Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 29

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 29
Æ G I S V I Ð T A L I Ð Héðinsfjarðargöng “Það er alveg ljóst að fyrir Siglufjörð, Ólafs- fjörð og Eyjafjarðarsvæðið hafa þessi göng mikið gildi. Rétt er að rifja upp að þegar breyting var gerð á kjördæmaskipan voru Siglfirð- ingar einhuga um að fylgja norðausturkjördæminu. Menn horfa til þess að Eyjafjarðarsvæðið til Siglu- fjarðar verði í framtíðinni ein heild, enda eru þúsund til fimmtán hundruð manna byggðarlög mjög erfið- ar rekstrareiningar til að halda uppi háu þjónustu- stigi. Ég tel að áður en langt um líður verði Eyja- fjarðarsvæðið allt ásamt Siglufirði eitt sveitarfélag og því fyrr sem menn ganga til þess verks því betra. Varðandi rekstur Þormóðs ramma-Sæbergs hafa jarð- göng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar auðvitað já- kvæð áhrif. Við erum með tiltölulega takmarkaðan vinnumarkað á Siglufirði og það sama gildir um þjónustu. Með góðum samgöngum inn í Eyjafjörð hefðum við meiri og betri möguleika í þessum efn- um. Stjórnvöld hafa ákveðið að fara í þessa fram- kvæmd vegna þess að menn trúa því að byggð eigi að vera í framtíðinni á þessu svæði og mikilvægur þáttur í því eru góðar samgöngur.“ Erfitt í Mexíkó Eins og áður segir tekur Þormóður rammi- Sæberg ásamt Granda og Ránarborg þátt í verkefni í sjávarútvegi í Mexíkó ásamt þar- lendum aðilum. Fyrst og fremst er um að ræða veiðar og vinnslu á rækju og sardínu á vegum Nautico og Pesqera Siglo. Róbert orðar það svo að þetta verkefni hafi gengið mjög erfiðlega að undanförnu. „Það er eins og í öðrum rekstri að þegar hlutirnir ganga ekki Eftirlit í íslenskum sjávarútvegi er mjög nákvæmt nú til dags, enda er markaðurinn alltaf að gera auknar kröfur. Stjórnarformaður SH á kontórnum hjá Gunnari Svavarssyni, framkvæmdastjóra SH. Það er ekkert öðruvísi með Sölumiðstöðina en önnur fyrirtæki að hún getur ekki verið best í öllu. Við höfum reynt að einblína á það sem við teljum okkur vera góða í. 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.