Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 27

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 27
27 Æ G I S V I Ð TA L I Ð un á að fyrr en vari fari kvótinn frá minni stöðunum og eftir standi tóm hús og atvinnulaust fólk. Guð- brandur segir þessa mynd málaða afar dökkum lit- um. „Menn verða að líta á hvernig við hjá Útgerðar- félaginu höfum verið að vinna á undanförnum árum. Við höfum komið að rekstri á minni stöðum og þá vísa ég til Jökuls á Raufarhöfn og Hólmadrangs á Hólmavík. Í báðum þessum tilfellum höfum við komið inn í rekstur fyrirtækja sem áttu erfitt upp- dráttar. Við byrjuðum á því að endurfjármagna fyrir- tækin og í kjölfarið efldist rekstur þeirra verulega. Á Hólmavík jókst veltan umtalsvert frá því sem áður var og Jón Alfreðsson, kaupfélagsstjóri, hefur sagt að ef við hefðum ekki komið að rekstri Hólmadrangs á sínum tíma hefði fyrirtækið fljótlega lent í miklum lausafjárerfiðleikum.“ Aukin framleiðni - fækkun starfa „Almennt tel ég að stærri félög með meiri fjárhags- lega burði séu mun hæfari til þess að takast á við þau vandamál sem minni byggðir landsins eiga við að etja. Við getum ekki frekar en aðrir haldið úti tap- rekstri, en í stóru fyrirtæki eins og ÚA erum við hins vegar á margan hátt betur í stakk búnir en lítil fyrir- tæki til þess að takast á við þau vandamál sem upp koma, einfaldlega vegna þess að við höfum yfir að ráða stórum hópi manna með mikla reynslu og þekk- ingu sem getur tekist á við krefjandi verkefni. Þjóðin gerir miklar kröfur til sjávarútvegsins um arðsemi og framleiðni, en með aukinni framleiðni fækkar störfum í greininni. Í ræðu Kristjáns Ragn- arssonar á aðalfundi LÍÚ nýverið kom m.a. fram að við upphaf kvótakerfisins hafi hérlendar útgerðir gert út 104 togara, en nú eru þeir 70, þar af eru nokkrir rækjutogarar sem ekki voru inni í heildartölunni árið 1984. Það sama hefur verið að gerast í uppsjávar- skipaflotanum sem og bátaflotanum. Fækkun skipa og báta hefur leitt til fækkunar starfa úti á sjó. Á sama hátt hefur störfum í fiskvinnslu í landi verið að fækka vegna þess að framleiðnin hefur aukist. Starfs- fólkið í landvinnslu er að búa til meiri verðmæti en það gerði áður og það er grundvöllur þess að unnt sé að borga því betri laun. Og sem betur fer hafa laun í fiskvinnslu verið að hækka. Þetta gerist á kostnað þess að störfunum fækkar, að langmestu leyti úti á landsbyggðinni. Spurningin er þá sú, hvort sjávarút- vegurinn eigi einn atvinnugreina að vera ábyrgur fyr- ir því að búa til störf úti á landi? Sem betur fer hafa orðið til ný störf í ferðaþjónustu á landsbyggðinni, en þar með er það líka sem næst upptalið.“ Mikilvægt að viðhalda gömlu félögunum Að undanförnu hefur verið unnið að viðamikilli sam- ræmingarvinnu vegna stofnunar sjávarútvegssviðs Eimskipafélagsins. Að mörgu er að hyggja, enda er hér um að ræða stærsta sjávarútvegsfyrirtæki lands- ins með milli 50 og 60 þúsund þorskígildi og um eitt þúsund manns í vinnu. „Skipulag fyrirtækisins er það sem við köllum samstæðuskipulag. Það er al- veg ljóst að öll þurfa þau þrjú fyrirtæki, sem eru hluti af sjávarútvegssviði Eimskipafélagsins, Útgerð- arfélag Akureyringa hf., Haraldur Böðvarsson hf. og Skagstrendingur hf., að sérhæfa sig til þess að ná fram þeirri hagræðingu sem er nauðsynleg í samein- „Ég tel að það sem sjávarútvegssvið Eimskipafélagsins kemur til með að fást við sé í grunninn það sama og við höfum verið að fást við hjá gömlu félögunum.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.