Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 33

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 33
33 E R L E N T fyrri helmingi ársins. Af kvótan- um sunnan 62. breiddarbaugs, 85.470 tonnum, má veiða 74.800 tonn í Norðursjó og 10.760 tonn í Skagerrak. Án veiðiheimilda Sumir síldarbátanna sem ætlað er að fara á síld í vetur og veiða í Vestfjorden og Lofotfjorden upp- fylla ekki skilyrði til að fá veiði- heimild. Þremur var strax vísað burt og svo gætu orðið um fleiri. Sjávarútvegsráðuneytið hefur komið á fót umfangsmiklu eftir- liti með síldveiðum vetrarins og ákveðið að bátarnir skuli vera undir 27,5 metrum á lengd og ekki yfir 1.500. tonn. Ástæðan fyrir hertu eftirliti er meðal annars reynslan frá því í haust. Margir bátar veiddu þá fyrir aðra báta og voru stærri en bátarnir sem þeir veiddu fyrir. Auk þess urðu sjómenn fokreiðir þegar í ljós kom að sumir bátar veiddu fyrir báta sem búið var að úrelda fyrir mörgum árum og höfðu auk þess aldrei á síld farið. Þegar síldveiðarnar hófust í byrjun ársins kom í ljós að sumir bátanna voru langt að komnir og fyrir þá höfðu ekki verið fengin tilskilin leyfi. Það olli starfsfólki svæðisskrifstofu Sjávarútvegs- ráðuneytisins í Bodø miklum erf- iðleikum og boðað var til neyðar- fundar um hvernig staðið skyldi að enn frekari takmörkunum á veiðunum og til hvaða ráða skyldi gripið við brot á lögum og veiði- reglum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.