Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 26

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 26
26 Æ G I S V I Ð T A L I Ð „Ég held að á sínum tíma hafi verið gert meira úr þessu stjórnarformannskjöri en ástæða var til,“ segir Róbert. „Þetta var ekki sú bylting sem menn voru að magna þetta upp í. Fyrst og fremst varð ágreiningur um stefnu fyrirtækisins. Í dag held ég að flestir þeir sem að málinu komu hafi sannfærst um að við stig- um þarna skref sem var nauðsynlegt þessu félagi. Við gátum ekki lengur haldið uppi of kostnaðarsamri starfsemi á sama tíma og almenn þekking sjávarút- vegsins á markaðsmálum hafði stóraukist. Sölumið- stöðin gat ekki haldið áfram á þeirri braut að hún ætti að selja allt fyrir alla. Það sem gerðist í kjölfar þess að breyting varð á stjórn SH var að ákvarðana- takan var flutt út í framleiðslufyrirtækin sjálf og í kjölfarið jókst markaðsvitund stjórnenda þeirra til muna, sem ég tel til mikilla bóta. Sölumiðstöðin er ekki miðstýrt fyrirtæki í dag. Dótturfyrirtækjum og framleiðendum Sölumiðstöðvarinnar er fullkomlega í sjálfs vald sett hvort þeir eiga viðskipti hvorir við aðra eða ekki.“ Stórt fyrirtæki á Íslandi – lítið í alþjóðlegu samhengi “Ég lít svo á að á þessum þremur árum hafi okkur tekist að endurskipuleggja Sölumið- stöðina þannig að hún skilar hagnaði. En það er að sjálfsögðu ekki lokatakmarkið. Þótt Sölu- miðstöðin, með veltu upp á um 55 milljarða ís- lenskra króna, sé stórt fyrirtæki á íslenskan mæli- kvarða er hún þó mjög lítið markaðsfyrirtæki í al- þjóðlegu samhengi, í rauninni of lítið fyrirtæki. Hér heima er fólki gjarnt að líta á SH sem stórfyrirtæki og sömuleiðis er mikið talað um samkeppni SH, SÍF og fleiri íslenskra sölufyrirtækja. En þetta er ekki hin raunverulega samkeppni. Raunveruleg sam- keppni er baráttan um viðskiptavininn úti á mark- aðnum og sú samkeppni fer harðnandi. Og ef við ætlum að halda okkar markaðsstöðu verður að halda vel á spöðunum. Það er að mínu mati okkur ekki til tekna ef við erum sundraðir í sölu sjávarafurða. Þó vil ég í þessu sambandi nefna að mörg smærri fyrir- tæki eru betur til þess fallin en stór að ná góðum viðskiptasamböndum inn á svokallaða „hillumark- aði“ og það mun alltaf verða. Það er ekkert öðruvísi með Sölumiðstöðina en önnur fyrirtæki að hún getur ekki verið best í öllu. Við höfum reynt að einblína á það sem við teljum okkur vera góðir í. Áður má segja að við höfum selt allt fyrir alla, en í dag hafa Ég er kannski ekki beint þekktur fyrir málamiðlunarleiðir – segir Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður SH og Þormóðs ramms-Sæbergs Ég tel að það sé fullt af tækifærum fyrir sjávarútveginn til þess að fara í nýsköpunarverkefni sem byggi á þeim grunni og þekkingarheimi sem við lifum í. Hins vegar tek ég eftir að margir landsbyggðarþingmenn skilja ekki það umhverfi sem þeir lifa í. Það verður ekki annað sagt en að það hafi orðið dálaglegur hvellur þegar Siglfirðingurinn Róbert Guðfinnsson bauð sig fyrir um þremur árum fram til formennsku í Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna gegn þáverandi formanni, Jóni Ingv- arssyni. Sumum fannst Róbert ekki ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur, en engu að síður hafði hann betur í kjörinu og er enn stjórnarformaður Sölumiðstöðvarinnar. Það er ekki alltaf auðvelt að ná tali af Róberti, enda er hann fjölbreyttra starfa sinna vegna allt að hundrað daga á ári í útlöndum. Ægir náði þó að hitta á Róbert á skrifstofu hans í höfuðstöðvum SH í gömlu Moggahöllinni í Reykjavík eftirmið- dag í janúar. Daginn eftir lá leið hans til Moskvu og eftir stutta millilendingu á Íslandi var haldið vestur um haf. Við byrjum viðtalið á að ræða um stjórnarformennskuslaginn í SH fyr- ir þremur árum. Texti: Óskar Þór Halldórsson Myndir: Óskar Þór Halldórsson, o.fl.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.