Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 43

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 43
43 tekist til með útlitið. Byggingin er falleg sem er ekki sjálfgefið með svona stórar geymslur.“ Arktitektastofan Yrki hannar bygginguna en um burðarþol og lagnir sér verkfræðistofan Hönn- un. Frystikerfi hafa umsjón með vélarbúnaði og Samey annast raf- lagnir. Línuhönnun hefur með höndum eftirlit fyrir hönd Sam- skipa. Ný landfylling bætir löndun- arþjónustu Fyrsti hluti endurbótanna á hafn- arsvæðinu var ný landfylling sem hefur gert það að verkum að við- legukantar eru lengri og löndun- araðstaða félagsins er betri. Af- kastageta við löndun hefur aukist og geta Samskip nú með góðu móti afgreitt fjóra togara í einu á Holtabakka og Vogabakka. Nýja landfyllingin á hafnar- svæði Samskipa hefur sem fyrr segir gjörbylt löndunaraðstöðu fé- lagsins. Landfyllingarsvæðið er alls 22.794 fermetrar. Hluti land- fyllingar er lenging á Vogabakka um 155 metra. Samtals eru því viðlegukantar hjá Samskipum orðnir 495 metrar. Í framhaldi af þessum fram- kvæmdum fluttu Samskip aðal- viðlegukant frá Holtabakka yfir á Vogabakka. Þar er dýpi meira en við Holtabakka, eða 8,5 metrar og viðlega lengri, eða 355 metrar. Það hentar vel fyrir togara og önnur fiskiskip. Mikil umferð er jafnan af togurum á hafnarsvæð- inu og landa þeir bæði í frysti- geymslu Ísheima og frystigáma. Með landfyllingunni fékkst einnig hagkvæmara svæði fyrir gámavöll. Svæðið er breiðara en eldri gámavöllurinn og eru gáma- stæðurnar nær bryggjunni sem eykur afköstin við lestun og losun á gámaskipum félagsins. Á land- fyllingunni er hægt að geyma rúmlega 2.500 tuttugu feta gámaeiningar. Fyrstu gámarnir voru færðir út á uppfyllinguna í septemberbyrjun. Þriðji hluti framkvæmdanna á hafnarsvæði Samskipa er 25.000 bretta vöruhús sem áætlað er að byggja á svæðinu fyrir ofan gáma- völlinn og Ísheima. Þangað yrði flutt starfsemi allra annarra vöru- húsa Samskipa við Vogabakka. Framhlið- Ísheima. Mynd: Yrki arkitektar/Hönnun hf.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.