Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 8
8 F R É T T I R Í nóvember árið 1999 skipaði sjávarútvegsráðherra nefnd undir formennsku Einars Kristins Guð- finnsonar alþingismanns, sem var falið að skoða framtíðarmöguleika fiskvinnslunnar. Verksvið nefnd- arinnar var umfangsmikið en það snéri einkum að því að leggja mat á stöðu greinarinnar, líklega framtíðarþróun hennar og gera tillögur sem ætla má að bæta muni stöðu hennar. Tillögur nefndarinnar eru í níu liðum og þær fjalla m.a. um hvernig auka megi framboð af fiski til vinnslu hér á landi, sem ella færi til vinnslu annars staðar, verðmætaaukningu og nýsköpun, menntunarmál og kynningar- starfsemi. Í framhaldi af tillögun- um fól ráðherra Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins að vinna grein- argerð um það með hvaða hætti vinna varðandi veðmætaaukningu sjávarfangs og nýsköpun í grein- inni gæti farið fram. Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins skilaði nú í janúar tillögum sínum og eru þær í eftirtöldum 9 liðum: 1. Að mynda AVS stýrihóp 5-8 með sérhæfðan starfsmann á árinu 2002 2. AVS hópur leggi fram að- gerðaáætlun um að auka verðmæti sjávarfangs með tilteknum hætti á 5 ára tímabili, hugsanlega með 10 ára markmið samhliða 3. Stýrihópur skili niðurstöð- um til ráðherra í lok október 2002 4. AVS stýrihópur samanstæði af fólki sem hefði þekkingu, hagsmuni, áhuga og tíma til að vinna markvisst 5. Leitað yrði til sérfræðinga og hagsmunaaðila á hverju sviði samhliða 6. Áætla þarf útgjöld við störf AVS hópsins 7. Á árinu 2002 þarf að leggja af stað með tiltekin verkefni og rannsóknir sem búa í haginn fyrir 5 ára tímabilið 8. Samhliða stýrihópi mætti mynda „fagráð“ sem stýri- hópur leitaði til. Fagráð gæti komið frá útgerð, vinnslu, sjómönnum og vísinda- mönnum Miðað er við að verkefni stýri- hópsins á árinu 2002 verði eftir- talin: • Að kortleggja sviðin 6, þ.e. hráefni, vinnsla, aukahráefni, fiskeldi, líftækni, búnaður og þekking, þar sem virðisauki gæti orðið þannig að úr verði „Topp 10“ listi tækifæra á hverju sviði • Að leita fyrirmynda í erlendum verkefnum sama eðlis • Að ná samstöðu í greininni til átaks um AVS (30 stærstu fyr- irtækin ráða 65% þorskígilda) • Að afmarka þátt rannsókna í AVS á tímabilinu • Að skilgreina verkefni sem skila myndu virðisauka • Að gera tillögur um forgangs- röðun og framgangsmáta verk- efna • Að benda á leiðir til fjármögn- unar verkefna á 5 ára tímabil- inu • Að skilgreina hlutverk stjórn- valda, atvinnugreinarinnar, samtaka og annarra hagsmuna- aðila • Að setja mælanleg markmið fyrir 5 ára átak sjávarútvegsráð- herra til aukins verðmætis sjáv- arfangs. Hvar viljum við vera eftir fimm ár? • Að kynna AVS vinnuna innan- lands og utan eftir atvikum á árinu 2002 • Að gera tillögur um verkefna- hópa og stjórn AVS á fimm ára tímabilinu 2003-2007 Stýrihópurinn sem gerð er til- laga um hefur nú þegar verið skipaður og sitja eftirtalin í hópnum: Friðrik Friðriksson, formaður stýrihóps, Ágústa Guðmunds- dóttir, prófessor í matvælaefna- fræði við HÍ, Elínbjörg Magnús- dóttir, sérhæfður fiskvinnslumað- ur, Guðbrandur Sigurðsson, for- stjóri ÚA, Kristján Hjaltason, framkvæmdastjóri markaðsmála SH, Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur hjá ASÍ, Snorri Rúnar Pálmason, skrifstofustjóri, Úlfar Steindórsson, framkvæmda- stjóri Nýsköpunarsjóðs. Starfsmaður stýrihópsins verður Páll Gunnar Pálsson matvæla- fræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og hefur ráðherra falið stýrihópnum að skila niður- stöðum sínum í september 2002. Samkvæmt upplýsingum sjáv- arútvegsráðuneytisins verður einnig, í samræmi við tillögur nefndar um framtíðarmöguleika fiskvinnslunnar, skipað fagráð sem stýrihópurinn getur leitað til en í því munu m.a. sitja fulltrúar hagsmunasamtaka í greininni. Þá hefur verið stofnuð ný skrif- stofa í ráðuneytinu sem fer með vinnslu sjávarafurða, nýsköpun og þróun eins og fram kemur í nýju skipuriti ráðuneytisins sem kynnt var í síðustu viku. Skrif- stofustjóri hennar er Snorri Rúnar Pálmason, sjávarútvegsfræðingur. Þá er í nýju skipuriti lögð aukin áhersla á eldi sjávardýra og mun Kristinn Hugason kynbóta- og stjórnsýslufræðingur sem starfar á skrifstofu afkomu, viðskipta og fiskeldis fara með þau mál. Sjávarútvegsráðuneytið: Aðgerðir sem miða að verðmæta- aukningu afurða sjávarútvegsins

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.