Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 47

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 47
47 F I S K I R A N N S Ó K N I R t.d. humar- og rækjuveiðum og netaveiðum eins og fyrr er getið. Honum er jafnan hent fyrir borð aftur og því ekki um neina nýt- ingu að ræða, eða í það minnsta er hún í lágmarki. Eitt af mark- miðum þessarar rannsóknar var að meta hlutfall nýtanlegra gadda- krabba sem fást sem aukaafli við humarveiðar. Gögnum um gaddakrabba var safnað árin 1994-2000 í leiðöngrum Haf- rannsóknastofnunarinnar sem farnir eru árlega í maí til humar- rannsókna við suðvestur- og suð- urströndina (frá Lónsdýpi og vest- ur í Jökuldýpi). Allur gadda- krabbi sem veiddist var mældur á skjaldarbreidd, þyngdarmældur og kyngreindur. Alls veiddust 1872 gaddakrabbar á þessum sjö árum sem rannsóknir hafa farið fram eða 1381 hængar og 491 hrygnur. Veiðisvæðunum var skipt í þrennt eða Vestursvæði, Miðsvæði og Austursvæði. Nýt- anleg stærð gaddakrabbans mið- ast við 600 grömm, þ.e. að gaddakrabbi þyngri en 600 g þótti nýtanlegur. Hængarnir voru að meðaltali stærri og þyngri en hrygnurnar og mældust á lengd- arbilinu 56-105 mm, en hrygnur á bilinu 51-90 mm. Stærsti hængurinn mældist 122 mm, en stærsta hrygnan 110 mm. Skjald- arbreidd hrygna mældist sjaldan meiri en 100 mm. Þyngd þeirra var mest á bilinu 100-500 grömm og þyngsta hrygnan var 828 g, en sú léttasta var 20 g. Hængarnir voru á þyngdarbilinu 100-800 g, sá þyngsti var 1371 g og sá léttasti 11 g. Dreifing krabbans var mismun- andi eftir svæðum og fékkst t.d. mest 31 krabbi í einu hali, en sjaldnast veiddust yfir 20 krabbar í togi. Einnig var munur á veiði hrygna og hænga og yfirleitt fékkst meir af hængum. Hlutfall hrygna með egg var einnig breytilegt eftir árum og var t.d. engin hrygna með egg árin 1997- 2000. Mest var hlutfall hrygna í veiðinni árið 1999 eða 30% en hin árin var hlutfallið á bilinu 12-20%. Nýtanleiki krabbanna eftir stærð var kannaður og kom í ljós að 14% krabbanna eða 267 stk. náðu nýtanlegri þyngd (600 grömm) og var megnið hængar eða 97%. Ef skoðað er hversu mikið reyndist nýtanlegt á hverju ári kemur í ljós að hlutfallið er í kringum 10-18%. Árið 1997 sker sig úr hvað þetta varðar en þá var hlutfallið 25%. Í rannsókn frá Austur-Grænlandi eru nýting- artölur mun hærri eða 37%. Stærstu tröllakrabbarnir allt að 2 kg að þyngd Tröllkrabbi (Chaceon affinis) er stærstur þeirra krabba sem lifa í sjónum við Ísland eins og fyrr segir og minnst er vitað um hér við land og þótt víðar væri leitað fanga. Hann finnst yfirleitt á miklu dýpi eða allt niður á 2-300 faðma. Hann finnst djúpt undan suður- og suðausturströnd Íslands í Háfadjúpi, Skeiðarárdjúpi, Breiðamerkurdjúpi, Hornafjarð- ardjúpi og Lónsdjúpi og hefur að- allega fengist í humartroll og nú síðar í skötuselsnet. Tröllkrabbi finnst einnig suður af Rockall, við Azoreyjar og víðar um heim. Hængarnir eru að venju töluvert stærri en hrygnur og getur skjaldarlengd hængsins farið upp í 150 mm en breidd hans 170 - 180 mm. Að framan er skjaldar- röndin sett fimm tönnum hvor- um megin við skjaldarnefið og er því góð tegundagreining. Stærstu krabbarnir geta verið um 2 kg að þyngd. Mökun, hrygning, frjógv- un, klak og skelskipti samfara lirfustigum á sér stað með svipuð- um hætti og hjá frændum þeirra sem áður hefur verið minnst á. Heimildir: Christiansen Marit E. 1969. Bestemmel- sestabell over Crustacea Decapoda. Universitetsforslaget Oslo- Bergen-Tromsö. Hufthammer,M.K. 1996. Utbreiing, mengde. bestandsstruktur, reproduksjon og ernæring hos trollkrabbe (Lithodes maja). Hovedfagsoppgave i marinbiologi,Universitetet i Bergen IFM. 53p Sólmundur Tr. Einarsson. 1976. Tvær nýjar krabbategundir (Decapoda) við Ísland. Náttúrufræðingurinn, 46,37-39. Sólmundur Tr. Einarsson.1996. Nokkrar krabbategundir við Ísland. Lífríki sjávar. Námsgagnastofnun-Hafrannsóknastofn- un. 9 s. Squires Hubert J. 1990. Decapod Crustacea of the Atlantic coast of Canada. Canadian Bullitin of Fisheries and Aquatic Sciences 221. Woll A.K.1995. Forsök med garn og teiner ved Öst-Grönland 1995. Möreforskningrapport.Ålesund. 151.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.