Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 6

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 6
6 P I S T I L L M Á N A Ð A R I N S Þann 1. september sl. var fellt úr gildi þorskaflahámarkskerfi krókabáta. Veiðikerfi þetta reyndist með ein- dæmum vel og er í því mikil eftirsjá. Landssamband smábátaeigenda barð- ist fyrir breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og gerði kröfu um að veiði- kerfið yrði fest í sessi. Félagið hafði mikinn hljómgrunn við kröfu sinni og er það mitt mat að meirihluti alþing- ismanna hafi viljað viðhalda kerfinu. Á það reyndi hins vegar aldrei, þar sem ekki voru greidd atkvæði um frumvarp sem laut að málefninu. Hins vegar var afgreitt frumvarp sjáv- arútvegsráðherra þar sem ákveðið var að byggja á tæpra fimm ára gömlum lögum með þeim breytingum að auka við veiðiheimildir í kerfinu. Þrátt fyr- ir slíkt stefnir í að afli krókabátanna muni dragast saman um tugi pró- senta. Afleiðingarnar eru m.a. þær að hálauna sérhæfðum verkamannastörf- um – beitningu – hefur fækkað veru- lega, útflutningsverðmæti ýsu lækkað í kjölfar minnkandi framboðs á ferskri ýsu, nýsmíði á Íslandi lagst af, erfið- leikar í rekstri krókabáta orðnir að veruleika. Allir þessir þættir hafa svo aukið atvinnuleysi og skuldir hjá þjóðinni. Það væri efni í heilan árgang af Ægi ef gera ætti afleiðingum að kvótasetningu krókabáta fullnægjandi skil. Óvild eða öfund? Ekki get ég þó setið á mér að víkja ör- fáum orðum að undirrót þess að ákveðnir aðilar vildu kerfið burt. Óvild og öfund eru tvö leiðinda orð. Óvildin á rætur sínar að rekja til öf- undar sem er falin með ákvæði í lög- um um stjórn fiskveiða þar sem kveð- ið var á um að áætlaður afli krókabáta skyldi dreginn frá veiðiheimildum annarra skipa. Fyrrverandi og núver- andi sjávarútvegsráðherra ákváðu hins vegar að láta ákvæðið sem vind um eyru þjóta og draga ekki frá nema það sem svaraði til lögfestrar hlutdeildar krókabáta. Undanskilið er þó sl. fisk- veiðiár þ.s. frádrag í ýsu var 400 tonn- um hærra en lögfest hlutdeild króka- báta eða 1,3% af leyfilegum heildar- afla í ýsu. Þannig urðu aðrir útgerðar- flokkar fyrir óverulegri skerðingu vegna ýsuveiða krókabáta. Eigendur þorskaflahámarksbáta bentu og á að þó veiðar þeirra færu umfram lögfesta hlutdeild hefði heildaraflinn lengst af verið innan útgefinna veiðiheimilda. Þrátt fyrir þessar staðreyndir tókst öfundarmönnunum, sem ég kýs að kalla svo þar sem þeir höfðu jú ekki síðra tækifæri heldur en orðnir þorskaflahámarksmenn að stunda þessar veiðar, að leggja af þorskaflahá- markskerfið. Á leið þeirra að settu marki bættist þeim þó öflugur liðs- auki, þ.e. einstök túlkun stjórnvalda á Valdimarsdóminum, en meirihluta Alþingis náðu þeir ekki. Honum héldu trillukarlar. Krafa þessara aðila var að menn yrðu að sitja við sama borð, þessar veiðar ætti að kvótasetja í öllum tegundum jafnt og veiðar sem þeir stunduðu. Dagróðrabátarnir Nú er staðan sú að þeir hafa fengið kröfu sína uppfyllta, allir fyrrverandi þorskaflahámarksbátar og þakbátar, alls 580 bátar, eru kvótasettir. Þessi hópur er nú brátt að ná áttum á þeirri stöðu sem hann er kominn í. Um- hverfið er gerbreytt. Stunda þeir út- gerð við hlið annarra báta, báta sem er frjálst að nota hvaða veiðarfæri sem er við veiðarnar, þegar þeir hafa ekki heimild til að nota önnur veiðarfæri en línu og handfæri. Til að jafna upp þennan aðstöðumun hef ég fundið fyr- ir vaxandi fylgi við þá hugmynd að línuveiðar dagróðrabáta skuli njóta ákveðinnar ívilnunar. Það er staðreynd að línuveiðar eru dýr veiðiskapur en að sama skapi nauðsynlegur til að við- halda fjölbreyttu útgerðarformi og að sinna kröfuhörðum ferskfiskmörkuð- um. Þá sýnir reynslan okkur, afnám línutvöföldunar, að línuveiðar verða ekki stundaðar nema þær njóti íviln- unar. Til þess að útfæra slíkt eru ör- ugglega til margar leiðir og vil ég hér nefna eina þeirra: Allur afli sem veiddur er á línu af dagróðrarbátum reiknist 80% til aflamarks. Ávinning- ur þessa er auk þess sem hér hefur komið fram að sókn í stærsta fiskinn, sem Hafrannsóknastofnun telur of lít- ið af, myndi minnka. Eigendur neta- báta myndu telja þetta fýsilegan kost. Aðgerðin myndi efla atvinnu í landi. Til yrði fjöldi starfa kringum útgerð- ina svo sem við beitningu og kringum línuna. Aðgerðin tryggði okkur áframhaldandi sókn inn á hágæða- markaði sem auka mundi útflutnings- tekjur og efla virðingu annarra þjóða fyrir íslenskum sjávarútvegi. Og síðast en ekki síst myndu línuveiðar verða áfram öflugar hér og þekking og frek- ari tækniframfarir yrðu tryggðar. Línuveiðar dagróðrabáta njóti ívilnunar Pistil mánaðarins skrifar Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.