Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 49

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 49
49 Barngóður eiginmaður Læknirinn: Mér líkar ekki útlitið á manninum þínum. – Ekki mér heldur, en hann er góður við börnin! Ein ósk Siggi og Gunna höfðu verið gift í 25 ár og héldu nú sameiginlega sextugsaf- mælisveislu. Meðan á veislunni stóð kom álfkona til þeirra og tilkynnti þeim að hún ætlaði að veita þeim eina ósk af því að þau hefðu verið svo lengi gift og elskuleg hvort við annað. Gunna hafði ákaflega gaman af að ferð- ast svo að hún óskaði sér lúxusferðar umhverfis jörðina. Álfkonan sveiflaði töfrasprotanum og samstundis stóð Gunna með farseðilinn í höndunum. Siggi hugsaði sig lengi um og sagði svo, ofurlítið vandræðalegur: – Ja, ég ... mig langar nú bara að fá konu sem er þrjátíu árum yngri en ég. Aftur sveiflaði álfkonan töfrasprotan- um, - og Siggi var orðinn níræður! Það tólfta Addi fór á skellinöðrunni sinni til prestsins til að biðja hann að skíra tólfta barn þeirra hjóna. Það var bæði rok og rigning og hann átti í erfiðleikum með að halda hjólinu á veginum. Meðan hann þrælaðist móti veðrinu var hann að velta því fyrir sér hvað presturinn myndi segja þegar hann kæmi til hans. Hann var ofurlítið heyrnarsljór og reyndi þess vegna að gera sér í hugar- lund hvernig samtalið myndi verða. Já, hugsaði hann, þegar ég kem til prestsins spyr hann mig áreiðanlega hvernig í ósköpunum mér detti í hug að vera á skellinöðru í þessu veðri. Loks kom Addi að prestssetrinu, gekk frá hjólinu og bankaði. Prestur kom til dyra. Þeir heilsuðust og prestur bauð Adda inn. – Jæja, Addi minn, sagði prestur, – hvernig í ósköpunum fóruð þið nú að því að eignast tólf börn? – Ja, sagði Addi, – ég dró nú bara húf- una niður fyrir eyru og kýldi á það! Verksvit – Hefurðu heyrt um Dalvíkinginn sem ætlaði að strauja gardínurnar fyrir jól- in? – Ne ...ei ... – Hann datt út um gluggann! Samanburður Jón bifvélavirki var að skipta um ventla í bíl. Þá kemur þekktur hjartaskurð- læknir inn á verkstæðið og fer í biðröð- ina við afgreiðsluborðið. Jón þekkti lækninn og kallaði hátt: – Sæll, Finnur! Komdu hérna aðeins! Læknirinn varð dálítið undrandi en fór til Jóns þar sem hann var að vinna við bílinn. – Jæja, læknir, sagði Jón og brýndi raustina, – eins og þú sérð þá tek ég lokurnar úr hjarta sjúklingsins, slípa þær og skipti um eftir þörfum, og þeg- ar ég er búinn þá fer allt í gang og er eins og nýtt. Ég er þess vegna að velta því fyrir mér hvort það sé réttlátt að þið læknarnir þéni svona miklu meira en við bifvélavirkjarnir. Hvað segir þú um það? Læknirinn hugsaði sig aðeins um, leit í kringum sig og sagði: – Prófaðu að gera þetta með vélina í gangi! Ekki stór – Bróðir þinn er ekki sérlega stórvax- inn. – Nei, en hann er líka bara hálfbróðir minn! Enn verra Tveir smáguttar lágu í rúmum sínum og biðu fyrir framan skurðstofuna. Annar þeirra hallar sér í átt að hinum og spyr: – Hvað á að fara að gera við þig? – Taka úr mér hálskirtlana og ég kvíði dálítið fyrir, svarar hann. – Blessaður vertu, þú þarft nú ekki að kvíða fyrir því. Hálskirtlarnir voru teknir úr mér þegar ég var fjögurra ára. Ég sofnaði bara og vaknaði aftur eins og ekkert hefði gerst. Svo fékk ég helling af ís og hlaupi. Þú mátt bara hlakka til. – Fínt! sagði hinn, - en hvað á að gera við þig? – Umskera mig. – Æi, nei! Ég var umskorinn þegar ég fæddist og gat ekki gengið í heilt ár á eftir! Sá hættulegi – Ég ætla að kaupa skammbyssu. – Á hvað mikið? – Fimm manns! Sá iðni – Hvenær byrjaðir þú að vinna hérna? – Þegar verkstjórinn hótaði að reka mig! Sú gamla – Í minni sveit er kona sem fæddist 1859. – Það getur ekki verið. – Eigum við að veðja? Ég skal veðja fimmþúsundkalli. – OK mín vegna. – Komdu bara og sjáðu. Það stendur á legsteininum hennar! Nunnur í síðdegisgöngutúr Tvær nunnur voru í síðdegisgönguferð. Önnur þeirra var kölluð Systir Tölvís af því að hún var svo stærðfræðilega sinn- uð en hin Systir Rökvís af því að hún var svo rökföst. ST: Sérðu manninn sem er að elta okk- ur? Guð má vita hvað hann vill! SR: Það er nú alveg rökrétt. – Hann ætlar að nauðga okkur! ST: Æ, nei – en miðað við hvað hann er stutt á eftir okkur þá nær hann okkur á minna en kortéri. Hvað eigum við að gera? SR: Það eina rökrétta sem við getum gert er – að herða gönguna. ST: Það þýðir ekkert. SR: Auðvitað þýðir það ekkert! Hann gerir það eina rökrétta – herðir líka gönguna! ST: Já, en hvað getum við eiginlega gert? Hann nær okkur eftir tíu mínút- ur. SR: Það eina rökrétta sem við getum gert er að fara hvor í sína áttina. Þú ferð þessa leið og ég fer þessa leið (bendir). Hann getur ekki elt okkur báðar. Maðurinn tók þann kostinn að elta Systur Rökvís en Systir Tölvís kemst heilu og höldnu heim í klaustrið. Hún hafði miklar áhyggjur af Systur Rökvís, sem birtist að drykklangri stundu lið- inni. ST: Systir Rökvís! Guði sé lof! Segðu mér, – hvað gerðist? SR: Það gerðist auðvitað það eina rök- rétta. – Maðurinn gat ekki elt okkur báðar svo að hann elti mig. ST: Já, já, það veit ég vel! (Svolítið öf- undsjúk) En hvað gerðist svo? SR: Það eina rökrétta. – Ég fór að hlaupa eins hratt og ég gat og maður- inn fór líka að hlaupa eins hratt og hann gat. ST: Og hvað svo? Hvað gerðist svo? SR: Það eina rökrétta. – Hann náði mér! ST: Ó, nei! Og hvað gerðir þú? SR: Það eina rökrétta. – Ég tók upp um mig kjólinn! ST: Ó, nei, Systir! Hvað gerði maðurinn þá? SR: Það eina rökrétta. – Hann tók nið- ur um sig buxurnar! ST: Ó nei, nei! Og hvað gerðist svo? SR: Ja, það er nú alveg rökrétt. – Nunna sem er með kjólinn upp um sig getur hlaupið hraðar en maður með buxurnar á hælunum ...! P L O K K F I S K U R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.