Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 27

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 27
27 sumir af okkar viðskiptavinum fundið út að aðrir seljendur geti gert ákveðna hluti betur en við á til- teknum „hillumörkuðum“. En á móti erum við að gera jafnvel enn betur en áður á okkar helstu mörk- uðum fyrir frystar afurðir, Það er alveg ljóst að sá gamli grunnur sem við byggjum á, þ.e.a.s. þekkt vörumerki á okkar helstu viðskiptamörkuðum, er okkar helsti styrkleiki. Veikleiki fyrirtækisins er hins vegar sá að á heimsvísu er það lítið.“ Flest sár hafa gróið - Líturðu svo á að nú sé góð sátt um starf- semi Sölumiðstöðvarinnar? „Já, ég lít svo á. En til allrar guðs lukku eru samt gagnrýnisraddir. Það væri lítið gaman ef allir væru sammála og þetta væri ein allsherjar hallelúja- samkoma. Það er ekkert nema sjálfsagt að fá ein- hverja gagnrýni frá samstarfsaðilum og viðskiptavin- um.“ - Nú tókust menn harkalega á í kringum for- mannskjörið fyrir um þremur árum. Er nokkur von til þess að öll sár grói eftir slíkan slag? „Hjá flestum hafa sár gróið, en það er alveg ljóst að þessi uppstokkun kann að hafa sært einstaklinga sem ekki áttu það skilið.“ - Telurðu eftir á að hyggja að sú stefna sem þú lagðir upp með í kosningaslaginn forðum hafi náð fram að ganga og að hún hafi verið rétt? „Já, ég er ekki í nokkrum vafa um það. Óskastað- an hefði verið sú að þessar breytingar á starfsemi Sölumiðstöðvarinnar hefðu náð fram að ganga án þeirrar uppákomu sem varð fyrir þremur árum. En um það náðist ekki samkomulag á sínum tíma og því kom til þessarar uppstokkunar.“ Alltaf einhverjar þreifingar í gangi Róbert telur að Sölumiðstöðin muni taka töluverðum breytingum á næstu árum, í takt við sífelldar breytingar á mörkuðum er- lendis og breytta heimsmynd. „Við erum með mark- aðseiningar út um allan heim, sem er okkar styrkur og drifkraftur. Við höfum verið að taka æ stærri hluta af okkar sölu úr afurðum annars staðar frá en Íslandi sem er mikilvægt til þess að efla fyrirtækið. Til dæmis seljum við verulegt magn sjávarafurða frá Suður-Ameríku, Afríku og Rússlandi, svo dæmi sé tekið. Ég get nefnt að ekki nema um helmingur veltu dótturfélags SH á Spáni kemur af sölu sjávaraf- urða frá Íslandi. Ég sé Sölumiðstöðina halda áfram að vaxa. Það mun gerast annars vegar með því að taka í auknum mæli inn í okkar sölukerfi afurðir frá öðrum löndum en Íslandi og hins vegar með sameiningum fyrir- tækja erlendis.“ - Sérðu fyrir þér þann möguleika að Sölumiðstöðin sameinist erlendu markaðsfyrirtæki? „Ekki kannski sjálf Sölumiðstöðin, en sú staða gæti vissulega komið upp að hagkvæmt sé að sam- eina einhver dótturfyrirtæki SH öðrum fyrirtækjum eða þá að slík fyrirtæki yrðu keypt og einingarnar þannig stækkaðar og efldar.“ - Er eitthvað í þessa veru í deiglunni um þessar mundir? „Nei, ekki eins og er. En menn eru sífellt að þreifa á ýmsum möguleikum. Menn eiga alltaf að vera að skoða hlutina, en það er ekkert fast í hendi sem stendur.“ Með mörg járn í eldinum “Auk stjórnarformennsku í SH er ég stjórn- arformaður Þormóðs ramma-Sæbergs og Primex-Genís, sem er með starfsemi á Siglufirði, Reykjavík og í Noregi. Sömuleiðis hef ég Þeir sem starfa í sjávarútveginum verða alltaf að horfa fram á veginn og taka ákvarðanir um framtíðina. Ef það er ekki gert, daga menn uppi í síbreytilegu umhverfi. Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Þormóðs ramma-Sæbergs hf. og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.