Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 38

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 38
Eins og hjá mörgum öðrum var það ástin sem breytti lífskúrsin- um hjá Jóhanni Sigurjónssyni þegar hann var 24 ára gamall og nýútskrifaður úr Vélskóla Íslands. Hann hafði sannarlega ætlað sér að halda áfram á sjónum á Ís- landsmiðum, en skyndilega var tekin hundrað og áttatíu gráðu beygja og stefnan tekin vestur til Bandaríkjanna til fundar við kærustuna sem hann hitti í út- skriftarferðinni með samnemend- um úr Vélskólanum. „Fyrsta vet- urinn bjuggum við í Chicago, en ég komst fljótlega að því að þar gæti ég ekki þrifist vegna þess að sjóinn vantaði og það sem verra var að þar komst ég ekki á skíði. Konan mín var að ljúka námi í rafmagnsverkfræði og hún var ekki tilbúin að flytja með mér heim til Íslands. Niðurstaðan var því sú að við fluttum til Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna, þar sem við búum enn. Ég hafði fengið nafn á íslenskum manni í Seattle, Pétur Njarðvík, sem gerði þar út togarana Ocean and Aleutian Bounty og með það nafn í vasanum fluttum við til Seattle. Ég fékk skipspláss sem yfirvél- stjóri hjá Pétri í tæp tvö ár og á þeim tíma vorum við á þorsk- og karfaveiðum við Alaska. Þessari sjómennsku var þannig háttað að ég var samfellt að veiðum við Alaska í tvo mánuði en var síðan næstu tvo mánuði í fríi. Þetta var á margan hátt erfitt, en tekjurnar voru háar.” Frá Alaska til Rapp Hydema U.S. „Sumarið 1987 fékk ég tilboð um vinnu hjá Rapp Marine. Þetta kom þannig til að um borð í tog- aranum sem ég var á við Alaska var vélbúnaður frá Rapp, fyrst og fremst togvindur, og sem yfirvél- stjóri kynntist ég vel þeim sem sáu um viðhald á honum. Ég hafði kynnt mér vel hvernig þessi búnaður virkaði um borð og þeir hjá Rapp Hydema vildu gjarnan nýta mína þekkingu inni í fyrir- 38 Siglfirðingurinn sem stýrir Rapp Hydema í Seattle í Bandaríkjunum „Ég er fæddur og uppalinn á Siglufirði. Faðir minn, Sigurjón Jóhanns- son, kallaður Buddi, var lengi skipstjóri á Sigluvíkinni og ég fór með honum til sjós þegar ég var fimmtán ára gamall og var á Sigluvíkinni meira og minna í um tíu ár. Ég fór síðan í Vélskólann og að því námi loknu árið 1984 fórum við bekkjarfélagarnir í útskriftarferð til Chicago. Þessi ferð átti eftir að breyta minni stefnu í lífinu því þar vestra hitti ég bandaríska stúlku sem síðar varð eiginkona mín. Ég fór til Íslands með bekkjarfélögum mínum og vann heima um sumarið, en hélt síðan vestur aftur og hef síðan verið búsettur í Bandaríkjunum,” segir Siglfirðingurinn Jóhann Sigurjónsson, sem starfar nú sem fram- kvæmdastjóri fyrir bandaríska fyrirtækið Rapp Hydema U.S., Inc í Seattle í Bandaríkjunum. Rapp Hydema er einn hlekkur í keðju fyrir- tækja undir nafninu Rapp Marine Group, en höfuðstöðvar hennar eru í Bodö í Noregi. Þeir feðgar Sigurjón Jóhannsson og Jóhann Sigurjónsson um borð í Sigluvíkinni í þá gömlu og góðu daga. Í Ú T L Ö N D U M Texti: Óskar Þór Halldórsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.