Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 19

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 19
19 Þ O R S K E L D I „Ég tel að á Íslandi séu allar for- sendur fyrir stórfelldu þorskseiða- eldi. Öll grundvallarþekking er fyrir hendi í landinu.,“ sagði Agnar Steinarsson, líffræðingur hjá tilraunaeldisstöð Hafrann- sóknastofnunarinnar í Grindavík á þorskeldisráðstefnunni á Akur- eyri 11. janúar sl. „En til þess að ráðast í stórfellt þorskseiðaeldi þarf fyrst að sýna fram á hagkvæmni sjókvíaeldis. Það er alveg sama hversu arðbært þorskseiðaeldið er, það verður að haldast í hendur við arðbært sjó- kvíaeldi. Það er að mínu mati nauðsynlegt að vinna ítarlega stefnumótunarvinnu í samstarfi fyrirtækja og rannsóknastofnana og sú vinna er þegar hafin. Ég tel að ef vel er á málum haldið geti þorskeldi átt vænlega framtíð hér á landi,“ sagði Agnar. Agnar Steinarsson gerði grein fyrir rannsóknum Hafró í Grindavík á þorskeldisráðstefnunni á Akureyri 11. janúar sl. Forsendur fyrir þorskseiðaeldi á Íslandi - segir Agnar Steinarsson hjá Hafró í Grindavík Vandamál með kynþroskann Eitt af stærstu vandamálum norsks þorskeldis er að bróðurpartur þorsksins verður kynþroska 20-24 mánuðum eftir klak, þegar hann er aðeins 1,5-2,5 kg. Með því að nota stöðuga lýsingu á fisk í körum í landi hefur tekist að seinka kynþroskanum um allt að eitt ár og ná fiskinum upp í 3-4 kg. Í sjó- kvíum hefur tekist að seinka hrygningartímanum um a.m.k. hálft ár með stöðugri sterkri lýsingu í kvíarnar. Hjá einni eldisstöð í Lofoten hefur þorsk- urinn náð að stækka úr litlu þorskseiði upp í þorsk sem að meðaltali er um 4 kg að þyngd á 32 mán- uðum án verulegs kynþroska. Fr óð le ik ur u m þ or sk el di

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.