Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2002, Page 30

Ægir - 01.01.2002, Page 30
30 Æ G I S V I Ð T A L I Ð vel þarf að stokka upp spilin og við munum gera það á þessu ári. Það sem hefur haldið okkur enn inni í þessu verkefni er að við höfum góðan aðgang að upp- sjávarfiski í Kaliforníuflóanum og að við erum að vinna með mjög traustum aðilum í Mexíkó sem hafa gengið í gegnum súrt og sætt með okkur í þessu,“ segir Róbert. Hagræðingin að skila sér Á fyrri hluta síðasta árs, þegar gengistap út- flutningsfyrirtækjanna var gríðarlegt, var ekkert of gott hljóð í stjórnendum í sjávar- útvegi. Úr þessu rættist verulega á síðari hluta ársins og þegar upp er staðið var árið 2001 hagstætt í sjáv- arútveginum. Róbert segist að óbreyttu gera ráð fyrir að árið 2002 verði sjávarútveginum hagstætt. „Ég held að þeir sem ekki þekkja til hafi mjög vanmetið hvað hafi verið að gerast í íslenskum sjávarútvegi á undanförnum árum og þar á ég ekki síst við stjórn- málamenn. Á undanförnum árum hefur átt sér stað gríðarlega mikil endurskipulagning í sjávarútvegin- um, sem að mínu mati var algjörlega nauðsynleg til þess að hann gæti verið samkeppnishæfur og skipað sér í fremstu röð á þessu sviði í heiminum. Hagræð- ingin hefur ekki síst falist í því að færa aflaheimild- irnar á færri og betur búin skip. Einnig hefur land- vinnslan verið þróuð, hvort sem er í bolfiski, rækju eða uppsjávartegundum, og nú er hún til muna tæknivæddari og nútímalegri en hún var. Þar sem uppistaðan í sjávarútveginum er utan suðvestur- hornsins hefur hagræðingin í sjávarútveginum kom- ið töluvert harkalega við mörg af minni sjávarpláss- unum. Fækkun starfa í sjávarútveginum úti á landi er ekki afleiðing af kvótakerfinu, eins og margir vilja halda fram, heldur er hún fyrst og fremst afleiðing hagræðingaraðgerða sem þurfti að ráðast í til þess að hérlendur sjávarútvegur yrði samkeppnishæfur til framtíðar. Á undanförnum árum hefur íslenska krón- an verið að styrkjast svo mikið að ávinningur hag- ræðingaraðgerðanna hvarf í styrkingu íslensku krón- unnar. Þar til loks á síðasta ári að gengið fór að síga aftur og þá komu hagræðingaraðgerðir undanfarinna ára í ljós í stóraukinni framlegð í rekstri sjávarút- vegsfyrirtækjanna. Í dag erum við með mjög sterkan Þormóður rammi-Sæberg gerir út 3 flakafrystitogara, 1 rækjufrystitogara, 4 ferskrækjutogara og 2 báta til humar- og flatfiskveiða. Gert er út frá Siglufirði, Ólafsfirði og Þorlákshöfn. Þegar upp er staðið sýnist mér að við sem festum kaup á Þormóði ramma höfum orðið skotmark óvildarmanna Ólafs Ragnars. Ákveðnir aðilar vildu nota þetta mál til þess að „berja á“ Ólafi Ragnari, en við lentum meira fyrir því. Róbert Guðfinnsson er stjórnarformaður Þormóðs ramma- Sæbergs á Siglufirði, sem m.a. rekur fullkomna rækjuverksmiðju þar í bæ.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.