Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2002, Side 22

Ægir - 01.01.2002, Side 22
22 Þ O R S K E L D I Þorskeldið hefur teygt anga sína inn í þingsali því fyrir þinginu liggja tvær tillögur til þingsá- lyktunar sem tengjast þorskeldi. Annars vegar hafa fimm þing- menn Framsóknarflokks lagt fram tillögu um áframeldi á þorski og hins vegar liggur fyrir þinginu tillaga sex þingmanna Samfylkingarinnar um rannsókn- ir á þorskeldi. Áframeldi á þorski Í tillögu framsóknarmannanna Hjálmars Árnasonar, Ísólfs Gylfa Pálmasonar, Kristins H. Gunn- arssonar og Magnúsar Stefánsson- ar, sem var lögð fyrir síðasta þing en fékkst þá ekki útrædd, er gert ráð fyrir að Hafrannsóknastofnun- inni verði heimilað í tilrauna- skyni að úthluta allt að 500 tonna þorskkvóta árlega næstu fimm árin til áframeldis á veidd- um þorski. Þessum aflaheimild- um verði skipt í sjö jafna hluta og dreift um landið til einstaklinga. Jafnframt verði Hafró falið að skrá og fylgjast með tilrauninni og birta niðurstöður um reynslu tímabilsins. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að sú skoðun tillöguflytjenda að um geti verið að ræða byggðavæna aðgerð sem „felur í sér að aflaheimildir geti aukist í raun um allt að 20% frá úthlutuðum heimildum.“ Þorskeldisrannsóknir Í tillögu Samfylkingarþingmann- anna Karls V. Matthíassonar, Kristjáns L. Möller, Gísla S. Ein- arssonar, Svanfríðar Jónasdóttur, Össurar Skarphéðinssonar og Ein- ars Más Sigurðarsonar er gert ráð fyrir að fela sjávarútvegsráðherra að hlutast til um að skipulegar rannsóknir á þorskeldi frá klaki til slátrunar verði hafnar, svo og fjarða- og kvíaeldi á þorski verði eflt og stutt, með það að mark- miði að Íslendingar geti framleitt eldisþorsk til útflutnings innan fárra ára. Bent er á í greinargerð með til- lögunni að skortur á seiðum standi stríðeldi á þorski fyrir þrif- um, ótímabær kynþroski sé vandamál sem og hátt lifrarhlut- fall. Ekki hafi verið þróað nógu skilvirkt fóður, þekking á atferli þorsks í eldi sé takmörkuð, vöxt- ur sé ekki nógu hraður, sjúkdóm- ar hafi ekki verið rannsakaðir nægjanlega og samspil eldis við umhverfið og villta þorskstofna sé óþekkt. „Þorskeldi getur orðið mikil lyftistöng fyrir landsbyggðina og hafa ýmsir reynt fyrir sér í grein- inni á undanförnum árum. Rétt væri að nýta áhuga þeirra, þekk- ingu og reynslu til samstarfs um rannsóknir,“ segir orðrétt í grein- argerð með þingsályktunartillögu þingmanna Samfylkingarinnar. Þorskeldistillögur á Alþingi Mjór er mikils vísir…. Enn sem komið er hefur framleiðsla á eldisþorski verið hverfandi lítil hér á landi. Á ár- unum 1993 til 2000 mun hafa verið slátrað upp úr kvíum samtals um 126 tonnum af slægðum þorski. Auk þessa má nefna að í tilrauninni með fjarðaeldi á þorski í Stöðvar- firði 1995-1997 voru veidd um 33 tonn af þorski en 99 tonn af fóðri voru gefin í fjörð- inn. Þá hefur verið selt úr Tilraunaeldistöð Hafrannsóknastofnunarinnar á Stað við Grindavík eitt tonn árið 1999 og þrjú tonn árið 2000 af þorski sem klakið var út í stöð- inni Fr óð le ik ur u m þ or sk el di Mynd: Gunnar Larsen. Óttar Már Ingvarsson, verkefnisstjóri í fiskeldi hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, er hér að fóðra þorskinn í kvíunum á Eyjafirði.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.