Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 37

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 37
37 F I S K I R A N N S Ó K N I R lífslíkur sem þessi tilraun gefur til kynna. Sár hans gætu dregið hann til dauða á lengri tíma en tilraunin stóð yfir. Ástand hans gæti einnig valdið því að hann bregst ekki við aðsteðjandi hætt- um á sama hátt og áður og verði því auðveldari bráð öðrum fisk- um, eða hafi ekki sömu hæfni og áður til að afla sér fæðu. Ennfrem- ur skal tekið fram að veiðarnar voru „óhefðbundnar“ að einu leyti. Þ.e. færið var híft strax og fiskur var á og ekki beðið eftir fleiri tökum. Þetta hefur líklega haft þau að áhrif að stytta þann tíma sem fiskurinn var á önglin- um miðað við „venjulegar“ veið- ar. En eins og fram er komið virð- ist þessi þáttur, tíminn sem fisk- urinn berst um á önglinum, vera mikilvægur varðandi fjölda sára og dánartíðni. Þegar þessi atriði eru höfð í huga má allt eins ætla að fyrirliggjandi niðurstöður kunni að vera vanmat á dauðsföll- um fremur en ofmat. Allmargir færafiskimenn hafa á undanförnum árum haft tækifæri til að gera athuganir á lífslíkum færafisks sem settur er í svokallað áframeldi í sjókvíum. Reynsla þessara manna kann að virðast á skjön við þær niðurstöður sem hér hefur verið lýst. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður. Ljóst er að lífslíkur færafisks eru mjög breytilegar eins og okkar niður- stöður sýna. Niðurstöður saman- burðartilraunanna sýna að auðvelt er að „sýna fram á“ engin dauðs- föll, ef aðeins er valinn lítt sár fiskur í tilraun eða áframeldi. Jafnvel við „venjulegar“ veiðar og meðhöndlun fara dauðsföll niður í 28% í einni tilraun. Með hliðsjón af þessu ætti að vera auðvelt að fá mun lægri dauðsföll með því að haga veiðum og meðhöndlun þannig að fiskurinn hljóti sem minnst sár. Í fyrirliggjandi til- raun var markmiðið að kanna dauðsföll við „venjulegar“ hand- færaveiðar, það er við þá tilhögun veiða sem telja verður að sé ríkj- andi í þessum veiðum hér við land. Við teljum að niðurstöður gefi trúverðuga mynd af dauðs- föllum við slíka tilhögun. Með öðrum markmiðum og annarri tilhögun yrðu niðurstöður að öll- um líkindum aðrar. Handfæraveiðar hafa löngum verið taldar „umhverfisvænn“ veiðiskapur og eru það sjálfsagt miðað við ýmsar aðrar veiðiað- ferðir, sér í lagi þegar tekið er til- lit til áhrifa á lífríkið, t.d. botn- dýralíf. Lífslíkur smáþorsks sem kastað er frá borði eru þó mun minni en almennt hefur verið talið. Þó ber að hafa í huga að lífslíkur þorsks sem veiddur er á handfæri, eru líklega meiri en þorsks sem kemur á dekk frá ýmsum öðrum veiðarfærum, en almennt er talið að minna en 10% fiska lifi af slíka meðhöndl- un, þegar um venjulega með- höndun við veiðar í atvinnuskyni er að ræða. Einnig eru vísbend- ingar um að dánarlíkur fisks sem hefur smogið möskva á trolli séu um það bil 30%. Þá er talið að dánarlíkur fisks sem fer í gegnum skilju séu minni en 5% (skv. ný- legum norskum rannsóknum). Þá er ennfremur ljóst að unnt er að draga verulega úr dauðsföllum handfærafisks, sem sleppt er, ef vilji er til slíks hjá færasjómönn- um. Það er spurning um að bæta umgengi okkar um auðlindina. Þær niðurstöður sem hér hafa verið kynntar gefa tilefni til að endurskoða þær reglur um hand- færaveiðar, sem lúta að brottkasti. Slíka endurskoðun má telja tíma- bæra á breiðum grundvelli þar sem mjög miklar tæknibreytingar hafa orðið í þessum veiðum síð- asta áratuginn eða svo. Einnig hefur á undanförnum árum færst í vöxt að færasjómenn hirði smá- þorsk til áframeldis í sjókvíum. Strangt til tekið virðist þetta ekki heimilt ef um er að ræða þorsk minni en 50 cm, sbr. reglugerð nr. 350 1996. Þetta er þó sá kost- ur sem vænlegur virðist miðað við aðstæður. Með stærri og öfl- ugri færabátum opnast leiðir til að gera slíkar veiðar til áframeldis auðveldari í framkvæmd, en áður var mögulegt, og treysta þar með afkomu handfæraútgerðar til lengri tíma litið. Þakkir Höfundar kunna trillukörlunum Guðlaugi Jóhannessyni og Hall- grími Sigmundssyni bestu þakkir fyrir góða samvinnu við þetta verkefni. Búrin, sem eru eftir norskri fyrirmynd, voru gerð af Þorsteini Guðnasyni og Jónasi Sigurðssyni, netaverkstæði Haf- rannsóknastofnunarinnar. Stál- hringir voru gerðir í vélsmiðjunni Héðni, Garðabæ. 7. mynd. Dauðsföll eftir sárum skv. líkani. 6. mynd. Dauðsföll eftir sárum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.