Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 36

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 36
36 F I S K I R A N N S Ó K N I R einn fiskur var sár á lífodda með stöku sári. Þegar litið er á dánar- hlutfall vegna sáranna sem „margra sára“ má sjá að dánarlík- ur eru mun jafnari en þegar um stök sár er að ræða, eða 37.5- 80.0%, enda blandast sárin þá saman og ekki er lengur einhlýtt hvernig dánarlíkur skiptast á ein- stök sár. Unnt er að meta dánarlíkur einstakra gerða sára, hvort sem um stakt sár eða mörg sár er að ræða, með því að beita tilteknu tölfræðilegu líkani. Líkanið met- ur meðaltalsdánarlíkur á grund- velli allra fiska með tiltekið sár. Niðurstöður eru sýndar á 7. mynd og eru talsvert frábrugðnar hinum „hráu“ niðurstöðum á 6. mynd. Sár á kjálkum valda minnstum dauðsföllum (17.4%), en sár á lífodda sýna einnig lága dánartíðni (24.2%). Fjórar gerðir sára, á gellu, í auga, við auga og á kinnum, valda um 30% dánar- tíðni. Mun hærri dánartíðni er vegna sára í gómi (43.8%) og á tálknum (48.2%) og hæst er dán- artíðni vegna sára á kvið (70.3%) en slík sár eru sjaldgæf. Umfjöllun Mikilvægustu niðurstöður þessara tilrauna eru þessar: 1. Marktækur munur er á tíðni sára eftir dýpi, og eru mörg sár á fiski algengari á djúpslóð en á grunnslóð. Stök sár eru á hinn bóginn algengari á fiski á grunnslóð en á djúpslóð. 2. Dauðsföll reyndust marktækt hærri hjá fiskum veiddum á djúpslóð miðað við fiska veidda á grunnslóð. 3. Mörg sár á fiski valda mark- tækt hærri dauðsföllum en stök sár. 4. Engin dauðsföll voru í saman- burðartilraunum, en tilgangur þeirra er að meta áhrif vegna meðhöndlunar fisksins og áhrif búrsins á fiskinn. Af þessum niðurstöðum verður vart dregin önnur ályktun en sú, að það séu sárin sem valda dauðs- föllunum, en ekki ytri aðstæður, t.d. þrýstingsbreyting þegar fisk- urinn er tekinn af djúpu vatni upp á yfirborð eða meðhöndlun fiskins í tilrauninni. Þó er ljóst að mun fleiri fiskar, sem voru veidd- ir á djúpslóð, drápust innan fá- einna klst. heldur en raun var á hjá fiskum af grunnslóð. Þetta virðist þó skýrast af fleiri sárum fiska af djúpslóð, fremur en áhrif- um þrýstings. Ein gerð sára, þ.e. sár á tálkn- um, hlýst þó ekki eingöngu af öngli, heldur er einkum afleiðing af meðhöndlun fiskimannsins þegar fiskurinn er losaður af öngl- inum. Algengt handtak hjá sjó- mönnum við að losa fisk af öngli er að halda fiskinum föstum með taki fram undir tálknalokur og í tálknin beggja megin, en það veldur oft slæmum sárum sem geta án efa dregið fiskinn til dauða. Handbrögð sjómanna eru misjöfn og því er líklegt að lífslíkur þorsks séu mismunandi eftir því hver á í hlut, þar sem handbrögð og tími um borð geta skipt sköpum um hvort þorskur- inn lifir af. Það eru þó alltaf sárin sem öngullinn veldur sem eru stærsti örlagavaldur fisksins. Einnig ber að hafa í huga að ekki er sjálfgefið að fiskur, sem syndir sprækur niður eftir að honum hefur verið sleppt, hafi þó þær5. mynd. Dauðsföll þorsks eftir lengd á grunnslóð og djúpslóð. 3. mynd. Tíðni sára 4. mynd. Dauðsföll eftir tilraunum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.