Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 24

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 24
24 F L U T N I N G A R Á undanförnum árum hefur þessi þjónusta þróast langt út fyr- ir Ísland. Flutningakerfi Eim- skips miðast við þjónustuþarfir sjávarútvegsins, út frá landfræði- legri staðsetningu sjávarútvegs- fyrirtækja, losunarstað og þörfum á flutningatækni. Út frá þessum forsendum hefur verið byggt upp þjónustukerfi, sem nær hringinn í kringum Ísland, og er öflugt á Nýfundnalandi í Færeyjum og Vestur- og Norður- Noregi. Losunarþjónusta á fimm stöðum Á Íslandi er boðin víðtæk þjón- ustu sem tengist flutningum á sjávarfangi. Eimskip er með los- unarþjónustu fyrir fiskiskip í Hafnarfirði, Ísafirði, Akureyri, Eskifirði og í Vestmannaeyjum. Í Reykjavík og Hafnarfirði er rekin frystigeymsluþjónusta. Geymslan í Reykjavík er mjög tæknivædd með færanleg hillu- kerfi og fullkomnum tölvubúnaði sem gerir það auðveldara að raða saman í gáma úr mörgum eining- um sem koma víðs vegar að af landinu. Geymslan í Hafnarfirði gegnir einnig svipuðu hlutverki, en auk þess er geymd frystivara þar til lengri tíma. Strandsiglingar Mánafoss, strandsiglingaskip Eimskips, siglir vikulega hring- inn í kringum landið auk þess sem áætlunarskip Eimskips sigla frá Reykjavík til Eskifjarðar á leiðinni til Norður-Evrópu. Flytj- andi hf. dótturfyrirtæki Eimskips er með daglegar ferðir vöruflutn- ingabifreiða landshorna á milli. Þjónustuhús í smíðum í Færeyjum Erlendis hefur þjónusta við sjáv- arútveginn verið byggð á þeirri reynslu sem unnist hefur af starf- seminni á Íslandi. Þar er þjónust- an við sjávarútveg kölluð TCC eða Temperature Controlled Cargo. Sú þjónusta er boðin með eigin flutningakerfum og í sam- starfi með öðrum. Sem dæmi má nefna að á Nýfundnalandi er boð- in frystigeymsluþjónusta í gegn- um fyrirtæki þar sem Eimskip er hlutaeigandi. Í Færeyjum og Noregi er frystigeymsluþjónusta veitt í gegnum geymslur sem eru í eigu samstarfsaðila. Um þessar mundir er Eimskip að byggja nýtt þjónustuhús í Tórshavn í Færeyjum, en þar hefur togaralos- un á vegum fyrirtækisins aukist töluvert. Áfram er unnið að því að betrumbæta þjónustu við við- skiptavini og á næstunni mun viðskiptavinum bjóðast beinteng- ing við Heimahöfn Eimskips í gegnum Netið. Flutninganet Eimskips: Þjónustukerfi byggt upp hér á landi og erlendis Sem leiðandi aðili í flutningaþjónustu fyrir sjávarútveg á Íslandi hefur Eimskip sérhæft sig í flutningum, geymslu og birgðahaldi á fiski og öðrum frysti- og kælivörum. Það hefur verið eitt af meginmarkmiðum Eimskips að veita fiskiðnaði við Norður Atlantshaf bestu fáanlega flutn- ingaþjónustu. Mánafoss, strandsigl- ingaskip Eimskips, sigl- ir vikulega hringinn í kringum landið auk þess sem áætlunarskip Eimskips sigla frá Reykjavík til Eskifjarð- ar á leiðinni til Norð- ur-Evrópu. Eimskip er með losunarþjónustu fyrir fiskiskip í Hafnarfirði, Ísafirði, Akureyri, Eski- firði og í Vestmannaeyjum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.