Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 30

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 30
30 Ný tækifæri innanlands og erlendis Samanlagður kvóti fyrirtækjanna innan sjávarútvegs- sviðs Eimskipafélagsins er um 11,2% af kvóta lands- manna og því er Brimir kominn upp undir kvóta- þakið svokallaða. „Fyrsta og mikilvægasta verkefnið er að ná utan um það sem félögin eru að gera í dag. Þegar við höfum náð því getum við farið að snúa okkur að því að vaxa og dafna og þá tel ég að við eig- um að horfa til nýrra tækifæra hér innanlands, t.d. í fiskeldi og líftækni. Ég tel líka einboðið að við horf- um til vaxtartækifæra erlendis. Við höfum raunar verið að fjárfesta erlendis, m.a. í þurrkunarverk- smiðju sem Laugafiskur kemur að í Færeyjum og ný- verið keypti ÚA útgerðarfyrirtækið Boyd Line í Bretlandi. Og einnig hefur HB fjárfest í Lettlandi. Ég tel ljóst að við munum byggja á þessum fjárfest- ingum erlendis og sækja enn frekar fram á því sviði á næstu árum.“ Varfærin skref í þorskeldi Fiskeldi hefur verið einn af þeim þáttum sem Út- gerðarfélagið hefur komið að á undanförnum árum. Lengi hefur félagið átt stóran hlut í Fiskeldi Eyja- fjarðar og nú um stundir er fjármálastjóri ÚA þar stjórnarformaður. „Að framtíð Fiskeldis Eyjafjarðar er nú verið að vinna og þar er ég nokkuð bjartsýnn á góða og jákvæða niðurstöðu. Við tökum líka þátt í þorskeldinu og leggjum áherslu á að menn fari í grunnrannsóknir til þess að afla nauðsynlegrar þekk- ingar áður en frekari ákvarðanir verði teknar. Við tökum þátt í stóra þorskeldisverkefninu með öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum og opinberum stofnunum. Ef við sjáum fram á að þorskeldið sé hagkvæmur kostur munum við örugglega einhenda okkur í það. Það er engin ástæða til þess að ala tvö þúsund tonn af fiski til þess að sjá hvort þorskeldið gangi, 20 eða 200 tonn ættu að duga á þessu stigi.“ Heldur um stjórnartaumana á Akureyri Auk þess að vera framkvæmdastjóri sjávarútvegssviðs Eimskipafélagsins mun Guðbrandur eftir sem áður verða framkvæmdastjóri ÚA. Sturlaugur Sturlaugs- son á Akranesi verður aðstoðarframkvæmdastjóri Brimis en Haraldur bróðir hans stýrir áfram HB á Akranesi. Þá verður Jóel Kristjánsson áfram fram- kvæmdastjóri Skagstrendings. Jón Hallur Pétursson, fjármálastjóri ÚA, verður fjármálastjóri sjávarútvegs- sviðs Eimskipafélagsins. Guðbrandur segist ekki sjá neina vankanta á því að stýra sjávarútvegssviðinu frá Akureyri. „Nú til dags er lítið mál að vera staðsettur á Akureyri þótt aðeins hluti starfseminnar sé hér. Fjarskiptatækni er gjörbreytt frá því sem áður var og fjarlægðir eru því afstæðar. Ef við Sturlaugur þurfum af einhverjum ástæðum að hittast og bera saman okkar bækur, þá tekur það aðeins fimmtíu mínútur, þ.e. þann tíma sem fer í flugferðina milli Akureyrar og Reykjavíkur.“ Í sjávarútveginum alla starfsævina Guðbrandur Sigurðsson hefur á einn eða annan hátt komið að sjávarútvegi alla sína starfsævi. Hann byrj- aði hjá SÍF og fór síðan yfir til Íslenskra sjávarafurða og vann m.a. að verkefnum á vegum þess fyrirtækis á Kamtsjatka austur í Rússlandi. Síðan lágu leiðir hans til Akureyrar til þess að taka við stjórnun ÚA. Starf stjórnanda stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, sem hið nýja félag innan Eimskipafélagsins er, er að sjálfsögðu tímafrekt og fjölbreytt. „Þetta er vissulega mikil vinna og ég hygg að margir upplifi það sama og ég að það er oft sáralítill munur á vinnu og prívatlífi. En í mínu tilviki er sjávarútvegurinn jafnframt áhugamál og því hef ég gaman af því að takast á við þau verkefni sem nú eru uppi á borðinu,“ segir Guðbrandur Sigurðsson. „Starfsfólkið í landvinnslu er að búa til meiri verðmæti en það gerði áður og það er grundvöllur þess að unnt sé að borga því betri laun.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.