Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2002, Side 18

Ægir - 01.01.2002, Side 18
18 Þ O R S K E L D I Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf., sagði á ráðstefnu um þorskeldi á Akureyri 11. jan- úar sl. að allar upplýsingar bentu til þess að aukin spurn yrði eftir fiski í framtíðinni og almennt væri talið að þeirri spurn yrði ekki mætt öðruvísi en með eldis- fiski. Guðbrandur sýndi tölur um aukningu eldis í heiminum á síð- asta áratug. Í byrjun áratugarins var magnið 16 milljónir tonna en var orðið um 43 milljónir tonna í lok áratugarins. „Ef við horfum bara á hefðbundinn fisk sjáum við að magnið hefur aukist úr 7 milljónum tonna árið 1990 í 17 milljónir tonna árið 1999. Langstærsta tegundin í þessu er vatnakarfi en veruleg aukning hefur líka verið í laxi og silungi og sömuleiðis hefur aukningin orðið umtalsverð í beitarfiski,“ sagði Guðbrandur. Þorskafli hefur verið að dragast mjög saman í heiminum á und- anförnum árum. Guðbrandur benti á að árið 1987 hafi veiðst um 12 milljónir tonna af hvít- fisktegundum í heiminum, 7,4 milljónir tonna á síðasta ári og aflinn er áætlaður enn minni á þessu ári. Úr Norður-Atlantshafi eru veiddar 1,6 milljónir tonna af þorski, ýsu, ufsa og karfa, úr Suð- ur-Atlantshafi eru veiddar 1,4 milljónir tonn og Kyrrahafið gef- ur mest, eða um 7 milljónir tonna. „Það er mikið áhyggjuefni hversu mikið veiðar á þorski hafa dregist saman. Ég held að það hljóti að skipta miklu máli að við höfum nægilegt magn á hverjum tíma til þess að viðahalda þeim stóra og góða markaði sem hefur verið til staðar fyrir þorskafurðir. Það er talið að framboð á þorski verði um 838 þúsund tonn á þessu ári, sem er samdráttur um allt að 500 þúsund tonn frá árinu 1997. Þetta undirstrikar að mínu mati að það er markaður fyrir meiri þorsk. Spurningin er þá hvort við getum selt hann á við- unandi verði sem standi undir framleiðslukostnaði og gott bet- ur. Á undanförnum árum hefur spurn eftir sjávarafurðum verið meiri en framboðið. Ég tel að lík- leg þróun verði sú að eftirspurnin muni aukast í takt við aukinn fólksfjölda. Aukinni eftirspurn verður ekki svarað með aukinni veiði og ég tel þess vegna að eina raunhæfa leiðin til þess að koma til móts við þessar þarfir markað- arins sé fiskeldi,“ sagði Guð- brandur. Nægur markaður fyrir meiri þorsk - er mat Guðbrandar Sigurðssonar, framkvæmdastjóra ÚA Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri ÚA, flytur sína tölu á þorskeldis- ráðstefnunni á Akureyri 11. janúar sl. Á myndinni sést í Finnboga Jónsson, stjórnarformann Samherja hf. Ef marka má ótrúlegan fjölda þátttakenda á þorskeldisráðstefnunni á Akureyri er mikil vakning og áhugi á þorskeldi um þessar mundir. Þrír áhugasamir á þorskeldisráðstefn- unni. Steingrímur Jónsson, prófessor í Háskólanum á Akureyri, Jón Árnason, Fóðurverksmiðjunni Laxá, og Bjarni Jónasson. Löng saga þorskeldis í Noregi Sögu þorskeldis í Noregi má rekja allt aftur til ársins 1884 þegar tilraunir voru gerðar með þorskklak í klakstöð í Flödevigen í Suður-Noregi. Kviðpokalirfum var sleppt í sjóinn með það að markmiði að auka styrkleika einstakra árganga. Þessar sleppingar náðu hámarki á árunum 1920- 50, en þeim var síðan hætt í byrjun áttunda ára- tugarins þar sem ekki var hægt að sýna fram á jákvæðan árangur og höfðu þá tilraunar staðið yfir í tæp hundrað ár. Fr óð le ik ur u m þ or sk el di

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.