Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 25

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 25
25 L O Ð N U V E I Ð A R O G - V I N N S L A áttu von á, en undanfarin ár hefur loðnan haldið sig meira við botn- inn og því verið illveiðanleg í nótina. „Rífandi veiði“ „Það er rífandi veiði bæði í nót og troll,“ sagði Freysteinn Bjarna- son, útgerðarstjóri Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað, í samtali við Ægi. Þá hafði hvert skipið af öðru landað loðnu hjá fyrirtækinu og verið var að landa fullfermi úr Birtingi NK 119. „Þessi loðna veiddist um 60 mílur austur af landinu og mikið magn af loðnu er þar á ferðinni. Hún er mjög vel veiðanleg í nót á þessu svæði, en öllu dýpra á henni utar,“ sagði Freysteinn. Nokkur áta var í afl- anum, en stærsla karlloðnan var þó frystingarhæf og hluti af afla Birtings fór í frystingu fyrir Rússlandsmarkað. Blikur á lofti í sölu á frystum afurðum Loðna hefur verið fryst víða um land, enda loðnan stór og falleg og almennt hentug til frystingar. Blikur eru þó á lofti varðandi söluhorfur á frystri loðnu til Rússlands og óvíst hversu mikið verður hægt að frysta af loðnu fyrir Japansmarkað. Miklar birgðir eru til af frosinni loðnu í Rússlandi, aðallega frá Noregi, en Norðmenn seldu mikið af loðnu til Rússlands á síðustu vertíð sem kaupendur vilja nú losna við á lágu verði. Loðnan verður fryst- ingarhæf fyrir Japansmarkað þeg- ar hrognafyllingin eykst, en hún nær yfirleitt tilsettum mörkum í kringum miðjan febrúar. Þó er viðbúið að frysting fyrir Japans- markað verði ekki eins stór þáttur í fyrstingunni í ár og verið hefur. Markaðsaðstæður í Japan eru þröngar sökum erfiðs efnahagsá- stands þar, auk þess sem búast má við töluverðri samkeppni við Norðmenn, en nokkuð mun vera til af norskri loðnu í Japan frá síðustu vertíð. Sterkari staða gegn verðsveiflum Hátt verð er á mörkuðum fyrir mjöl og lýsi og verðið nú er tals- vert hærra en á sama tíma í fyrra. Þar fer saman hátt heimsmark- aðsverð og lágt gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Enn sem komið er hefur þó lítið selst, þar sem kaup- endur bíða átekta vegna þess hve verðið er hátt. Þetta þarf ekki að koma á óvart, því algengt er að kaupendur loðnuafurða haldi að sér höndum í upphafi árs og bíði með að kaupa afurðir á meðan nægt geymslupláss er fyrir unnar afurður hjá framleiðendum. Þegar geymslur fyllast og menn verða að selja til að losa geymslupláss, þá bjóða kaupendur lægra verð í ljósi þessara aðstæðna. Nokkrir framleiðendur hér á landi ráða nú yfir mun stærri og betri geymsl- um fyrir unnar afurðir en áður. Þeir geta því beðið lengur með að setja afurðir á markað og því er ekki hægt að „pína“ þá til að selja á lægri verðum. Þetta á jafnt við í bræðslu og frystingu. „Líst ekki illa á útlitið“ Björgólfur Jóhannsson forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir að loðnuveiðum og sölu á loðnuafurðum fylgi alltaf viss áhætta. „Það er vinna að selja fisk og hún gengur stundum vel og stundum illa og markaðsaðstæð- um eru mjög misjafnar. Mér líst ekki illa á útlitið eins og það er nú og í mínum huga er engin spurning að okkur tekst að selja allar okkar afurðir, þó nú sé óvíst með verð. Þetta verður e.t.v. ekki létt, en það er ekkert svartnætti framundan,“ segir Björgólfur. Loðnuviðin nú er komin vel yfir hundrað þúsund tonnin, sem er ríflega tvöföldun miðað við sama tíma í fyrra. Hér er verið að landa úr Birtingi NK. „Mér líst ekki illa á útlitið eins og það er nú og í mínum huga er engin spurning um að okkur tekst að selja allar okkar afurðir, þó nú sé óvíst með verð,” segir Björgólfur Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Almennt eru markaðsaðstæður fyrir loðnu góðar, en blikur eru þó á lofti varðandi söluhorfur á frystri loðnu til Rússlands og óvíst hversu mikið verður hægt að frysta af loðnu fyrir Japansmarkað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.