Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2002, Side 28

Ægir - 01.01.2002, Side 28
28 Æ G I S V I Ð T A L I Ð verið að vinna að samstarfsverkefni Þormóðs ramma- Sæbergs, Granda og Ránarborgar í sjávarútvegi í Mexíkó. Á síðari hluta síðasta árs hef ég trúlega varið mestum tíma í ýmis verkefni sem tengjast líftækni- fyrirtækinu Genís, en þar tókum við meðal annars yfir rekstur á norska líftæknifyrirtækinu Primex, og þá má ekki gleyma aðild að sænska sjávarútvegsfyrir- tækinu Scandsea, sem Þormóður rammi og SH eiga samtals rúm 40% í. Þetta fyrirtæki er fyrst og fremst með starfsemi í Rússlandi og Litháen.“ Primex-Genís er fyrirtæki á Siglufirði sem hefur ekki farið hátt í fjölmiðlaumræðu, en þar á bæ er verið að gera athyglisverða hluti í hljóði, ef svo má segja. „Primex-Genís er líftæknifyrirtæki sem er áhættufjárfesting, en okkur hefur tekist að þróa það í rétta átt og ég tel að hér sé um efnilegt sjávarút- vegstengt fyrirtæki að ræða.“ Lífseig saga Róbert er Siglfirðingur að ætt og uppruna og lengi hélt hann um stjórnartauma í Þor- móði ramma á Siglufirði. Síðustu árin hefur hann hins vegar haft aðsetur á höfuðborgarsvæðinu, en hús á hann enn á Siglufirði enda telur fjölskyldan sig fyrst og fremst Siglfirðinga. Í fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnars Grímssonar var hlutur ríkisins í Þor- móði ramma seldur og margir sögðu og segja enn að kaupendurnir, nokkrir af núverandi eigendum Þor- móðs ramma, þar á meðal Róbert Guðfinnsson, hafi fengið fyrirtækið gefins. „Já, já, þessi saga er lífseig einfaldlega vegna þess að hún hentar ákveðnum mönnum. Ég hef sagt það áður og get rifjað það upp hér að sumarið 1990 kom Ólafur Ragnar til Siglu- fjarðar í kjölfar þess að vaxandi þrýstingur var á að ríkið setti aukið hlutafé inn í Þormóð ramma. Á fundi með m.a. bæjaryfirvöldum og verkalýðsforyst- unni í bænum lýsti Ólafur Ragnar því yfir að tími væri til kominn að ríkið losaði sig út úr þessum rekstri. Ég og Ólafur Marteinsson, svili minn og vin- ur, fengum Sigurð Stefánsson og Svanbjörn Thoroddsen hjá Verðbréfamarkaði Íslandsbanka til þess að meta fyrirtækið og út úr því mati kom ákveðin tala sem við buðum í hlut ríkisins í Þormóði ramma. Síðar gerði Ólafur Nílsson, endurskoðandi, mat fyrir ríkið á Þormóði ramma og komst að mjög líkri niðurstöðu. Eitt leiddi af öðru og þegar upp er staðið sýnist mér að við sem festum kaup á Þormóði ramma höfum orðið skotmark óvildarmanna Ólafs Ragnars. Ákveðnir aðilar vildu nota þetta mál til þess að „berja á“ Ólafi Ragnari, en við lentum meira fyrir því.“ - Ertu umdeildur á Siglufirði? „Að sjálfsögðu hlýt ég að vera það. Ef ég væri það ekki hefði ég sennilega alltaf verið að fara einhverjar málamiðlunarleiðir, sem ég er kannski ekki beint þekktur fyrir.“ - Þú ert stjórnarformaður í þessu stóra sjávarút- vegsfyrirtæki á Siglufirði, en ert lítið fyrir norðan? „Já, ég vildi vera meira fyrir norðan. Ég hef miklar taugar til bæjanna á utanverðum Tröllaskaga. En því má ekki gleyma að Þormóður rammi Sæberg er ekki bara með starfsemi á Siglufirði. Við erum líka með öfluga starfsemi í Ólafsfirði og Þorlákshöfn. Í Ólafs- firði, þar sem við rekum þrjá frystitogara með mikl- um kvótum, kemur stór hluti útsvarstekna frá sjó- mönnum á þessum togurum. Í Þorlákshöfn keyptum við Árnes og endurskipulögðum þann rekstur. Sú eining gengur mjög vel núna og við erum mjög stoltir af starfsemi okkar í Þorlákshöfn.“ „Hér heima er fólki gjarnt að líta á SH sem stórfyrirtæki og sömuleiðis er mikið talað um samkeppni SH, SÍF og fleiri íslenskra sölufyrirtækja. En þetta er ekki hin raunverulega samkeppni,” segir Róbert Guðfinnsson.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.