Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2002, Page 21

Ægir - 01.01.2002, Page 21
Fyrirtækið Þórsberg hf. á Tálknafirði hefur haft veg og vanda að þorskeldis- verkefni sem felst í því að ala þorsk áfram í kvíum. Reynslan af þessu verk- efni er góð, að sögn Magnúsar Guð- mundssonar á Tálknafirði, sem hefur fylgst vel með verkefninu og tekið að hluta til þátt í því. Í júní 2000 var settur lifandi þorskur í kvíar vestra. Fiskurinn var veiddur í dragnót og þá var hann að meðaltali um 2 kg að þyngd. Í desember sl. var fiskinum síðan slátrað og þá hafði hann að jafnaði tvöfaldað þyngd sína. Fisk- urinn var fóðraður á annars vegar loðnu og hins vegar steinbítsafskurðis, sem gaf mjög góða raun. „Í sumar var fisk- urinn í einni nótinni alinn eingöngu á steinbítsafskurði og það kom mjög vel út og að því virðist alls ekki lakar en með því að fóðra hann á loðnunni,“ segir Magnús. Magnús segir að þessar þorskeldistil- raunir í Tálknafirði hafi verið allrar at- hygli verðar og ánægjulegt sé til þess að vita að menn ætli að setja kraft í rannsóknir á þorskeldi. „Það er alveg ljóst að við Íslendingar munum þreifa okkur áfram í þorskeldinu og taka klakið með inn í dæmið, rétt eins og Norðmenn eru að gera. Við þurfum að afla okkur frekari reynslu á þessu sviði og hún kemur með tímanum,“ segir Magnús Guðmundsson. 21 Þ O R S K E L D I Þórsberg hf. á Tálknafirði: Steinbítsafskurður gefið góða raun „Í sumar var fiskurinn í einni nótinni alinn eingöngu á steinbítsafskurði og það kom mjög vel út og að því virðist alls ekki lakar en með því að fóðra hann á loðnunni.” veiðar hafa gengið vel, enda hafa menn aflað sér þekkingar á því hversu mikið súrefni fiskurinn þarf,“ sagði Kristján. „Við slátr- uðum núna í desember og byrjun janúar tæpum 50 tonnum úr kví- unum á Álftafirði og hér í Skut- ulsfirði. Þessi fiskur var tekinn til vinnslu hérna hjá okkur og ég held að óhætt sé að segja að hann hafi kom vel út,“ sagði Kristján. Hugur í mönnum Kristján segir að menn þar vestra ætli ótrauðir að halda áfram á þessari braut, enda sé trú manna að hér sé ekki um loftbólu að ræða, þetta sé vonandi byrjunin á einhverju meira. „Lengri tíma sýnin er að menn höndli seiða- framleiðsluna og geti þar með unnið að kynbótum og náð fram hagkvæmni vegna þess að við verðum væntanlega að keppa við eldistegundir annars staðar í heiminum og við þurfum að nota öll meðöl til þess að standast þá samkeppni. Auðvitað eru tak- mörk fyrir því hversu mikið við getum veitt af þorski á grunnslóð og alið í áframeldi, ég held að það verði aldrei neinn stóriðnaður. En eins og er er hugur í okkur að auka þetta frá því sem verið hef- ur, en ég get ekki sagt til um í hversu miklum mæli það verður,“ segir Kristján G. Jóakimsson. Stórhuga Norðmenn Norðmenn framleiddu á árinu 2001 um 1 milljón þorskseiða. Þar af var um það bil helmingur úr svokölluðu stríðeldi. Veruleg aukning í framleiðslu þorskseiða er í far- vatninu í Noregi og eru um tuttugu seiðaeldisstöðvar þar í landi í burðarliðnum og er þar um að ræða um 5 milljarða ísl. króna fjárfestingu. Framleiðslugeta þessara stöðva þegar þær verða komnar í fullan rekstur (eftir 12-15 ár) er um 100 milljónir seiða á ári. Þessi lífmassi er efniviður í um 300 þúsund tonn af þorski á ári. Stuðningur norskra stjórnvalda Uppbygging þorskeldis í Noregi er hluti af byggðastefnu þarlendra stjórnvalda og hefur byggðastofnunin norska lagt þorskeldinu lið og mun styðja vel við bakið á því á næst- unni. Á þessu ári og því næsta er gert ráð fyrir að veita þorskeldisfyrirtækjum samtals hálfan annan milljarð króna í beina styrki og lán. Þorskeldi vestra, nyrðra og eystra Eldi á villtum þorski hefur verið stundað á Austfjörðum, Vestfjörðum og Eyjafirði. Á síðari hluta síðasta áratugar lagðist eldið af en hefur nú hafist aftur á nokkrum stöðum við landið. Á árunum 1993-2000 stunduðu 18 aðilar eldi á villtum þorski en nú hafa nokkur öflug útgerðarfyrirtæki sýnt eldi á villtum þorski áhuga. Útgerðarfélag Akureyr- inga hf. hefur hafið tilraunaeldi í Eyjafirði, Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. í Skutulsfirði og Álftafirði og Þórsberg ehf. í Tálknafirði. Fr óð le ik ur u m þ or sk el di

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.