Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 36

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 36
36 S A L A S J Á VA R A F U R Ð A Á þessum tíma árs er oft minnk- andi framboð á þorskafurðum inn á Bretlandsmarkað, sem má m.a. rekja til þess að mörg skip eru búin að veiða upp í sínar afla- heimildir í Barentshafi. Einnig hefur bann við þorskveiðum í Eystrasalti og umræðan um hugs- anlegt þorskveiðibann í Norður- sjónum töluvert að segja í þessum efnum. „Okkar sjófrysti fiskur fer fyrst og fremst á þennan svokallaða „Fish and chips“ markað. Eins og fólk þekkir er rík hefð hjá Bret- um fyrir neyslu á fiski sem skyndibitamat og á því hefur lítil breyting orðið,“ segir Gústaf. Sjófrystar bolfiskafurðir og kaldsjávarrækja Seagold Limited annast sölu sjó- frystra afurða frá skipum Sam- herja. Einnig selur fyrirtækið af- urðir af Akrabergi, sem Framherji í í Færeyjum gerir út, Norma Mary, sem Onward Fishing í Skotlandi gerir út, og auk þess selur Seagold sjófrystar afurðir af skipum Deutsche Fischfang Union í Þýskalandi. Ásamt Royal Greenland sér Seagold einnig um sölu á rækju- afurðum Samherja í Bretlandi. „Bretland er langstærsti markað- urinn fyrir kaldsjávarrækju. Okk- ur hefur gengið ágætlega að selja rækjuna, en þetta er fyrst og fremst spurning um verðið. Rækjumarkaðurinn hefur verið nokkuð erfiður og hann virðist ekki vera að stækka.“ Úr miðbæ Hull til Hassle Seagold Limited var stofnað árið 1996 og hefur allt frá stofnun haft aðsetur í miðbæ Hull. Ný- verið flutti skrifstofan sig um set og er nú í skrifstofuhúsnæði í útbæ Hull, sem heitir Hessle. Gústaf Baldvinsson segir að ný staðsetning skrifstofunnar hafi ýmsa kosti í samanburði við mið- bæ borgarinnar þar sem oft er erfitt að fá bílastæði. Í Hessle er aðgengi fyrir starfsfólk og við- skiptavini mun betra en áður. Í hjarta Humberside svæðisins Gústaf segir gríðarlega mikilvægt að vera með söluskrifstofu á þessu svokallaða Humberside svæði í Bretlandi. „Já, það er mjög mikil- vægt. Skipin koma hingað inn og hér eru frystigeymslur fyrir fisk- inn. Héðan er afurðunum dreift og hér er fjöldi virkra kaupenda. Hull og Grimsby eru miðpunkt- urinn í sölu og dreifingu á fiski í Bretlandi og því tel ég lykilatriði að vera með skrifstofu hér og ná þannig góðu og persónulegu sam- bandi við viðskiptavinina,“ segir Gústaf Baldvinsson. Íslenskur fiskur hefur ákveðna gæðaímynd Gústaf segir engan vafa á því að Íslendingar standi sterkir að vígi í sölu á sjófrystum afurðum í Bretlandi. „Gæðalega stöndum við mjög vel og það hefur að sjálfsögðu mikið að segja,“ segir Gústaf. „Íslenskur fiskur hefur tvímælalaust ákveðna gæðaí- mynd hér, hann þykir feitari en fiskur úr t.d. Barentshafi. Og það er engin spurning að ýsan af Ís- landsmiðum hefur ákveðið for- skot í gæðum á ýsuna úr Barents- hafi. Við höfum verið að selja hér á milli 6 og 7 þúsund tonn af sjó- frystum afurðum á ári og mér sýnist að vegur þeirra muni aukast á næstu árum. Við vildum þó gjarnan sjá hér einhverja hækkun á sjófrystum afurðum á markaði og ég tel að það muni gerast ef áfram heldur að draga úr framboðinu,“ segir Gústaf Bald- vinsson. Seagold Limited er með söluskrifstofu í Hessle í útjaðri Hull: Góður gangur í sölu sjófrystra afurða Seagold Limited selur meðal annars sjófrystar afurðir skipa Samherja. Hér er eitt þeirra, Björgvin EA, við bryggju á Dalvík í byrj- un nóvember. Seagold Limited er með aðsetur í Hessle í útjaðri Hull. „Starfsemi Seagold Limited hefur gengið mjög vel. Við höfum selt sjófrystar afurðir frá Sam- herja inn á markað hér í Bretlandi, sem er stærsti markaðurinn fyrir þessar afurðir. Velt- an hefur vaxið ár frá ári og farið upp í um 25 milljónir punda á ári. Í augnablikinu er hér mikil spurn eftir þorski, enda er haustið alltaf góður tími fyrir sölu á þorskafurðum,“ segir Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Sea- gold og sölu- og markaðsstjóri Samherja.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.