Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 44

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 44
44 K Æ L I T Æ K N I Nýr plötufrystir um borð í Þór HF-4 „Okkar helstu viðskiptavinir eru frystitogarar, fiskvinnslur og slát- urhús. Nefna má sem dæmi að nýverið kom Þór HF-4, togari Stálskipa í Hafnarfirði, úr sinni fyrstu veiðiferð undir flaggi nýrra eigenda. Við sáum um þær breyt- ingar sem voru gerðar á frystikerfi skipsins áður en það fór á veiðar. Í stað tveggja láréttra plötufrysta sem voru áður í skipinu settum við nýjan 60 pönnu plötufrysti frá DSI um borð. Einng var bætt við plötum í láréttu frystana sem fyr- ir voru í skipinu og þeir þannig stækkaðir. Frystirinn sem settur var um borð uppfyllir öll skilyrði sem krafist er í matvælafram- leiðslu. Ramminn á frystinum er úr lokuðum prófílum, heitgalvan- iseruðum, plöturnar eru úr sjó- þolnu áli, en kælimiðilsslöngur, glussakerfi og glussatjakkar úr ryðfríu stáli,“ segja vélfræðing- arnir Jón Valdimarsson og Vé- steinn Marinósson hjá Frystikerfi. Krapaísvélar frá Ziegra Þeir segja að í allri matvælafram- leiðslu sé sífellt lögð ríkari áhersla á kælingu á fyrri vinnslustigum. Þetta eigi ekki síður við í vinnsluskipunum en í landi. „Þar höfum við fylgt á eftir og bjóðum mönnum nú krapaísvélar frá Zi- egra, sem hafa þann kost að geta framleitt krapa í mismunandi þykkt, eftir óskum hvers og eins og við saltinnihald frá 0,7%-4%. Þá framleiðum við ís úr sjó og ís úr ferskvatni, allt með sömu vél- inni. Við settum fyrstu vélina um borð í Helgu Maríu AK-16 á sl. ári og fylgdumst svo grannt með framvindu hennar. Menn voru mjög ánægðir með útkomuna og nú fyrir skömmu settum við aðra niður í Vigra RE-71. Þessar krapavélar munu án efa henta mörgum fiskvinnslum, smáum sem stórum, sem gætu þá t.d. nýtt krapann á daginn meðan á vinnslu stendur og framleitt svo ís á lager yfir nóttina. Við getum ekki annað en horft með bjartsýni til þessa hluta greinarinnar miðað við þau viðbrögð sem við fengum við sýningarvél sem við höfðum á sjávarútvegssýningunni í Kópa- vogi í byrjun september,“ segja þeir félagar. Frystigeymsla Samskipa „Meðal þess sem er framundan getum við nefnt að Samskip hf. eru nú að ganga frá samningum um nýja 11 þúsund rúmmetra frystigeymslu, Ísheima II, á at- hafnasvæði sínu í Reykjavík. Þessi geymsla er ætluð til lönd- unar á stórum og minni förmum úr uppsjávarveiðiskipum og verð- ur aflanum þá ekið með lyfturum beint úr skipunum í frysti- geymsluna. Í þessu stóra verkefni munum við sjá um afgreiðslu á frystikerfi sem og uppsetningu þess,“ segja Jón og Vésteinn hjá Frystikerfi ehf. Frystikerfi ehf.: Sjá um þjónustu á öllum gerðum frysti- og kælibúnaðar Vélfræðingarnir hjá Frystikerfi ehf., Jón Valdimarsson (t.v.) og Vésteinn Marinósson. Mynd: Sverrir Jónsson Frytikerfi ehf. annast þjónustu á öllum gerðum frysti- og kælibúnaðar. Fyrir- tækið, sem hefur starfsstöðvar í Reykja- vík og á Ísafirði, ann- ast hönnun, sölu og uppsetningu á frysti- og kælibúnaði fyrir matvælaframleiðend- ur. Frystikerfi ehf. tók til starfa 1. október 1997.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.