Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 35

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 35
35 R A N N S Ó K N I R sundi á 5 til 15 metra dýpi (3-8 faðmar). Aðeins fiskar með óveruleg sár, oftast á kjálkum, voru valdir í samanburðartil- raunina. Búrin, sem voru gerð úr þremur stál- hringjum klæddum með neti (möskva- stærð 50mm), voru 1,7 metrar í þvermál og um það bil 4 metrar á dýpt (hæð). Neðst á hverju búri var rennilás til að kafarar gætu fjarlægt dauða fiska úr því. Hvert búr var hengt í 70’’ lóðabelg sem festur var í lögn með öðrum, alls átta, búrum. Á hvorn enda lagnarinnar voru sett um 150 kg af keðjum til að halda lögninni í skefjum. Lögninni var komið fyrir á 18-20 metra botndýpi á Flateyjar- sundi og voru búrin á 5-9 metra dýpi. Tilraunin stóð yfir í 10 daga og voru aðstæður mjög hagstæðar allan tímann, logn lengst af og sléttur sjór. Nokkur straumur var í Flateyjarsundi en það hafði ekki áhrif á tilraunina, enda var straumurinn einkum í efstu metrunum og náði ekki að marki niður að búrunum. Einnig var skyggni mjög lítið í sjónum framan af en jókst þegar leið á tilraunina. Þetta virtist ekki hafa áhrif á fiskinn. Niðurstöður Alls voru gerðar 8 tilraunir en niðurstöð- ur úr tveimur voru ónothæfar. Bilun í sjódælu olli því að fiskur í einni tilraun drapst unnvörpum í fiskkarinu vegna súrefnisskorts. Í annarri tilraun kom í ljós við fyrstu köfun að rennilásinn var opinn og að 23 fiskar höfðu sloppið út út búrinu. Fimm fiskar voru þó lifandi í búrinu og átta dauðir á botni þess. Sex fullgildar tilraunir voru því gerðar, tvær af grunnslóð, tvær af djúpslóð og tvær til samanburðar og verður hér greint frá niðurstöðum úr þeim. Lengdardreifing fiskanna í þessum tilraunum er sýnd á 2. mynd. Fiskurinn var mest 45-55 cm að lengd, en lítið af minni fiski. Fiskurinn í samanburðartilrauninni var heldur stærri en hinn eiginlegi færafiskur. a) Sár Sárin eru flokkuð eftir staðsetningu á fisknum og einnig eftir því hvort um stök sár er að ræða, þ.e. aðeins eitt sár á hverjum fiski, eða hvort tiltekið sár var eitt af fleiri sárum á viðkomandi fiski (mörg sár). Í heild má sjá að sárin eru flest fremst á haus fisksins og fækkar eft- ir því sem aftar dregur á hausnum og fæst eru sárin aftan við haus (3. mynd). Nánar tiltekið eru algengustu sárin á kjálkum, gellu og góm, bæði sem stök sár og með öðrum sárum. Sár í og við auga, á kinn og tálknum eru einnig nokkuð algeng, en þó breytilegri eftir því hvort um stök sár er að ræða eða ekki. Sár á lífodda og kvið eru sjaldgæf. Athygli vekur að sár á tálknum er sjald- gæf ein og sér en nokkuð algeng með öðrum sárum. Þetta skýrist af því að slík sár eru oftast afleiðing af meðhöndlun fiskimannsins þegar hann tekur fiskinn af önglinum. Marktækur munur er á tíðni stakra og margra sára eftir dýpi. Af 100 fiskum af grunnslóð höfðu 68 stök sár en 38 mörg sár. Hjá jafnmörgum fiskum á djúpslóð snérist þetta við, þ.e. 68 fiskar höfðu mörg sár en 38 stök sár. Þetta bendir til þess að fjöldi sára ráðist mjög af þeim tíma sem fiskurinn er á önglinum. b) Dauðsföll Fiskarnir voru hafðir í búrunum í fjóra til níu daga. Þeir fiskar sem ekki lifðu af tilraunina, drápust í flestum tilfellum innan 30 klst. eftir að þeir veiddust. Að- eins fjórir fiskar drápust síðar eða á öðr- um til fimmta degi og engir eftir það. Það er athyglisvert að þorskar sem voru í samanburðarhópnum voru mjög sprækir og sýndu snörp flóttaviðbrögð þegar kaf- arar nálguðust búrin, en fiskar sem veiddir voru með handfærum virtust sljóir og sýndu lítil sem enginn viðbrögð við nálægð kafara. Í heild voru dauðsföll í fjórum mark- tækum tilraunum af grunnslóð og djúpslóð 43.0%. Engin dauðsföll voru í samanburðartilraununum. Dauðsföll í einstökum tilraunum voru einkum breytileg með tilliti til dýpis, og mark- tækt fleiri fiskar drápust af djúpslóð eða 54%, í báðum tilraunum, miðað við 32% af grunnslóð (Kí kvaðrat p<0,005 (1. tafla og 4. mynd). Líkan sem metur dauðsföll fisksins eftir dýpi og lengd var notað til að kanna þetta nánar. Dauðsföll reyndust fara minnkandi með vaxandi lengd fisksins, úr 51% hjá 40 cm fiski í 21% hjá 55 cm fiski á grunnslóð og úr 73% hjá 40 cm fiski í 41% hjá 55 cm fiski á djúpslóð (5. mynd). Þegar upp er staðið eru það tiltekin sár sem valda dauða fisksins og eru dauðsföll eftir sárum sýnd á 6. mynd. Fjöldi sára er greinilega áhrifavaldur. Í heild var mark- tækur munur á lífslíkum eftir því hvort þorskur var með eitt sár eða mörg sár (p<0,0001), en hlutfall dauðra með eitt sár var 27%, en 59% hjá þeim þorskum sem höfðu fleiri en eitt sár. Dánarhlutfall stakra sára má líta á sem vísbendingu um áhrif tiltekinnar tegundar sárs. Sjá má að sár á kinnum og kjálkum valda minnst- um dauða sem stök sár eða 9.1% og 15.6%. Þar á eftir koma sár í góm, gellu og við auga með 25.0-33.3% dánarhlut- fall. Þessi sár eru öll tiltölulega algeng, bæði sem stök sár og með öðrum sárum. Sár í auga og tálknum valda dauða 50% fiska sem stök sár og sár í lífodda og á kvið valda dauða flestra fiska. Þessi sár eru þó sjaldgæf sem stök sár og aðeins 1 tafla: Fjöldi og hlutfall dauðra þorska í einstökum tilraunum. 2. mynd. Lengdardreifing þorsks af grunnslóð, djúpslóð og í samanburðarhópinum. Grunnslóð Djúpslóð Samanburður Dýpi (m) 19 - 53 19 - 28 75 - 122 75 - 92 5 - 10 5 - 15 Bátur Svalur Svalur Svalur Sigurveig Einar í Nesi Einar í Nesi Dauðir 13 19 25 29 0 0 Lifandi 37 31 25 21 46 52 Samtals 50 50 50 50 46 52 % dauðra 26% 38% 50% 58% 0% 0% % dauðra 32% 54% % dauðra 43%

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.