Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 48

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 48
48 H R A Ð F I S K I B Á TA R Plastverk Framleiðsla ehf. í Sandgerði hefur hannað og þróað hraðfiskibát sem hef- ur fengið smíðanafn- ið „Örninn“. Bátur- inn er svokölluð tví- bytna með „skíði“ niður með síðunum sem gerir það að verkum að hann er mjög stöðugur, rás- fastur og lipur og þægilegur. Plastverk Framleiðsla ehf. hefur þegar lokið við smíði á fyrsta bát- inum af þessari gerð og er hann 9,63 metrar að lengd og 3,50 m að breidd. Einnig er unnt að fá bát sem er 12,63 metrar að lengd. Fyrsti „Örninn“ er með 8,3 l 430 hestafla Cummings vél og er ganghraðinn allt að 29 sjómílur. Undir lestinni er 989 lítra rúst- frír olíutankur og 150 lítra vatns- tankur er undir lúkar. Gott pláss er í vélarrúmi og þægilegt að komast að vélinni. Báturinn ber um 11 tonn í lest, auk þess sem gott rými er á dekk- inu. Í lest er pláss fyrir ellefu 660 lítra ker og fjögur 380 lítra ker. Þróunarvinna í hálft annað ár Fyrirtækið Plastverk á sér margra áratuga sögu í Sandgerði, en árið 1999 keyptu þeir bræður Gústaf Adolf og Ólafur Ólafssynir fyrir- tækið og breyttu nafni þess í Plastverk Framleiðsla ehf. „Ég er menntaður járniðnaðar- maður og er síðan með réttindi til að vinna trefjaplast. Við höfum mest verið í því að gera við fiski- báta, auk þess sem við smíðum ýmsa hluti úr trefjaplasti. Síðan fórum við út í að þróa þennan nýja bát, sem ég tel að mörgu leyti einstakan í þessari stærð báta. Í það minnsta er mér sagt að báturinn sé sá eini sinnar tegund- ar hér á landi og byltingarkennd- ur í hérlendum trefjaplastbáta- flota. Í upphafi keyptum við skrokka af ákveðinni bátategund, gerðum breytingar á henni og tókum síðan mót. Þetta ferli tók hálft annað ár og var auðvitað mjög kostnaðarsamt,“ segir Gúst- af Adolf. Óvenju stöðugur Gústaf segir að byggingarlagið á „Erninum“ geri það að verkum að hann sé mjög stöðugur „og ég fullyrði að hann er óvenjulega stöðugur miðað við bát af þessari stærð.“ Nú þegar er búið að sjó- setja fyrsta „Örninn“ og fara í nokkra túra á honum til þess að kynna hann fyrir smábátasjó- mönnum. „Trillukarlarnir halda varla vatni af hrifningu. Þessi við- brögð styrkja okkur í því að við höfum gert rétt í hönnun á bátn- um,“ segir Gústaf og bætir við að næsta skref sé að kynna og mark- aðssetja bátinn, en framhaldið segir hann að ráðist töluvert af því hvernig gangi að selja þennan fyrsta bát. „Við bjóðum bátinn án fiskileitartækja, því smekkur manna í þeim efnum er afar mis- jafn,“ segir Gústaf. Heildarkostnaður við smíði á þessum fyrsta báti af gerðinni „Örninn“ auk þróunar- og hönn- unarkostnaðar er samtals um 25 milljónir króna, sem Gústaf seg- ist fúslega viðurkenna að sé stór biti fyrir ekki stærra fyrirtæki að kyngja. „Ég þarf að fá um 18 milljónir fyrir þennan fyrsta bát,“ bætir Gústaf við. Plastverk Framleiðsla ehf. í Sandgerði: Hefur hannað og smíðað nýja tegund hraðfiskibáta Örninn er tvíbytna með „skíði“niður með síðunum, sem gerir það að verkum að hann er mun stöðugri en ella. „Viðbrögð styrkja okkur í því að við höfum gert rétt í hönnun á bátnum,“ segir Gústaf Adolf Ólafsson hjá Plast- verki.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.