Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 35

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 35
35 U M B Ú Ð A F R A M L E I Ð S L A Tempra hf. framleiðir frauðkassa SH-umbúðir: Merki vöxt í útflutn- ingi á ferskum fiski - segir Einar Már Guðmundsson, deildarstjóri „Ég vil segja að við höfum búið þennan möguleika til hér á landi á sínum tíma,“ sagði Sigvaldi H. Pét- ursson, tæknistjóri umbúðaframleiðslu Tempra hf., en fyrir- tækið framleiðir fjölda tegunda af ein- angrunarkössum úr frauðplasti fyrir út- flutning á ferskum fiski. Aukin eftirspurn Sigvaldi segir að aukin og jöfn spurn hafi verið eftir þessum um- búðum á undanförnum misser- um. „Á sínum tíma þegar fiskeldi byrjaði hér á landi vöknuðu menn upp við þann vonda draum að ekki voru til umbúðir til þess að flytja laxinn ferskan á markaði er- lendis. Í kjölfarið fóru menn að kynnast þessari umbúðatækni. Síðan reyndu menn að flytja ferskan fisk í pappakössum, sem gekk alla vega. Menn færðu sig síðan aftur í frauðplastið í aukn- um mæli,“ segir Sigvaldi. Fiskurinn er settur eftir kúnst- arinnar reglum í frauðkassana. Ís- aður laxinn er settur á mottu sem getur tekið þann raka sem fiskur- inn eða ísinn framleiðir í kassan- um og breytir í fast form. „Ferski fiskurinn er ísaður þannig að ísmottur eða gelmottur eru lagðar ofan á fiskinn til þess að fyrir- byggja að laust vatn kastist út úr kassanum í flugtaki og lend- ingu.“ Þróun í frauðplasti Sigvaldi H. Pétursson segir að mikil þróun hafi átt sér stað í þessari umbúðaframleiðslu. „Einnig hefur orðið mikil þróun í húsunum, þ.e. að menn eru orðn- ir meðvitaðir um meðferð á fisk- inum. Menn átta sig á því að fisk- urinn verður að fara kældur ofan í kassana. Ef hann fer ekki kaldur í kassana er ekki unnt að kæla hann í þeim,“ segir Sigvaldi. Tempra hf. varð til við samruna Húsaplasts í Kópavogi og Stjörnusteins í Hafnarfirði. Við samrunann varð til stærsta fyrir- tækið á sínu sviði á Íslandi í dag, með yfir 60 ára sameiginlega reynslu af framleiðslu úr EPS, (Expandable Polystyrene - frauð- plasti.) SH-umbúðir eru til húsa að Héðinsgötu 2 í Reykjavík. Fyrirtæk- ið hefur lengi fram- leitt umbúðir fyrir sjávarútveginn og annast ýmsa aðra þjónustu við atvinnu- greinina. „Við erum eingöngu í sölu um- búða fyrir sjávarútveginn og höf- um verið að þjónusta fjörutíu frystitogara og fimmtíu fisk- vinnslur bæði hér heima og er- lendis,“ segir Einar Már Guð- mundsson, deildarstjóri hjá SH- umbúðum. Einar Már segir að samkeppnin á þessum markaði sé mikil og hún sé alltaf að aukast. „Við erum að selja pappakassa, plast og allar rekstrarvörur til þess að vinna fisk,“ segir Einar Már. „Það er engin spurning að þessa dagana er mikill vöxtur í útflutningi á ferskum fiski, mér heyrist margir vera að færa sig í auknum mæli yfir í hann,“ segir Einar Már og upplýsir að SH-umbúðir vinni að því að mæta óskum viðskiptavina vegna aukningar í útflutningi á ferskum fiski „Menn átta sig á því að fiskurinn verður að fara kældur ofan í kassana. Ef hann fer ekki kaldur í kassana er ekki unnt að kæla hann í þeim.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.