakkar hafa þó sýnt þessari fram- leiðslu vaxandi áhuga og flytja inn töluvert magn af frosnu surimi frá Japan, Kóreu og Bandaríkjunum. Þeir framleiða einnig sjálfir gervikrabba og ýms- ar fleiri afurðir. Franski markað- urinn hefur aukist mjög á síðustu árum og er talið að sá vöxtur muni halda áfram og jafnframt að Surimi: Er það eitthvað fyrir íslenskan fiskiðnað? Surimi er framleitt úr hökkuðu fiskholdi sem hefur verið þvegið með vatni og eftir situr próteinmassi. Próteinmassinn er frystur með frystivarnarefnum og kallast þá surimi. Úr surimi er hægt að framleiða margvíslegar af- urðir, t.d ýmiskonar krabba- og skelfisklíki og kannast ugglaust margir við að hafa séð slíkt „krabbakjöt“ á boðstólum í verslunum hér á landi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.