Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2002, Side 5

Ægir - 01.01.2002, Side 5
Róbert fer yfir sviðið Róbert Guðfinnsson tók við stjórnarformennsku hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna fyrir um þremur árum. Töluverður hvellur varð í tengslum við þetta stjórnarkjör og e.t.v. hafa ekki öll sár gróið enn. Í ítarlegu Ægisviðtali rifjar Róbert upp baráttuna um stjórnarformennskuna í SH, hann fjallar um Þormóð ramma- Sæberg, tekur púlsinn á stöðu sjávarútvegsins nú um stundir og framtíðarhorfum. Örn skrifar um stöðu smábátaútgerðar Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, ræðir í pistli mánaðarins um stöðu smábátaútgerðarinnar, einkum beinir hann sjónum að dagróðrabátunum. Þurfum að vinna okkar heimavinnu Mikil þorskeldisbylgja virðist vera farin af stað hér á landi. Snemma í janúar var mjög fjölmenn þorskeldisráðstefna á Akureyri og nú er hafið víðtækt rannsóknaverkefni í þorskeldi. Verkefnisstjóri er Valdimar Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur, og í blaðinu ræðir hann um verkefnið og almennt um þorskeldi. Bjart yfir loðnunni Sérfræðingar eru sammála um að sjaldan hafi verið jafn bjart yfir loðnuveiðunum og einmitt nú. Ástandið er afar gott á loðnumiðunum og því er ástæða til bjartsýni. Þó eru ákveðin ský á lofti í sölumálum fyrir frysta loðnu. Siglfirðingurinn í Rapp Hydema Siglfirski vélstjórinn Jóhann Sigurjónsson flutti vestur um haf árið 1984. Hann var til sjós um tíma við Alaska, en hin síðari ár hefur hann stýrt þjónustufyrirtækinu Rapp Hydema í Seattle í Bandaríkjunum. Ægir hitti hann að máli á dögunum þegar hann hafði stutta viðkomu á Íslandi á leið sinni til höfuðstöðva Rapp í Noregi. Helga RE-49 komin frá Kína Enn eitt skipið er komið til Íslands frá Kína. Þann 23. janúar sl. lagðist Helga RE-49, ferskfisktogari Ingimundar hf., að bryggju í Reykjavík eftir hálfs annars mánaðar siglingu frá Kína. Ægir gerir ítarlega grein fyrir skipinu. 5 Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm.) Auglýsingar: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5206 GSM 898-8022 Hönnun & Umbrot: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Prentun: Steindórsprent-Gutenberg ehf. Áskrift: Ársárskrift Ægis kostar 6200 kr. með 14% vsk. Áskriftarsími 461-5151 Á forsíðu blaðsins er Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður SH og Þormóðs ramma-Sæbergs. Myndina tók Óskar Þór Halldórsson. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 26 6 14 24 38 44

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.