Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 13
13 F R É T T I R Bæjaryfirvöld á Akranesi minntu á þjónustu Akraneshafnar í lok liðins árs með því að senda hátt í 300 dagatöl og jafnmörg eintök af tímaritinu Ægis til um 300 skipa, báta fyrirtækja í sjávarút- vegi og annarra viðskiptavina. Fjallað var um Akraneshöfn og löndunarþjónustu þar í 10. tbl. tölublaði Ægis 2002. Akranes- bær lét prenta aukaupplag af blaðinu og notaði sem kynning- arefni á eigin vegum, auk þess sem útbúið var dagatal í nafni Akraneshafnar til að hafa með í ,,nýárspakkanum”. Gísli Gísla- son, bæjarstjóri og hafnarstjóri á Akranesi, segir að menn hafi kunnað vel að meta sendinguna og Skagamenn urðu greinilega varir við jákvæð viðbrögð. Skips- stjórnendur hringdu til að afla freka upplýsinga og Gísli segir ljóst að Akranes hafi náð því að ,,komast á kortið” sem möguleg- ur löndunarstaður hjá einhverjum þeirra. Hann lofaði þeirri áhöfn veglegri rjómatertu í viðurkenn- ingarskyni sem fyrst yrði til þess að landa fiski á Skaganum í kjöl- far kynningarátaksins. Starfsemi hafnanna á Akranesi og á Grundartanga verður að lík- indum kynnt í sameiginlegum bás á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í haust. Núna í janúar sl. var undirritaður samningur að Akraneshöfn annist fram- kvæmdastjórn Grundartanga- hafnar í umboði stjórnar Grund- artangahafna. Hafnarstjórinn á Akranesi verði jafnframt hafnar- stjóri á Grundartanga. Akranes- höfn annast eftirlit með rekstri hafnarinnnar, markaðssetningu, gerð fjárhagsáætlana og undir- búning framkvæmda svo nokkuð sé nefnt. Klafi ehf. mun hins veg- ar annast daglega stjórnum Grundartangahafnar, eftirlit með hafnarsvæðinu, móttöku skipa og þjónustu við þau. Skagamenn sendu viðskiptavinum sínum dagatal 2002 og Ægi Forsíða dagatals Akraneshafnar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.