Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2002, Page 32

Ægir - 01.01.2002, Page 32
32 E R L E N T Í byrjun janúar stöðvaði Norska síldarsölusambandið tímabundið veiði á norsku vor- gotssíldinni vegna þess að fyrir- tækjum í síldariðnaðinum þótti hún of smá miðað við ásett verð. Norska síldarsölusamlagið breytti þyngdarmörkum fyrir norsku vorgotssíldina 1. janúar 2002 og í kjölfarið héldu kaup- endur að sér höndum en lýstu því þó ekki yfir opinberlega að þeir myndu ekki kaupa síldina. Síld- arsölusamlagið svaraði strax með því að stöðva veiðar. Ástæðan var sögð vera samræming veiða og móttöku. Þrátt fyrir að Síldarsölusamlag- ið og Sjómannasambandið væru sammála í haust sem leið um nýja verðlagningu og flokkun síldar- innar hefur Sjómannasambandið ekki óskað eftir fundi með Síldar- sölusamlaginu til að ræða lág- marksverð á síld árið 2002. Breytingin felst meðal annars í því að í 1. flokki er síld að meðal- vigt 250 g eða meira og lág- marksverð NOK 3,50. Í fyrra var meðalþyngd 1. flokks síldar 275 g eða meira. Vegna breytingar- innar brugðu síldarkaupendur í Norður-Noregi á það ráð að stöðva óopinberlega móttöku og kaup á síld. Lágmarksverð fyrir jól var NOK 2,55 en í ársbyrjun NOK 0,95 hærra. Auk þess sætta sjómenn sig ekki við að síldin fari í bræðslu. Eftir að Síldarsölusamlagið aflétti móttöku- og kaupbanni á síld var dregið um hvaða bátar máttu fara á veiðar og ákveðinn 100-150 tonna hámarksafli í veiðiferð. Stöðvun veiða – Í rauninni er það svo að kaup- endur í Norður-Noregi hafa bannað kaup á þeirri meðalstærð síldar sem nú er veidd í Vestfjor- den, hefur Fiskaren eftir Johannes Nakken forstjóra Síldarsölusam- lagsins. Hann viðurkennir að síld af meðalstærð 220-250 g sé ekki mjög eftirsóknarverð. Hluta hennar er hægt að flaka en hún er of smá til heilfrystingar. – Þetta var ekki sú byrjun ver- tíðar sem við höfðum vonað. Í fyrra var ofurlítið liðið á vertíðina þegar bera fór á smásíld. Nú kom hún strax í vertíðarbyrjun. Við álítum að síldin muni skiljast meira að eftir stærð þegar hún gengur sunnar, segir Nakken. Hann segir ennfremur að það hafi verið slæmt að ekki var vitað um stærð síldarinnar þegar flot- inn hélt á miðin. – Nú verða margir vonsviknir sjómenn að bíða eftir að mega hefja veiðar, segir Nakken. Hann álítur þó ekki að þetta sé afgerandi breyting á þeirri far- sælu stefnu sem fylgt var í veiði uppsjávarfiska síðastliðið ár. – Þessi veiðistjórnun er nauð- synleg til þess að hámarksverð fá- ist fyrir síldarafurðirnar. Leyfilegt er að bræða síld en að veiða ein- göngu til bræðslu er óæskilegt með tilliti til heildarverðmætis. – Við bíðum og sjáum hvað hvalvinnslan suðurfrá vill greiða fyrir síldina, segir Nakken. Síldarkvótinn Árið 2002 er kvóti norska síld- veiðiflotans 484.500 tonn af norsku vorgotssíldinni. Um 35% af heildarkvótanum má veiða á Síldarstríð í Norður-Noregi „Þetta var ekki sú byrj- un vertíðar sem við höfðum vonað,“ segir forstjóri norska síldarsölusambandsins.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.