Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 32

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 32
32 S A G A V I TA N N A Þegar betur er að gáð eiga vitar á Íslandi gagnmerka sögu og þetta nýja rit, sem er á fimmta hundrað blaðsíður í stóru broti, gefur góða mynd af henni. Í bók- inni er ítarlega fjallað um vita- skipin og þátt vitavarðanna, auk þess sem fjallað er um þá tækni sem vitarnir byggjast á. Þá er fjallað um byggingarlist hér- lendra vita og tengsl byggingar- stíls þeirra við strauma og stefnur í byggingarlist á hverjum tíma. Saga íslenskrar vitavæðingar má segja að hafi hafist á áttunda áratug 19. aldar þegar Reykjanes- vita var komið á fót og nokkrum árum síðar var farið að huga að uppsetningu fleiri vita á Faxaflóa- svæðinu og sömuleiðis varð um- ræða um hugsanlega vitavæðingu í Eyjafirði og sömuleiðis fyrir austan. Á næstu árum og áratug- um var markvisst unnið að upp- byggingu vita hringinn í kring- um landið, enda hér um að ræða mikilvæga þjónustu fyrir sjófar- endur. Aukin sjálfvirkni vitanna Aukin sjálfvirkni vitanna gerði það að verkum að unnt var að ná fram sparnaði í rekstri þeirra. Grípum sem snöggvast niður í bókina: „Virkjun sólarorkunnar til vitaljósa og aukin sjálfvirkni vitanna varð til þess að hægt var að leggja niður búsetu vitavarða á afskekktum vitastöðum. Sólar- orkunemar voru settir á Galtar- vita 1994 og árið eftir á Horn- bjargsvitann. Í raun hafði þá stað- ið svo um nokkurt skeið að veð- urtaka fremur en vitagæsla var meginforsenda fyrir búsetu vita- varða á staðnum og voru því sett- ar upp sjálfvirkar veðurstöðvar þegar hún var lögð niður þannig að Veðurstofa Íslands og lands- menn allir færu ekki á mis við veðurfarsupplýsingar frá þessum stöðum. Sólarorkuvæðing ljósvit- anna varð til þess að gera vita- reksturinn enn ódýrari en ella hefði verið þótt vissulega kostaði sitt að kaupa nýjan búnað í yfir 40 vita, en nú voru líka úr sög- unni ærnir erfiðleikar og kostnað- ur við gasflutninga. Óhætt mun að segja að góð reynsla hafi feng- ist af sólarorkubúnaðinum á þeim áratug sem hann hefur verið í notkun í vitum hérlendis því sjaldgæft er að hann bili, en í sumum tilvikum var ekki hægt að afla nægilega mikillar orku til að halda sama ljósstyrk með sólar- orkunni og gasið hafði leyft.“ Menningarsögulegt gildi Í „Vitum á Íslandi“ er ítarleg lýs- ing á hverjum og einum vita á landinu og birtar gamlar myndir Siglingastofnun: Gefur út yfirgripsmikið rit um vita á Íslandi „Vitar á Íslandi“ er heiti á gríðarlega umfangs- miklu riti sem Siglingastofnun hefur nýverið gefið út. Höfundar bókarinnar eru Guðmund- ur Bernódusson, fyrrverandi vitavörður á Galt- arvita, Guðmundur L. Hafsteinsson, arkitekt, og Kristján Sveinsson, sagnfræðingur. Hólmavíkurviti er kominn til ára sinna. Vitinn, sem var reistur árið 1914, er norskt áttstrent ljóshús úr járnsteypu. Myndir: Siglingastofnun/Guðmundur Bernódusson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.