Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Síða 12

Ægir - 01.01.2002, Síða 12
12 E R L E N T Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, afhenti fyrsta útskriftar- hópi Hafnarskólans skírteini við athöfn hjá Samskipum föstudag- inn 7. desember síðastliðinn. Tólf brautskráðust að þessu sinni úr Hafnarskólanum sem annast starfsnám fyrir hafnarverkafólk og starfsfólk vöruhúsa. Hafnarskólinn var stofnaður á síðasta ári að frumkvæði Sam- skipa í samvinnu við Menningar- og fræðslusamband Alþýðu (MFA) og stéttarfélagið Eflingu. Félagsmálaráðuneytið veitti 2.500.000,- króna til verkefnis- ins. Ingibjörg E. Guðmundsdótt- ir, framkvæmdastjóri MFA, hafði yfirumsjón með náminu en í námskeiðsnefnd sátu sex aðilar, starfsmenn Samskipa og fulltrúar frá MFA, Eflingu og Starfsgreina- sambandinu, sem undirbjuggu námið og settu saman námsskrá. Námið er alls um 250 stundir og önnuðust 21 aðili kennsluna. Námskráin var fjölbreytt. Meðal námsgreina voru námstækni og samskipti, enska, íslenska, tölvur og tölvusamskipti, stærðfræði, flutningastjórnun, birgðabók- hald, vörustýring, vörumerking- ar, gæðakerfi og gæðamál, örygg- is- og umhverfismál, meðferð hættulegra efna, losun og lestun, meðferð á kæli- og frystivöru og líkamsbeiting. Námið hófst 7. september síð- astliðinn og var kennt hjá MFA og í húsnæði Samskipa. Fyrsti útskriftarhópurinn úr Hafnarskólanum ásamt Páli Péturssyni, félagsmálaráðherra, og aðstandendum námsins. Hafnarskólinn brautskráir fyrstu nemendurna Dagana 14.-15 janúar síðastlið- inn héldu 50 sérfræðingar, emb- ættismenn og stjórnmálamenn, ráðstefnu í Stamsund, sem þeir leiddu, Børge Brende, umhverfis- verndarráðherra, og Svein Lu- dvigsen, sjávarútvegsmálaráð- herra, til að ræða Sellafield. – Enskir ráðamenn eru þó víðs fjarri en allt er nú klappað og klárt fyrir ráðstefnuna, "Noregur móti Sellafield", segir í Fiskaren. – Við eigum ekki von á því að fulltrúar frá Sellafield eða enskum stjórnvöldum láti sig nokkru skipta þótt litla Lofoten beini kastljósinu að málinu. Þrátt fyrir það er engin ástæða til þess að við þegjum og hengjum haus, segir einn af helstu hvatamönnum ráð- stefnunnar, Johannes Røde. Þann 15. janúar lýstu allir sjó- menn í Stamsund andstöðu sinni við Sellafield með því að draga svartan fána upp í möstrin á bát- um sínum. Þeir 5-6 menn sem hafa haft forgöngu um að boðað yrði til ráðstefnunnar hafa vakið athygli bæði meðal stjórnmálamanna og vísindamanna og margir úr þeirra röðum mættu til ráðstefnunnar, sem hófst að kvöldi hins 14. jan- úar. Daginn eftir voru stíf funda- höld, margir fyrirlestrar haldnir og umræður voru miklar. Ætlunin er að gefa út skýrslu um það sem fram fór á ráðstefn- unni og kynna hana bæði innan Noregs og á alþjóðlegum vett- vangi. Fiskaren segir frá því að fyrirtæk- ið Ozone Products í Seattle, sem sérhæfir sig í framleiðslu búnaðar til að sótthreinsa matvörur, býður nú OP20, ósonbað til að sótt- hreinsa fisk. Vélbúnaður þessi er aflangur, ferkantaður tankur með sugu í lokinu. Gegnum tankinn liggur færiband, tengt framleiðslulín- unni, og flytur fiskinn niður í ósonbaðið. Talsmenn Ozone Products fullyrða að slík sótt- hreinsun drepi meðal salmonella- og listeriabakteríur. Á netsetri fyrirtækisins er full- yrt að óson drepi 99,95 af öllum bakteríum á umhverfisvænan máta þar eð engar gufur myndist því að óson verði tiltölulega hratt að súrefni og þar að auki sé að- ferðin 3.000 sinnum öruggari en sótthreinsun með klóri og enn- fremur sótthreinsist vélarnar ekki síður en matvælin sem framleidd eru. Búnaðurinn við ósonbaðið er rafknúinn og nýtist við vinnslu á heilum fiski, flökum og hrogn- um. Fiskur sótthreinsaður í ósonbaði Ráðstefna um Sellafield Mynd: Hreinn Magnússon

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.