Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 20

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 20
Stjórnendur Ísfells-Netasölunnar ehf. og ICEDAN ehf. hafa ákveð- ið að hefja náið samstarf fyrir- tækjanna á sviði veiðarfæraþjón- ustu og sölu á útgerðar- og björg- unarvörum á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtæk- in hafa sent frá sér. Þar segir að frekari viðræður milli fyrirtækj- anna næstu vikurnar leiði í ljós framtíðarrekstrarform og sam- vinnu félaganna. Ísfell-Netasalan ehf. varð til fyrir rúmu ári við samruna Ísfells ehf., sem var stofnað 1992, og Netasölunnar ehf., en það fyrir- tæki átti fyrir um 35 ára sögu í sölu veiðarfæra. Ísfell-Netasalan ehf. hefur byggt upp mikla starf- semi á Fiskislóð í Reykjavík, en einnig er fyrirtækið meðeigandi í Netagerðinni Höfða ehf. á Húsa- vík Velta Ísfells-Netasölunnar árið 2002 er áætluð um 800 milljónir króna. ICEDAN ehf., sem var stofnað árið 1992, var sín fyrstu ár með heildsölu á útgerðar-, björgunar- og pökkunarlausnum. Fyrirtækið hefur undanfarin ár eflt starfsemi sína í veiðarfæragerð og rekur nú fjórar veiðarfærastöðvar hér á landi; á Akureyri, Sauðárkróki, í Þorlákshöfn og Hafnarfirði. ICEDAN rekur einnig dótturfé- lag í St. John´s á Nýfundnalandi sem þjónustar flotann undan ströndum Kanada og á Flæm- ingjagrunni. Velta ICEDAN árið 2001 var 970 milljónir króna. Í tilkynningu fyrirtækjanna segir að aukin samþjöppun út- gerðar á Íslandi hafi leitt til þess að þjónustuaðilar verði að leita hagræðingar í rekstri til að mæta auknum kröfum stærri og öflugri kaupenda. 20 F R É T T I R Sæplast hf. hefur fest kaup á verk- smiðju Icebox Plastico S.A á Spáni og tekur yfir rekstur hennar um áramót. Þessi verksmiðja tók til starfa um mitt ár 2001 og er vélbúnaður fyrirtækisins sem og húsnæði nýtt. Frá stofnun fyrirtækisins hefur verið unnið að sölu- og markaðs- setningu afurða en sölutekjur eru enn sem komið er litlar. Það er mat stjórnenda Sæplasts að með kaupum á Icebox sé félagið að styrkja stöðu sína á markaði í Suður-Evrópu þar sem markaður fyrir hverfissteyptar plastafurðir hefur stækkað mjög á undanförn- um árum. Þá telja stjórnendur Sæplasts að kaupin styrki al- mennt samkeppnisstöðu Sæplasts í Suður-Evrópu, en á Spáni er sagt gott samkeppnisumhverfi og verður framleiðslukostnaður í verksmiðjunni töluvert lægri en í núverandi verksmiðjum Sæplasts á Íslandi og í Noregi. Sæplast kaupir verksmiðju á Spáni Ísfell-Netasalan ehf. og ICEDAN ehf.: Aukið samstarf Ísgata hf. hefur keypt rekstur véladeild Atlas hf. og hefur þegar tekið við rekstrinum undir nafni Atlas ehf. frá og með 1. desember sl. Í tilkynningu frá Ísgata segir m.a.: „Ísgata hf. mun flytja starfsemi sína frá Hafnarfirði í Borgartún 24 í Reykjavík. Einnig mun dótt- urfyrirtæki Ísgata hf. og Injector Door AS., Injector Ísland ehf. flytjast í Borgartún 24. Ínjector Ísland ehf. er umboðsaðili fyrir Injector Door AS, sem framleiðir háþróuðustu og bestu toghlera sem framleiddir eru í heiminum í dag. Bæði fyrirtæki, Ísgata hf. og Atlas hf., hafa sérhæft sig í inn- flutningi og sölu á margs konar búnaði fyrir skip og báta svo og til fyrirtækja tengdra sjávarút- vegi. Fyrirtækin hafa umboð fyrir mörg þekkt fyrirtæki á þessu sviði og hefur Atlas hf. einnig umboð fyrir skipasmíðastöðvar í Póllandi og á Spáni.“ Helgi Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Ísgata, verður framkvæmdastjóri fyrirtækjanna. Ísgata festir kaup á véladeild Atlas hf. Ásgeir Valhjálmsson, sem stofnaði Atlas hf. fyrir rúmum þrjátíu árum, og Helgi Þórar- insson, framkvæmdastjóri Ísgata.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.