Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 31

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 31
31 Æ G I S V I Ð T A L I Ð sjávarútveg sem skilar almennt bærilega góðri fram- legð.“ Ábatinn fari í nýsköpun “Nú er það spurning næstu mánaða hvort fórnarkostnaðurinn sem sjávarútvegurinn og um leið byggðirnar út um allt land tóku á sig, skilar sér í aukinni velsæld og uppbyggingu í viðkomandi byggðum. Það mun ekki gerast ef ríkis- valdið ætlar að skattleggja sjávarútveginn með svo háum auðlindaskatti að afraksturinn verði notaður í þágu samneyslunnar en ekki til uppbyggingar við- komandi fyrirtækja og þeirra byggðarlaga þar sem þau eru. Ég tel að í stað þess að greiða þennan ábata í ríkissjóð, sem síðan misvitrir stjórnmálamenn deili út, eigi sjávarútvegsfyrirtækin að setja þá fjármuni sem þau hafi aflögu í nýsköpun. Hraðfrystihúsið Gunnvör á Ísafirði og ÚA hafa t.d. verið að horfa á eldi sjávarfiska og við hjá Þormóði ramma-Sæbergi ásamt Samherja og fleirum fórum í líftækni í Genís. Ég tel að það sé fullt af tækifærum fyrir sjávarútveg- inn til þess að fara í nýsköpunarverkefni sem byggi á þeim grunni og þekkingarheimi sem við lifum í. Hins vegar tek ég eftir að margir landsbyggðarþing- menn skilja ekki það umhverfi sem þeir lifa í. Þeir vilja taka þetta fjármagn af sjávarútveginum, setja það í ríkiskassann og deila því út í samneysluna, sem að stærstum hluta er á höfuðborgarsvæðinu en ekki út á landi.“ - En nú hefur þú ásamt fleiri útvegsmönnum í LÍÚ samþykkt að greiða hóflegt auðlindagjald? „Já, hóflegt auðlindagjald gengur út á að við erum tilbúnir að standa undir þeim kostnaði sem þjóðfé- lagið ber af sjávarútveginum – hafrannsóknir, veiði- eftirlit og fleira. Þeir sem aðhyllast auðlindaskatt eru ekki að tala um það. Þeir eru að tala um ákveðinn skattstofn fyrir ríkisvaldið sem verði notaður til þess að fjármagna aðra hluti en uppbyggingu á lands- byggðinni.“ Ekki gæfulegt… - Það fer ekki mikið fyrir útvegsmönnum á Alþingi þannig að rödd ykkar virðist vera þar heldur hjáróma. Af hverju reynið þið ekki að koma fulltrúum ykkar á þing sem geti talað ykkar máli milliliðalaust? „Það eru vissulega aðilar á Alþingi sem hafa verið þátttakendur í sjávarútveginum. En því miður eru þeir í hagsmunapoti fyrir sitt kjördæmi sem gengur út á það að brjóta niður það kvótakerfi sem við búum við í dag og skara þannig eld að sinni köku. Það er ekki gæfulegt þegar þessir menn ættu í raun að vera talsmenn sjávarútvegsins á Alþingi.“ - Um hverja ertu að tala? „Ég er til dæmis að tala um þingmenn eins og Einar K. Guðfinsson og Einar Odd Kristjánsson.“ - Af hverju keppir þú þá ekki sjálfur að því að komast inn á Alþingi? „Ég hef engan áhuga á því. Mitt áhugasvið er rekstur tengdur sjávarútvegi og ég vonast til þess að halda mig við hann eitthvað lengur,“ segir Róbert. Sægreifar eða ekki sægreifar Róbert segir að títtnefnd umræða um svo- kallaða sægreifa sé oft á tíðum ótrúlega yfir- borðskennd og byggð á vanþekkingu. „Ég vil segja að hluti af vandamálum sjávarútvegsins sé að hann hafi ekki grætt nægilega mikla peninga á undanförnum árum. Menn hafa ekki uppskorið eins og þeir hafa sáð.“ - Ert þú sægreifi? „Hlutur minn í Þormóði ramma-Sæbergi er ekki mjög stór og fjöldi lífeyrissjóða á þar stærri hlut en ég. Það er þá spurning hvort stjórnendur þessara sjóða eru ekki sægreifar. Mér er nákvæmlega sama hvort fólk kallar mig sægreifa eða eitthvað annað. Fyrst og fremst er ég og fleiri að vinna í sjávarútveg- inum af heilindum og þeim styrk sem við frekast getum. Þeir sem starfa í sjávarútveginum verða alltaf að horfa fram á veginn og taka ákvarðanir um fram- tíðina. Ef það er ekki gert, daga menn uppi í sí- breytilegu umhverfi. Þróun síðari ára hefur ein- kennst af samþjöppun fyrirtækja, fiskveiðiheimilda og samþjöppun á fjármagnsmarkaði. Ef menn taka ekki þátt í þróuninni á hverjum tíma blasir ekkert annað við en að daga uppi og ef það gerist deyja menn á skömmum tíma, svo einfalt er það,“ segir Róbert Guðfinnsson. Ferskrækjutogarar Þormóðs ramms-Sæbergs veiða rækju til vinnslu á Siglufirði, en um borð í rækjufrystitogara fyrirtækisins er rækjunni pakkað hrárri fyrir Japansmarkað, eða hún soðin í skel og lausfryst. Það eru vissulega aðilar á Alþingi sem hafa verið þátttakendur í sjávarútveginum. En því miður eru þeir í hagsmunapoti fyrir sitt kjördæmi sem gengur út á það að brjóta niður það kvótakerfi sem við búum við í dag og skara þannig eld að sinni köku. Primex-Genís er líftæknifyrirtæki sem er áhættufjárfesting, en okkur hefur tekist að þróa það í rétta átt og ég tel að hér sé um efnilegt sjávarútvegstengt fyrirtæki að ræða.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.